Einelti og dýrahald í ráðhúsinu

Héraðsdómur ógilti áminningar embættismanns í ráðhúsi Reykjavíkur með þessum orðum:

Um þá skil­yrðis­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virðist ætla af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyr­ir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðniskyldu hins eru und­ir­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yf­ir­manna sinna.

Borgarritari segir núna á RÚV að dómurinn snúist ,,ekki um einelti".

Hmm. Snýst dómurinn þá um dýrahald í ráðhúsinu?


mbl.is Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mer finnst það óviðeigandi af domurum að nota svona litskrúðugt líkingamál í dómsniðurstöðu. Sneiðin er ansi torræð og ýkt og sæmir ekki domsvaldi. hægt hefði verið að orða þetta á skilmerkilegri og fágaðri máta auk þess sem þessi athugasemd á sér enga stoð í lögum hvorki sem tilvísun í þau né sem lagaleg niðurstaða. Fádæma fáráðlingsháttur sem þessi er ekki til þess gerður að auka virðingu dómstóla og ætti að nægja til áfríunnar eða endurupptöku. Skandall segi ég en í anda móðursjúkrar stjórnsýslu undanfarið þar sem tilfinningar og heilög hneikslan og barnaskapur trompar og tefur almenna stjornsýsluvinnu. 

Endilega fleiri konur í stjórnunarstörf. Þá ýrði þetta alvöru sirkus. Það verður allt vitlaust í hysteríu þar sem þær gegna ábyrgðarstörfum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2018 kl. 02:57

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Ósammála þér Jón Steinar, mér finnst dómurinn skýr og þetta líkingamál eiga vel við.

Steinarr Kr. , 17.8.2018 kl. 08:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli það sé ekki bundið því hvar menn standa pólitískt, hvað mönnum þykir rétt og tilhlýðilegt. Akynja það á þér Steinarr.

Fullyrðing í dómsorðum um að menn séu ekki dýr og að vinnustaður séu ekki hringleikahus, er nátturlega stórkostleg uppgötvun dómarans sem allir aðrir vita þó fyrir. Þessi staðreynd kemur hinsvegar dómnum ekkert við en er ætlað að draga úr gildi niðurstöðunnar ef eitthvað er, eins og dómarinn sé að biðjast afsökunnar á óumflýanlegri niðurstöðu.

Ef litið er til líkingamáls, má rétt eins fullyrða að undirmenn séu í eðli sínu dýr í hringleikahúsi. Þeir eiga að gegna, sitja og standa að skipun yfirmanna. Gera það sem þeim er sagt. Ef ekki þá væri vinnustaðurinn í algerri upplausn, sem kannski skýrir barnaskap agaleysi og dónaskap í umræddri stofnun.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2018 kl. 12:16

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Eftir á að hyggja hefði dómarinn átt að kalla þetta einelti.  Þá stæðum við ekki frammi fyrir þessari orðaleikfimi og ráðhússtjórarnir hefðu enga afsökun fyrir að eyða tíma og skattpeningum í að hvítþvo sig eftirá.

Steinarr Kr. , 17.8.2018 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband