Samfylkingarpólitík Þorgerðar Katrínar

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hljóp á sig í síðustu viku þegar hún mætti á stofnfund Benedikts Jóhannessonar og félaga um sjálfstæða Evrópumenn. Þegar fundurinn var haldinn var Capacent að ganga frá könnun þar sem kom fram forsvarsmenn 60 prósent íslenskra fyrirtækja eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið. Síðasta von aðildarsinna um stuðning í samfélaginu var farin.

Dómgreindarleysi varaformanns Sjálfstæðisflokksins er gígantískt. Sjálfstæðisflokkurinn er með þá stefnu að Íslandi sé best borgið utan ESB. Þegar varaformaður flokksins gengur í samtök sem vinna að aðild Íslands að ESB er það stríðsyfirlýsing gegn flokknum og kjósendum hans.

Þorgerði Katrínu er helst þakkað að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og eru það pólitísk mistök sem verða í minnum höfð. 

Þorgerður Katrín er ekki með neitt bakland fyrir samfylkingarpólitík sína. Þegar hún í viðtali við RÚV segir margt brýnna en ESB-innganga er hún að viðurkenna gönuhlaup. Þorgerður Katrín ætti að axla pólitíska ábyrgð og segja af sér þingmennsku og embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir hvert orð Páll.   Það er nóg að þæfast við Samfylkingar ruggluliðið, þó maður þurfi ekki að vera á vaktinni gagnvart samskonar kjánum í eigin flokki.

Held að ég nenni ekki að stiðja flokk sem er með svoleiðis óstöðugleika innanborðs. 

Þannig að flokksforustan verður að ákveða sig í þessu efni. 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.2.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég veit ekki hvað skal segja miðað við orð Hrólfs hér að ofan þá virðist vera nokkuð mikið um svona kjána í Sjálfstæðisflokknum. Voru þessi samtök ekki sett á laggirnar af Sjálfstæðu fólki í Sjálfstæðisflokknum? Ég veit ekki betur. Þetta er fólk sem vill láta á þetta reyna, og sjá hverju er hægt að fá áorkað. Það hlýtur að vera jafn eðlileg skoðun og hver önnur. En ef fólk er kjánar fyrir ða hafa ekki sömu skoðun þá verður bara að hafa það, ætli sama fólk telji þá ekki Hrólf kjána?

Gísli Foster Hjartarson, 17.2.2010 kl. 11:34

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Mikð fékk ég oft að heyra þetta;er ekki allt í lagi að sækja um,sjá hvað við fáum?  Það er ekki hægt að sannfæra mig,jafnvel þótt allt liti vel út í fyrstu,það höfum við fengið að sjá. Evr.sambandið breytir því sem þeim þóknast,,  og breyta eins og þeim þóknast,þegar ríki eru á heljarþröm.  Það höfum við fengið að sjá.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2010 kl. 11:59

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hafðu þínar skoðanir eins og þér best hentar Gísli, þær plaga mig ekki.  Rétt er þó að benda á að samningur við ESB verður aldrei til lífstíðar.  Við hérna í Norðvestur horni Evrópu verðum afgangur.   

Stjórnvöld ESB koma til með að vinna samkvæmt sínum eigin þörfum og engra annarra líkt og Jóanna og Steingrímur.  Samningum verður breitt þegar vald okkar verður orðið að engu til að sporna við.

Það er svo spurningin hvorir eru meiri kjánar, þeir sem vilja ráða sé sjálfir eða þeir sem vilja láta ESB gera það fyrir sig.     

Hrólfur Þ Hraundal, 17.2.2010 kl. 15:04

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sýnir þetta ekki bara að málið er umdeilt og flokkurinn klofinn í afstöðu sinni til þess? Það eru nú ekki nýjar fréttir, er það???

Haraldur Rafn Ingvason, 17.2.2010 kl. 17:17

6 identicon

sammála þessu, hefði í raun ekki átt að fara fram.

tapaði hellings fylgi fyrir flokkinn og er ein stæðsta skömm flokksins í dag.

Það ætti enginn að gleðjast yfir versta ríkisstjórnarsamstarfi lýðveldisins, sem endaði með vægast sagt skelfilegum afleiðingum.

Aldrei aftur þá stjórn!

Halli (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 23:58

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gísli, það er sjálfsögð og eðlilega krafa að varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafi í heiðri stefnu flokksins og framfylgi henni en vinni ekki gegn henni svo ekki sé talað um í stærri málum.

Minna má á að Þorgerður Katrín hefur í þessu tilfelli umboð sitt til varaformennsku frá æðsta valdi Sjálfstæðisflokksins, landsfundinum, og hann ákveður sömuleiðis stefnu flokksins.

Ef hún treystir sér ekki til þess að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum á hún að segja af sér.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 17:04

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Haraldur, allir flokkar eru klofnir í Evrópumálunum, meira að segja Samfylkingin. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins eru þó ljóst að Evrópusambandssinnar eru í algerum minnihluta.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband