Samfélagsmiðlar: vettvangur eða útgefendur?

Samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter ritstýra í vaxandi mæli efni sem birtist á vettvangi þeirra. Til skamms tíma sögðust samfélagsmiðlar ekki vera útgefendur heldur vettvangur fyrir hugmyndir og frjálsa orðræðu.

Efni sem einum hugnast er öðrum ógeðfellt, eins og gengur. Ritstýring samfélagsmiðla á orðræðu sem þar er að finna þýðir að samfélagsmiðlar ákveða sjálfir hvað er við hæfi og hvað ekki. Þetta hafa dagblöð, tímarit og aðrir fjölmiðlar gert í áratugi.

En með því að taka upp ritstýringu eru samfélagsmiðlar ekki lengur vettvangur heldur  útgefendur. Og eins og aðrir fjölmiðlar bera þeir ritstjórnarlega ábyrgð á innihaldinu. Um útgefendur gildir strangari löggjöf en opinn vettvang. Faglegar og siðferðilegar kröfur eru einnig beinskeyttari.

Samfélagsmiðlar geta ekki bæði sleppt og haldið, þóst vera opinn vettvangur en samt ritstýra innihaldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband