(R)SK-miđlar skipta um kennitölu

Stundin og Kjarninn eru viđ ađ sameinast segir RÚV, sem er óformlegt móđurfélag hinna tveggja í RSK-bandalaginu. Helsta frćgđarverk RSK-miđla er ađ eiga ađild ađ byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Ólíkt RÚV eru dótturmiđlarnir ekki á fjárlögum en fá engu ađ síđur styrki úr ríkissjóđi. Vinstrimenn kunna aftur betur ađ eyđa en afla. 

Sigurđur Már Jónsson gerđi ítarlega grein fyrir tilgangi Kjarnans í tímaritsgrein. Miđillinn var stofnađur til ađ samfylkja vinstrimönnum. Peningamenn úr Samfylkingunni, Vilhjálmur Ţorsteinsson og Ágúst Ólafur ţar á međal, en ţeir voru um tíma gjaldkeri og varaformađur flokksins. Vilhjálmur geymdi peningana sína í aflandssjóđum og rak Kjarnann í eigin skrifstofu. Slóttugt ađ koma aflandsfé í löglegan en siđlausan rekstur.

Samfellt tap er á rekstri Kjarnans allt frá stofnun fyrir tćpum áratug. Markmiđiđ var aldrei fjárhagsleg afkoma heldur dagskrárvald í umrćđunni. Tiltrú og traust eru ţar lykilatriđi. Ţórđur Snćr ritstjóri og Arnar Ţór blađamađur eru sakborningar í glćprannsókn lögreglu á byrlun og gagnastuldi. Ekki beinlínis traustvekjandi pappírar, félagarnir.

Í gćr var Ţórđur Snćr mćttur í settiđ hjá móđurfélaginu sem álitsgjafi i Kastljósţćtti. Ţar sat hann eins og skođanalaus kartöflusekkur en játađi í lokin ađ samruni dótturfélaganna vćri í bígerđ. Ţóra Arnórs međsakborningur var hvergi sjáanleg. Hún leikstýrir og skipar til verka í RSK-samstarfinu á bakviđ tjöldin, samkvćmt lögregluskýrslum.

Stundin er vćng á pírata í pólitík og leggur sig eftir woke-umrćđunni, einkum neđanbeltismálum. Stundin er tveim árum yngri en Kjarninn, stofnuđ 2015. Helstu eigendur eru hjónin Ingibjörg Dögg og Jón Trausti. Ţau keyptu sér veglega fasteign á Seltjarnarnesi eftir vel heppnađa hópfjármögnun útgáfunnar. Stundin státar einnig af sakborningi í byrlunar- og gagnastuldsmálinu, Ađalsteini Kjartanssyni, sem er bróđir Ingibjargar Daggar. Fjölmiđlun og fjölskyldubönd hanga saman ţegar almenningi er talin trú um ađ hvítt sé svart. Ţá tekur útgáfan viđ flóttamönnum af Glćpaleiti, hýsir verđlaunagripinn Helga Seljan sem les dómsskjöl á skapandi hátt á milli ţess ađ hann lýsir sig ofsóttasta blađamanninn norđan Alpafjalla.

Eftir áramót verđa birtar ákćrur í byrlunar- og gagnastuldsmálinu. Ţá verđa kennitölur Stundarinnar og Kjarnans endurnýjađar ef ađ líkum lćtur. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi ađ Stundin yfirtaki Kjarnann og nýti skattalegt tap. Vilhjálmur aflandsmađur sér lítinn tilgang ađ púkka undir miđil brennimerktan sakamálarannsókn. Dagskrárvald siđferđislegra mínusvaríanta er ekki upp á marga fiska.

Hér er á ferđinni ţekkt uppskrift vinstrimanna. Ţegar á móti blćs er gamla góssinu fargađ, hvort heldur flokkum eđa fjölmiđlum. Fyrri iđju, blekkingum og skrumskćlingu veruleikans, ásamt glćpum í seinni tíđ, er haldiđ áfram af sama liđinu en undir nýju heiti og oft á annarri kennitölu. 


Bloggfćrslur 20. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband