Farðu að föndra, Þorsteinn

Stjórnlynt fólk vill að alþingi samþykki lög til að skipta sér sem mest af lífi okkar. Stjórnlyndir eru haldnir þeim misskilningi að fleiri lög bæti samfélagið.

Lagafjöldi segir ekkert um velferð þjóðríkja. Þess vegna er fjöldi laga ekki mælikvarði í alþjóðlegum samanburði ríkja heldur þættir eins og lífslíkur, hagvöxtur, menntun, tekjudreifing og fleiri slíkir. Engum dettur í hug að telja lög í því samhengi.

Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar er stjórnlyndur. Hann líkir málafæð á þingi við hráefnisskort í fiskvinnslu. En alþingi er ekki fiskvinnsla. Oft líkist málstofa þjóðarinnar leikskóla. Þegar fátt er á dagskrá þar má alltaf föndra. Þorsteinn gerði betur að finna sér eitthvað til föndurs fremur en að framleiða lög í akkorði.


mbl.is Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mér sýnist þú nú framleiða bloggfærslur í akkorði þegar þér færi betur að föndra.

Alþingismenn voru kjörnir til að semja lög og fjalla um lagafrumvörp en ekki til að föndra.

Hvert klúðrið rekur annað í lagsetningu Alþingis og ekki nema von þegar þingið fjallar lítið um mörg frumvarpanna vegna þess að þau eru keyrð í gegn á skömmum tíma á síðustu dögum þingsins ár hvert.

Þorsteinn Briem, 21.2.2018 kl. 18:06

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Malafatæktin hlytur þo að gleðja pirata sem orka varla að fara framur a morgnana.

Ragnhildur Kolka, 21.2.2018 kl. 19:05

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þing-maður líttu þér nær! Það er ekki magnið heldur gæðin sem skapa verðmætin,fóru þessi 30 mál SVB ekki í gúanó.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2018 kl. 00:22

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heyr heyr Helga. Gæðin skipta öllu.

Ragnhildur Kolka, 22.2.2018 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband