Miðflokkurinn: valkostur 3 kjósendahópa

Miðflokkurinn er þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins, skv. könnun. Sóknarfæri flokksins eru betri en allra annarra stjórnmálaflokka í viðkvæmri pólitískri stöðu þar sem fylgið fer auðveldlega á hreyfingu.

Miðflokkurinn sækir á mið Framsóknarflokksins, eins og gefur að skilja. Sigmundur Davíð sýndi það í kosningunum 2013 að hann er í kallfæri við kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Undir formennsku Sigmundar Davíðs varð Framsókn jafnstór Sjálfstæðisflokknum. Þriðji kjósendahópurinn eru þjóðhyggjuvinstrimenn, sem löngum áttu heimili í Vinstri grænum.

Miðflokkurinn er vaxandi stjórnmálafl.

 


mbl.is 38% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

ÞAÐ AÐ LANDRÁÐAFYLKINGIN SKULI MÆLAST MEÐ 16,6% ER MEÐ ÖLLU ÓSKILJANLEGT..

Jóhann Elíasson, 13.11.2018 kl. 14:38

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Alltaf jafn málefnalegur og rökfastur Jóhann. 

Það mun ekki líða á löngu þar til jafnaðarmenn mælist stærstir í könnunum. Sjálfstæðisflokkurinn er á fallanda fæti.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.11.2018 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband