Blaðamaður krefst þöggunar

Þórður Snær ritstjóri Kjarnans er gerður afturreka með kæru á hendur Sigurði Má Jónssyni blaðamanni sem leyfði sér að gagnrýna Kjarnann.

Áhugaverðar upplýsingar komu fram í greiningu Sigurðar Más, t.d. um taprekstur Kjarnans.

Það er í þágu blaðamennsku að tjáningarfrelsið sé túlkað vítt. Almenna reglan í dómsmálum er að gildisdómar skuli refsilausir en sé hoggið að æru fólks með staðhæfingum um refsiverða háttsemi er iðulega dæmt kæranda í vil. Engu slíku var til að dreifa í grein Sigurðar Más.

Sigurður Már nýtti stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að gagnrýna Kjarnann. Þórður Snær kærir til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands, í raun til að fá gildisdóm um gildisdóm þar sem þrengt yrði að svigrúmi blaðamanna að ræða málefni sem þeir eiga að hafa sérþekkingu á, þ.e. blaðamennsku.

Þórður Snær sýnir sig lélegan fagmann með þessari kæru.

 


mbl.is Persónulegar skoðanir — ekki fréttaskýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WOW, doktor Skúli plús 17 aðrir flugdoktorar

,,Sum ykk­ar hugsa ef­laust að þetta hafi verið stór­kost­leg­asta klúður allra tíma. Já. En lík­lega einnig dýr­asta doktors­nám í flugrekstr­ar­fræðum sem til er, hjá um 15 ein­stak­ling­um. Að kasta því á glæ væri mik­il synd því slík þekk­ing er ekki svo auðfund­in."

Ofanritað er haft eftir Skúla Mogensen sem reis og féll með WOW. Ef satt er hlýtur markaðurinn að fénýta doktor Skúla og félaga og fjármagna WOW 2.0

En, vel að merkja, Skúli er fyrst og síðast markaðsmaður og flinkastur að selja sjálfan sig.


mbl.is Skúli skaut fast á Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn er fasisti, annar aumingi; uppnefni sem orðræða

Borgarstjóri Lundúna kallar forseta Bandaríkjanna fasista sem svarar fyrir sig og segir borgarstjórann aumingja. Hvorutveggja verður stórfrétt í heimsfjölmiðlum.

Tvær nærtækar ástæður eru fyrir því að siðleg orðræða víkur fyrir uppnefnum. Ráðandi miðlun frétta og skoðana, þ.e. samfélagsmiðlar, hygla orðfáum skilaboðum á kostnað ítarlegri umfjöllunar. Seinni ástæðan, sennilega veigameiri, er siðhvörf. Það sem einu sinni þótti ósiðlegt, t.d. uppnefni, þykir gott og gilt.

Hvort siðhvörfin nái aðeins til yfirborðsins, orðræðunnar, eða eru til marks um dýpri hræringar í mannfélaginu er aftur opin spurning.

 


mbl.is Trump hellir sér yfir Khan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband