NV-Atlantshafsbandalagið

Engin nágrannaþjóð okkar er á leiðinni í Evrópusambandið. Grænlendingar og Færeyingar leita að leiðum til að losna undan stjórn Dana en eru ekki tilbúnir að stíga skrefið til fulls. Íslendingar og Norðmenn eru harðákveðnir að standa utan þótt sósíaldemókratíska elítan í báðum löndum haldi annað.

Í fríverslunarbandalagi gætu Grænland og Færeyjar styrkt stöðu sína gagnvart Dönum og Íslendingar og Norðmenn eiga auðveldara með að eiga samskipti við Evrópusambandið.

NV-Atlantshafsbandalagið er verkefni sem bíður eftir framsýnum stjórnmálamönnum.


mbl.is Andstaða við ESB vex í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Norðvesturbandalagið (The North West Alliance), raunverulegt samstarf frjálsra og fullvalda ríkja um sameiginleg hagsmunamál. Ahugavert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.3.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að ´benda á að 2006 var gerður fríverslunarsamningur við Færeyjar þannig að Færeyjar og Ísland eru nú þegar eitt eitt efnahagssvæði að því leitinu.. Og skv. fréttum þá voru Færeyingar að kanna með innigöngu í EFTA til að komast í EES. En það gekk ekki þar sem að gerð er krafa um að þjóðir sem þar ganga inn séu sjálfstæðar og fullvalda. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2010 kl. 21:10

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Rakst á þessa frétt hjá ABC um daginn. þar sem engir ísl fjölmiölar viröast hafa áhuga, reyni ég að vekja athygli á þessu hér:http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1033203/

 Og svo beint á fréttina hér:http://www.abcnyheter.no/nyheter/okonomi/100322/debatten-norge-nekter-ta

Veit ekki með aðra, en finnst þetta gjerbreyta forsendum um aðildarumsókn ?

Kristján Hilmarsson, 23.3.2010 kl. 21:20

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæki um að verða bloggvinur, get örugglega af og til laumað fréttum til þín :)

Ekki gott að fylgjast með öllu allann tímann.

Kristján Hilmarsson, 23.3.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband