Einn er fasisti, annar aumingi; uppnefni sem orðræða

Borgarstjóri Lundúna kallar forseta Bandaríkjanna fasista sem svarar fyrir sig og segir borgarstjórann aumingja. Hvorutveggja verður stórfrétt í heimsfjölmiðlum.

Tvær nærtækar ástæður eru fyrir því að siðleg orðræða víkur fyrir uppnefnum. Ráðandi miðlun frétta og skoðana, þ.e. samfélagsmiðlar, hygla orðfáum skilaboðum á kostnað ítarlegri umfjöllunar. Seinni ástæðan, sennilega veigameiri, er siðhvörf. Það sem einu sinni þótti ósiðlegt, t.d. uppnefni, þykir gott og gilt.

Hvort siðhvörfin nái aðeins til yfirborðsins, orðræðunnar, eða eru til marks um dýpri hræringar í mannfélaginu er aftur opin spurning.

 


mbl.is Trump hellir sér yfir Khan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Khan er að kasta grjóti úr glerhúsi þegar hann kallar mann fasista sem er EKKI fasisti. Því að áður en  hann varð borgarstjóri serhæfði hann sig í að verja islamska hryðjuverkamenn í rettarsölum.

Svo að hann, líkt og Corbyn eru góðir vinir islamskra glæpamanna.

Hitt er rétt hjá Trump að Khan er ömurlegasti borgarstjóri í sögu London. Glæpir aukast sifellt, en það eina sem hann hefur áhyggjur af er gagnrýni á samskiptamiðlum.

Það er annað uppnefni sem hefur festst við Kan en ég ætla ekki að skrifa það hér.

Aztec, 3.6.2019 kl. 14:24

2 Smámynd: Aztec

Aztec, 3.6.2019 kl. 21:41

3 Smámynd: Aztec

Úps, þessi mynd var víst einum of stór.

Aztec, 3.6.2019 kl. 21:42

4 Smámynd: Aztec

Hér er hlekkur á myndskeið þar sem er viðtal vil þingkonu Verkamannflokksins, sem staðið hefur fyrir mótmælum gegn Trump. Eins og þetta vinstralið er þekkt fyrir, þá blaðrar hún út og suður megnustu þvælu og ósannindi um Trump og leyfir ekki þáttastjórnandanum að koma með leiðréttingar.

https://www.facebook.com/watch/?v=253639108844389

Svona ósannindi og afneitun á staðreyndum eins og skuggaráðuneyti Corbyns kemur með gegn Trump er líka vel þekkt meðal greindarskertra þingmanna íslenzku vinstriflokkanna og skósveina þeirra, svo sem vinstrisýktra samtaka eins og No Borders og Íslandsdeild Amnesty.

Aztec, 5.6.2019 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband