Afléttingar í útlöndum, óþarfar á Íslandi

Í útlöndum er talað um afléttingaráætlanir þegar dregið er úr eða fellt úr gildi víðtækt bann á samkomuhald, ferðafrelsi og allsherjarsóttkví með útgöngubanni.

Slíkar áætlanir í útlöndum eru til marks um víðtækt inngrip yfirvalda í þjóðríkjum og landssvæðum, stórfelld mannréttindabrot myndu íslenskir gúlag-lögmenn kalla þetta.

Á Íslandi er annar háttur hafður á. Við höfum búið við minni röskun á daglegu lífi okkar og sætt mildari úrræðum en tíðkast víðast hvar erlendis.

Tal um ,,afléttingaráætlun" á Íslandi er út í bláinn. Eigum við kannski að búa til ,,afléttingaráætlun" fyrir sundstaði og líkamsræktarstöðvar?


mbl.is 20 manna fjöldatakmörkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sumir hafa bersýnilega verið í öðrum heimi síðasta árið.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.4.2021 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband