Trump hefur ekki stríðslyst - en hverjir þá?

Trump gagnrýndi Írak-stríðið sem Bandaríkin hófu 2003. Trump lofaði kjósendum að efna ekki til tilgangslausra stríða. Trump fór ekki í stríð við sósíalista í Venesúela og heldur ekki við múslímaklerka í Íran.

Trump hefur ekki stríðslyst. En hvers vegna liggur nærri stríði í Venesúela og Íran? Jú, tveir öflugir hópar í Bandaríkjunum eru herskáir og vilja láta vopnin tala í tíma og ótíma.

Í fyrsta lagi kaldastríðshaukar og í öðru lagi frjálslyndir vinstrimenn haldnir alþjóðahyggju. Fyrri hópurinn lítur á heiminn svart hvítan, við og þeir, alveg eins og í kalda stríðinu. Seinni hópurinn vill gera heiminn vestrænan með ofbeldi þegar annað þrýtur.

Í Úkraínu sameinuðust þessir hópar, hvattir af Evrópusambandinu, og bjuggu til borgarastyrjöld sem lítið fer fyrir í fréttum en er óleyst. Írak, Sýrland og Líbýa voru einnig sameiginleg verkefni þessara hópa. Öll verkefnin enduðu í tilgangslausum blóðsúthellingum.

En Trump, sem sagt, er maður friðarins. Svo ótrúlega sem það kann að hljóma. 


mbl.is Hætti við 10 mínútum fyrir árásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex sem efuðust - hvað óttast þingmennirnir?

Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins efuðust um skynsemi þess að Ísland innleiddi 3. orkupakka ESB, samkvæmt meðfylgjandi frétt mbl.is frá desember í fyrra. 

Umræðan um orkupakkann hefur m.a. leitt í ljós að vald yfir raforkumálum færist til Brussel, að ESB gerir kröfu um að engar ,,orkueyjar" verði leyfðar, sem þýðir sæstrengur, að ESB gerir ráð fyrir að leggja á orkuskatt, til að styrkja orkubúskap sambandsins.

Ofantaldar staðreyndir, og margar fleiri sem mæla gegn orkupakkanum, hafa verið til umræðu í allan vetur. Styrkjast efasemdir þingmannaanna sex? Nei, Páll, Njáll, Bjarni og Óli Björn segja fátt en það sem þeir segja er til stuðnings samþykkt orkupakkans.

Hvað óttast þingmennirnir?  


mbl.is Þingmenn efast um orkupakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband