Sátt um sóttvarnir - en pólitísk undiralda

Í heildina er breið sátt um sóttvarnir gegn Kínaveirunni hér á landi. Farsóttin var í upphafi óútreiknanleg og lítið vitað um bestu viðbrögð annars vegar og hins vegar langtímaáhrif. Eðlilega var ekki allt fullkomið í opinberum aðgerðum. Hvorki hér á landi og enn síður erlendis.

Á hinn bóginn er rétt að halda til haga að Íslendingar urðu fyrir langtum minni röskun á daglegu líf en þorri annarra þjóða. Allar líkur eru á að stórfelldar smitbylgjur heyri sögunni til.

Takist okkur að ganga hægt um gleðinnar dyr þegar hillir undir veirulok lítur út fyrir að með hækkandi sól falli flest í fyrra horf. Helsti vandinn er að finna ásættanlega úrlausn á ferðamönnum, íslenskum sem erlendum.

Ísland verður ekki veirufrítt. Það er einfaldlega ekki raunhæft markmið. En það ætti að liggja innan marka hins mögulega að grípa til staðbundinna aðgerða þegar smit stingur sér niður og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Farsóttin er stórmál. Varnir gegn henni, hvort gengið hafi verið nógu langt eða of skammt, eru eðlilega pólitískt álitamál. Þingkosningar eru í haust og þeim fylgir pólitísk undiralda. Þegar pólitísk öfl freista þess að gera hávaða um það sem sátt er um í samfélaginu er ekki víst að þeim verði kápan úr klæðinu.


mbl.is Rúmlega 62% vilja fólk í sóttvarnahótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Hver eru rökin fyrir þessum frasa þínum að Ísland verði ekki veirufrítt??

Þú getur ekki verið að vísa að lönd geti ekki verið veirufrí því það eru til lönd sem eru veirufrí.

Ertu þá að vísa í að þú hafir upplýsingar um, sem við hin höfum ekki, að það sé ekki pólitískur vilji innan stjórnkerfisins að tryggja landamærin??

Eða er þetta bara mat þitt á að svo verði aldrei, hagsmunirnir sem berjast gegn öruggum landamærum séu það öflugir að þeir leyfi ekki slíkt??

Eða er þetta bara frasi sem þér finnst sniðugur??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 15:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Pólitískum álitamálum fylgja alltaf hávaði,hve einfalt er að sleppa argaþrasi og nýta bara kosningaseðilinn; Um Þó nokkur framboð er þegar að velja.

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2021 kl. 15:02

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti höfundur, hvað er "Kínaveira" ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.4.2021 kl. 17:07

4 Smámynd: Loncexter

Ef veira er talin frá kína er ekkert því til fyrirstöðu að kalla hana kínaveiru. Ef íslendingur fer til kína með einkennilega veiru í líkamanum og smitar svo alla kínverja verður hún líklega nefnd íslendingaveiran. En ef íslendingar væru 800 milljóna þjóð með mikið af vopnum og völdum, væru margir ragir við að halda því nafni á lofti.

Loncexter, 20.4.2021 kl. 17:40

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég þakka tröllinu "Loncexter" fyrir sína skýring, þá sína tröllasögu.

Ég, ásamt mörgum, tek lítið mark á aðilum sem kjósa að ranta um á netinu án þess að koma fram undir nafni.

Færð 2 fyrir tilraun.

Höfundur, hvað er "Kínaveira" ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.4.2021 kl. 18:12

6 Smámynd: Loncexter

Hvernig væri að þeir sem stjórna raunverulega íslandi kæmu fram undir nafni ?

Í hvaða tröllaheimi lifa þeir eiginlega ?

Loncexter, 20.4.2021 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband