Sjávarútvegur gerður að þjóðaróvini

Sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru öflugustu verkfæri þjóðarinnar til að vinna sig úr kreppunni. Í þessum atvinnugreinum eru hvað mestar gjaldeyristekjur. Ætla mætti að ríkisstjórn myndi leggja sig fram um að treysta stoðir grunnatvinnuveganna við þær kringumstæður sem nú eru uppi.

Jóhönnustjórnin ætlar sér ekki að leggja grunn að heilbrigðu atvinnulífi. Ríkisstjórnin leggur sig í líma við að gera sjávarútveg að þjóðaróvini. Ástæðan fyrir þessari stjórnvisku er að fyrir aldarfjórðungi hafi veiði gerð mistök þegar framseljanlegum kvóta var útdeilt.

Kvótinn sem var úthlutaður fyrir margt löngu er margsinnis búinn að skipta um hendur. Óréttlætið sem kann að hafa verið framið fyrir 25 árum verður ekki réttlætt með nýjum rangindum. 

Stjórnlist Jóhönnustjórnarinnar felst í að ala á sundrungu í samfélaginu. Líklega í þeirri von að heiftin sem gýs upp beini athyglinni um stund frá ráðþrota ríkisstjórn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef áhyggjur af því hversu stór hluti kvótans sé nú þegar í erlendri eigu.  Eftir fall bankanna vitum við í rauninni ekki hverjir eiga bankana og skuldabréfin með tryggingu í óveiddum fiski. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2010 kl. 02:06

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Tek undir hvert orð já þér Páll. Nú á ekki að rugga bátnum það á að ausa. Það er með ólíkindum hvað þessi Ríkisstjórn er upptekin um að breyta öllu sem ekki er bilað en tekur ekki á neinu sem þarfnast bráðaaðgerða. Það er líkt og að VG fái að fara niður eftir óskalista þess sem eru smáatriði hjá þorra fólks en aðal draumar fólks sem lifir í Hálsaskógi. Samfylkingin fær þá frið til þess að huga að hugðarefni sínu ESB og á meðan brennur Róm. Það er enginn að gera neitt sem skiptir máli í nánustu framtíð!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.3.2010 kl. 04:32

3 identicon

Tek sömuleiðis undir hvert einasta orð hjá Páli og orðin hennar Öddu líka..

Ragnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 06:22

4 identicon

Ósammála þessu bloggi.

Það er í fyrsta lagi mikilvægt að mistökin frá 1990 eða 1991, þegar frjálsa framsalið komst á, verði afturkölluð og að kvótinn verði óumdeilanlega eign þjóðarinnar. Munum að frjálsa framsalið og veðsetning fiskveiðiflotans er í rauninni upphafið að sukkinu og þar með hruninu.

Í öðru lagi er framkoma útgerðarinnar og SA útaf skötuselskvótanum ekkert annað en sama frekjan og yfirgangurinn og alltaf hefur einkennt þessa aðila. Það er tímabært að sá yfirgangur verði stöðvaður.

Þó þörf sé á meiri tekjum þjóðarbúinu til handa, þá megum við ekki láta gamla hugsunarháttinn, sem segir allt fyrir monnípeninginn, ná aftur tökum á okkur. Þess vegna eigum við að vera á móti málaliðunum á Miðnesheiðinni og endalausri sjálftöku kvótagreifanna.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 08:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guð forði þessari þjóð frá réttlætiskennd sjálfstæðisflokksins. Enda held ég nú að flestir taki undir þá frómu bæn.

Þegar maður les hugrenningar þessa fólks þá gæti hvarflað að manni hvort ekkert sé manneskjulegt þarna nema útlitið. En margt af þessu fólki er bara þægilegt í viðkynningu. Kannski hef ég bara verið heppinn með eintök.

En lífsskoðanir ykkar eru ekki mannbætandi fyrir umhverfi.

Sættið ykkur við að stríðið ykkar er tapað. Kvótanum verður skilað til fólksins sem honum var rænt frá. 

Árni Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 08:50

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það er með ólíkindum að nú þegar atvinnuvegir sem skapa gjaldeyrir eru okkur svo mikilvægir,þá skuli stjórnin ráðast gegn þeim með öllum sínum áróðri.

Las mjög góða grein á bls.18.í Mogganum í dag eftir Ásu Hrund Guðmundsdóttir þar sem hún lýsir svo ágætlega vinnubrögðum stjórnarinnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.3.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband