Trójuhesturinn, fullveldið og Sjálfstæðisflokkurinn

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli í vor á þeirri staðreynd að Evrópusambandið reynir jafnt og þétt að útvíkka EES-samninginn og græfi þar með undan fullveldi okkar.

Evrópusambandið reynir núna að fá íhlutunarrétt í virkjanamál Íslendinga, með svokölluðum orkupakka ESB. Valdhafarnir í Brussel segjast aðeins ætla að grípa inn í fullveldisrétt okkar ef ágreiningur rís um ráðstöfun orkunnar. Í reynd getur ESB búið til ágreining hvenær sem vill og í framhaldi bæði ákært og dæmt um íslensk málefni.

EES-samningurinn var upphaflega gerður fyrir þau ríki sem voru á leið inn í Evrópusambandið. Þótt fyrir liggi að hvorki Ísland né Noregur, sem eru meginaðilar samningsins á móti ESB, eru á leið inn í sambandið er ekkert gert til að breyta samningnum til samræmis. Þvert á móti er stöðugt reynt að færa valdheimildir frá Íslandi og Noregi til ESB.

Embættismenn í Brussel nota EES-samningin í reynd til að hola að innan fullveldi Íslands. EES-samningurinn er Trójuhestur Brusselvaldsins innan borgarmúra Íslands.

Forysta Sjálfstæðisflokksins flýtur að feigðarósi með fullveldið á meðan EES-samningurinn fær að bólgna út og yfirtaka stöðugt fleiri innanríkismál Íslands. 

Tillaga Styrmis Gunnarssonar um félag fullveldissinna innan Sjálfstæðisflokksins segir sína sögu. Það þarf að spyrna við fótum.


mbl.is Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir allt sem hér er sagt.

Ragnhildur Kolka, 16.8.2018 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband