Boris fær stuðning í búrkustríðinu

Fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hratt úr vör umræðu um klæðaburð múslímakvenna og fékk ágjöf til að byrja með fyrir að hæðast að trúarmenningu íslam.

En svo gerðist það að bæði múslímakonur tóku undir orð Borisar og kirkjunnar þjónar tóku undir málflutninginn. Í stað þess að fordæma ráðherrann fyrrverandi og mögulegan leiðtoga Íhaldsflokksins ætti að ganga skrefinu lengra og banna búrkur, var viðkvæðið. 

Búrkur eru í senn trúartákn og um leið tákn kvennakúgunar íslam. Frjálslynd vesturlönd hafa hingað til umborið búrkur, nema Danir sem bönnuðu þær, en þar kann að verða breyting á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband