Oflækningar eru menningarsjúkdómur

Lyf drepa fólk, ef rangt er með þau farið. Lyf eru breiðvirkt svar við ríkjandi menningarsjúkdómi sem mælir fyrir um líf án sársauka eða þjáninga.

Lyf eiga ekki aðeins að koma í veg fyrir sársauka heldur bæta andlega líðan okkar, jafn fáránlega og það hljómar.

Oflækningar leiða til þess að fólk lítur til lækna og lyfja sem ábyrgðaraðila fyrir eigin heilsu. Fólk í hrönnum framselur óviðkomandi ábyrgð á eigin lífi.

Nú hefur menningarsjúkdómnum oflækningum verið sagt stríð á hendur. Þá þarf að finna óvin til að berjast við. Óvinurinn þarf helst að vera af holdi og blóði enda erfitt að hatast út í sjúkdóm. Sackler-fjölskyldan býður bæði upp á nafn og auðæfi til að hatast út í.

 


mbl.is Hagnast á kvölum annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er stæk áróðurslykt af þessari grein og einfeldnislegt að kenna þessum framleiðendum einum um. Þetta er margþættur vandi sem má skrifa að stórum hluta á vanrækslu stjórnmálamanna í D.C. á hagsmunum “gleymda” fólksins. Fólksins sem að endingu sá sig knúið til að kjósa Trump því það eygði engan annan möguleika. Fátækt, atvinnuleysi eiga stóran þátt, en einmanaleiki líka. Samkvæmt tölum CDC eru einhleypir og fráskildir um 70% sjálfsvíga og má að stórum hluta rekja þau til oneyslu fíknien

Ragnhildur Kolka, 21.1.2018 kl. 18:39

2 Smámynd: Starbuck

Páll og Ragnhildur - þarna er um að ræða forherta glæpamenn:

http://www.nytimes.com/2007/05/10/business/11drug-web.html 

Páll - það er fáránlegt að kenna almenningi um oflækningar.  Þær eru fyrst og fremst læknum og lyfjafyrirtækjum að kenna.

Það er bara staðreynd að það er í gangi eiturlyfjafaraldur í boði lyfjafyrirtækja sem hugsa ekki um neitt annað en að hagnast sem mest.

Starbuck, 22.1.2018 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband