Lilja og RÚV: tjáningarfrelsið er aðeins fyrir ríkisfjölmiðla

Lilja menntamálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt þegar fyrirtækið gerði myndbönd til birtingar á samfélagsmiðlum um sína hlið á RÚV-áróðrinum gegn norðlensku útgerðinni.

Fjölmiðlapólitísk vændiskaup teljast siðleg í ranni Samfylkingar. Þingmaður Samfylkingar stillti Lilju upp við vegg eftir herútboð RÚV um helgina.

Menntamálaráðherra hefði mátt standa betur í ístaðinu og varið hornstein mannréttinda sem er tjáningarfrelsið. Myndbönd Samherja á You-Tube eru hóflegt andsvar við raðfréttum RÚV þar sem beint og óbeint er sagt að glæpamenn stjórni Samherja.

RÚV smjattar á orðum Lilju og segir:

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur Samherja ganga of langt í viðbrögðum sínum við fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Mikilvægt sé að fjölmiðlar séu frjálsir og geti fjallað um málefni líðandi stundar.

Með leyfi að spyrja: minnkar frelsi RÚV ef Samherji gerir myndband á You-Tube?

Í meðförum Lilju og RÚV er tjáningarfrelsið aðeins fyrir ríkisrekna fjölmiðla. 


mbl.is Lilja segir Samherja ganga of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki hélt ég að hún væri svona vitlaus.

Ragnhildur Kolka, 26.4.2021 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband