Spáđ verđbólgusamningum

Atvinnulífiđ gerir ráđ fyrir verđbólgusamningum nćsta vetur. Verkalýđshreyfingin er herská og krefst meiri launahćkkana en innistćđa er fyrir.

Í stađ ţess ađ gefa eftir ćttu stjórnvöld og atvinnurekendur ađ ţreyja ţorrann og góuna í verkföllum fremur en ađ skrifa upp á verđbólgu.

Allir tapa á verđbólgusamningum.


mbl.is Vćntingar ekki minni í áratug
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evrópa, flóttamenn og nýlendustefna

Frakkar og Ítalir eru komnir í hár saman vegna flóttamanna. Austur-Evrópa neitar ađ taka viđ ţeim. Ađalhöfundur flóttamannastefnunnar, Angela Merkel kanslari Ţýskalands, er kominn í minnihluta á heimavígstöđvunum.

Kjósendur í Evrópu snúa unnvörpum bakinu viđ opingáttarstefnu gagnvart flóttamönnum frá Norđur-Afríku og miđausturlöndum. En samt halda ţeir áfram ađ koma í leit ađ betri lífskjörum.

Flóttamenn verđa ekki stöđvađir á Miđjarđarhafi, ţađ er fullreynt. Ítalir hafa reynt ađ gera samninga viđ uppreisnarhópa í Líbíu um ađ takmarka strauminn og orđiđ nokkuđ ágengt.

Fyrr heldur en seinna horfast Evrópuríki í augun viđ ţann veruleika ađ án skipulagđra inngripa í samfélög í norđurhluta Afríku og í miđausturlöndum verđur flóttamannastraumurinn ekki stöđvađur.

Innrás í anda 19. aldar nýlendustefnu, sbr. Íraks-tilraun Bandaríkjanna 2003, er útilokuđ. Reynslan sýnir ađ síđnýlendustefna leysir ekki vandann heldur eykur hann. 

Fjölhliđa samvinna á sviđi stjórnmála, öryggishagsmuna og efnahagsmála milli Evrópuríkja og nágranna ţeirra í suđri og suđaustri er eina raunhćfa lausnin.

En til ađ koma á slíkri samvinnu ţarf ađ vera vísir ađ pólitískum stöđugleika i heimalöndum flóttafólksins. Og ţar skortir nokkuđ á. Tveir kostir eru í stöđunni. Ađ Evrópuríki bíđi ţolinmóđ eftir ţví ađ Eyjólfur hressist. Ţađ gćti tekiđ áratugi. Í öđru lagi ađ taka upp hernađarsamvinnu viđ skástu ofbeldisseggina til ađ koma á friđi međ valdi.

Engin samstađa er í Evrópu um hvernig skuli taka á vandanum vegna flóttamanna. Skýrir kostir taka ekki á sig mynd fyrr en vandamáliđ verđur yfirţyrmandi. Ekki er enn komiđ ađ ţeim tímapunkti.   


mbl.is Ítölsk stjórnvöld saka Frakka um hrćsni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 13. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband