Metnaður, málefni og flokkar

Málefnalegur ágreiningur innan stjórnmálaflokka er viðurkenndur, það er hluti af lýðræðinu. Þess vegna reynir fólk yfirleitt að klæða persónulegan metnað í málefnalegan fatnað. Nakinn metnaður er ekkert sérstaklega geðþekkur.

Í Eyjum tókst uppreisnarliðinu í Sjálfstæðisflokknum ekkert sérstaklega vel upp að gera ágreining sinn málefnalegan.

Fyrir utanaðkomandi sýnist nakinn metaður stjórna ferðinni. Traustur meirihluti er fallinn og fórnarlömbum fjölgar fremur en hitt.

 


mbl.is „Reynt að finna sök hjá öðrum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar hafna hjálendustöðu Íslands

Ísland er hjálenda Evrópusambandsins, ásamt Noregi og Liechtenstein, í gegnum EES-samninginn. Bretar hafna aðild að EES eftir úrsögn úr ESB, Brexit.

Ákvörðun Breta felur í sér dauðadóm yfir EES-samningnum. Um leið og Bretland er komið með samning við ESB, eða sleppir því alfarið, verður öllum morgunljóst að EES er valdaframsal sem stenst enga skoðun.

Í dag er EES-samningurinn í öndunarvél embættismanna í Reykjavík og Osló. Tímabært er að pólitísk yfirvöld kippi öndunarvélinni úr sambandi. EES-samningurinn á heima á sama stað og Gamli sáttmáli - á ruslahaugi sögunnar.


mbl.is Breskir þingmenn hafna EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband