Helgi Seljan skáldar Samherjaákæru

Enginn Samherjamaður er ákærður í Namibíu og ekkert fyrirtæki útgerðarinnar er ákært fyrir mútur. Helgi Seljan verðlaunablaðamaður hóf skáldskap um Samherja á RÚV og flutti iðjuna yfir á Stndina þegar honum varð óvært á ríkisfjölmiðlinum.

Í frétt á Stundinni skrifar Helgi að höfuðpaurinn í Namibíumálinu, Bernhardt Esau, fyrrum sjávarútvegsráðherra, vísi sök á meðákærða, sem eru átta Namibíumenn, og segir þá ,,hafa mis­not­að sér hann og stöðu hans til að afla Sam­herja kvóta í skipt­um fyr­ir mút­ur." 

Enginn er ákærður fyrir mútur í Namibíumálinu. Orðið mútur kemur ekki fyrir í ákæruliðunum heldur umboðssvik, svindl, peningaþvætti og þjófnaður. Enginn er ákærður fyrir að þiggja mútur og hvergi er sagt að einhver hafi mútað. Ákæruliðirnir eru 28.

Í Namibíumálinu, sem Helgi kallar auðvitað Samherjamálið, er Samherji brotaþoli. Starfsmaður Samherja var blekktur til að borga peninga sem áttu að fara í atvinnuuppbyggingu, fiskeldi. Peningunum var síðan stolið.

Þetta stendur skýrum stöfum í ákæruskjalinu á bls. 58-59. Þar er Mike Nghipunya, forstjóra FISHCOR, gefið að sök stuldur ,,by instructing a Mr. Arnason from Saga Seafood (Pty) them to pay an amount of approximately N$ 9 000 000 to procure fish feed for aquaculture projects and that this be financed through the allocation of a quota under governmental objectives..."

Starfsmaðurinn sem um ræðir, Egill Árnason, var í góðri trú þegar hann greiddi forstjóra opinberrar namibískrar stofnunar fyrir kvóta. Ekki gat Egill vitað að peningunum yrði stolið eftir að hann innti greiðslu af hendi.

Hvað gengur Helga Seljan til með að ljúga upp ákæru í Namibíu um mútugjafir Samherja? Jú, orðspor og æra blaðamannsins er í veði. Þegar rennur upp fyrir fólki að allur málatilbúnaður Helga og félaga á RSK-miðlum er uppspuni og gróusögur er fokið í flest skjól fyrir fréttagörpunum sem umliðin ár hafa stundað skipulega fréttafölsun og veitt sjálfum sér verðlaun fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

HM í fótbolta gaf manni mjög góða innsýn í Afríku og fótbolta.

Ástæðan fyrir því að Mbappe spilar með Frakklandi en ekki Kamerún er að pabbi hanns hafði ekki efni á að múta honum inn í Kamerúnska landsliðið.

Sem gefur manni kannski innsýn í Samherjamálið.

Emil Þór Emilsson, 18.12.2022 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband