Magma mjólkar almenning í boði Samfylkingar

Samfylkingin ætlar að hleypa kanadísk-sænska skúffufyrirtækinu Magma inn í íslenska orkugeirann. Í stað þess að nota tækifærið og gera orkufyrirtækin aftur af almenningsveitum er markmið vinstri stjórnarinnar að auðvæða almannaeign.

Íslenskir stjórnmálamenn ætla ekki að læra af reynslunni sem fékkst af samkrulli auðmannafélagsins FL-group  og Orkuveitu Reykjavíkur.

Samfylkingin er vitanlega flokkurinn sem dregur fram rauða dregilinn fyrir aðgang auðmanna að almannaeigum. Nema hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði ekki verið ráð að vísa þessu máli til Hæstaréttar til umsagnar eða úrskurðar þar sem lögin virðast alls ekki nógu skýr sbr ágreininginn í nefndinni?

Eða var sú leið etv ekki fær í þessu tilfelli?

Birgir Stefáns (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband