Sterkir leiðtogar, lýðræði og fjölmenningaralræði

Lýðræði er á fallandi fæti, samkvæmt álitsgjöfum austan hafs og vestan. Trump og Pútín eru dæmi um það, sem og Erdogan í Tyrklandi og Orban í Ungverjalandi. Ekki er allt upp talið.

William Hague, fyrrum formaður Íhaldsflokksins breska, er einn af mörgum sem vara við vexti og viðgangi sterkra leiðtoga. Þeir taka frá okkur frelsið, segir Hague.

Hague skrifar í Telegraph, sem er hófsöm hægriútgáfa í Bretalandi. Mest lesna greinin í Telegraph á talandi stundu er eftir dálkahöfundinn Zoe Strimpel. Fyrirsögnin, í lauslegri þýðingu, er ,,Það er engin vafi, við búum við fjölmenningaralræði". Þar er sagt frá kvenkyns háskólakennara sem neitar að kenna við háskóladeild í Cambridge sökum þess að dyraverðir ávarpa hana sem konu - madam - en ekki ,,doktor" eins og konan krefst. Þetta kallar kennarinn rasisma og yfirgang.

Það er samhengi á milli þess að á vesturlöndum hallast kjósendur æ meir að sterkum leiðtogum og hinu að fjölmenningaralræðið tekur út yfir allan þjófabálk.

Vænisýkin stafar einkum frá frjálslyndum og vinstrimönnum sem sjá órétti í hverju horni og eru í akkorði að finna tilefni til að móðgast. Alræði fjölmenningar kæfir bæði vitsmunaumræðu og í auknum mæli samskipti fólks. Hvað er þá betra en að senda eins og einn Trump til æðstu valda og láta þá vænisjúku vita hvar Davíð keypti ölið?


Evrópuherinn, taka tvö

Viljayfirlýsing níu Evrópuríkja verður undirrituð í dag um stofnun Evrópuhers. Frá árinu 2007 er rekinn vísir að Evrópuher af Evrópusambandinu. Nýja frumkvæðið að Evrópuher verður með aðild Bretlands, sem er á leið úr Evrópusambandinu.

Samkvæmt Guardian standa níu þjóðríki að viljayfirlýsingunni, Frakkland, Þýskaland, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Eistland, Spánn og Portúgal.

Nató er sameiginlegt hernaðarbandalag Evrópuríkja og Bandaríkjanna, auk Kanada. Evrópuherinn mun standa utan Nató og stofnana Evrópusambandsins.

Ákefð Evrópuríkja að vígvæðast og stofna til hernaðarsamvinnu þvers og kruss var undanfari fyrri heimsstyrjaldar fyrir rúmum hundrað árum.  


Bandaríkin gefast upp á Sýrlandi

Uppreisnarmenn í Suðvestur-Sýrlandi fá þau skilaboð frá Bandaríkjunum að ekki sé aðstoðar að vænta vegna yfirvofandi árásar stjórnarhersins, skrifar Guardian. 

Borgarastríðið í Sýrlandi er átta ára og hefur kostað um hálfa milljón mannslífa. Vesturveldin, Bandaríkin sérstaklega, studdu aðskiljanlega uppreisnarhópa hvers markmið var að fella ríkisstjórn Assad. Rússar styðja Assad og það sneri stríðsgæfunni honum í vil.

Vesturveldin með Bandaríkin í fararbroddi steyptu Hussein í Írak 2003 og Gaddafi í Líbíu 2011. Til stóð að Assad fær sömu leið. Markmiðið var að setja á fót lýðræðisríki miðausturlöndum. Það fór á annan veg. Afskipti vesturveldanna, innrás í tilfelli Íraks, leystu úr læðingi hjaðningavíg sem ekki sér fyrir endann á.

Uppgjöf Bandaríkjanna í Sýrlandi eru þáttaskil.  


Bloggfærslur 25. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband