Tvær Katrínur spila á ótta vegna Brexit og Trump

Katrín forsætis og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar eru báðar slegnar ótta vegna gerbreyttrar stöðu alþjóðamála í kjölfar Brexit og Trump-sigurs, hvorutveggja fyrir þrem árum.

Endurmat á stöðu alþjóðakerfa sem byggðust upp eftir seinna stríð stendur yfir. Enginn veit hver niðurstaða endurmatsins verður.

Óskynsamlegt er að mála sig út í horn og ríghalda í fallandi alþjóðahyggju. Nær væri að meta rausætt stöðu mála út frá íslenskum hagsmunum. Og umfram allt að sýna varkárni og tefla ekki fullveldi okkar í tvísýnu með því að framselja það til útlanda.


mbl.is Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Er ekki bara málið að loka inni landsöluviðundrin á meðan verið er að koma hlutunum hér í lag.

Fólk hefur verið látið taka pokann sinn af minna tilefni.

Það mætti líkja þessu atferli við það að eg ráði skipshöfn á skipið mitt til að veiða fisk,og þegar þeir kæmu næst í land væru þeir búnir að selja skipið.

Auðvitað ræki eg alla skipshöfnina í land.

Kv Óskar

Óskar Kristinsson, 20.5.2019 kl. 19:12

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alls ekki svo galin samlíking hjá Óskari.  Áhöfnin ráðin fyrir "einn túr" og svo selur hún undan sér skipið við fyrsta tækifæri...

Kolbrún Hilmars, 20.5.2019 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband