Blaðamaður krefst þöggunar

Þórður Snær ritstjóri Kjarnans er gerður afturreka með kæru á hendur Sigurði Má Jónssyni blaðamanni sem leyfði sér að gagnrýna Kjarnann.

Áhugaverðar upplýsingar komu fram í greiningu Sigurðar Más, t.d. um taprekstur Kjarnans.

Það er í þágu blaðamennsku að tjáningarfrelsið sé túlkað vítt. Almenna reglan í dómsmálum er að gildisdómar skuli refsilausir en sé hoggið að æru fólks með staðhæfingum um refsiverða háttsemi er iðulega dæmt kæranda í vil. Engu slíku var til að dreifa í grein Sigurðar Más.

Sigurður Már nýtti stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að gagnrýna Kjarnann. Þórður Snær kærir til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands, í raun til að fá gildisdóm um gildisdóm þar sem þrengt yrði að svigrúmi blaðamanna að ræða málefni sem þeir eiga að hafa sérþekkingu á, þ.e. blaðamennsku.

Þórður Snær sýnir sig lélegan fagmann með þessari kæru.

 


mbl.is Persónulegar skoðanir — ekki fréttaskýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband