Færsluflokkur: Dægurmál

Krónan leggur heimsveldi að velli

McDonalds's er tákngervingur bandarískrar heimsvaldastefnu. Eins og Wal Mart eyðileggur samfélagsverslun í Bandaríkjunum hefur hamborgarakeðjan verið ógnvaldur matarmenningar um víða veröld.

Íslenska krónan gróf MacDonald's gröf sem risinn rís ekki upp úr á næstunni. Krónan er þjóðargersemi með óviðjafnanlega hæfileika.


mbl.is McDonald's hættir - Metro tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðslaus samtök taka yfir stefnulausa stjórn

Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins voru bæði andsetin útrásinni og hvorug samtökin eru með umboð til að stjórna landinu. En í skjóli stefnulausrar ríkisstjórnar geta hrunsamtökin gert sig gildandi og lagt línurnar um hagstjórnina.

Algjörlega ótækt er að umboðslaus sérhyggjusamtök fái það vald sem ríkisstjórnin hefur falið ASÍ og SA.

Ríkisstjórnin hreyfir sig varla en þegar hún sýnir lífsmark virðist tilgangurinn vera að hygla græðgisliðinu, samanber frumvarp um greiðsluaðlögun sem fór hraðferð í gegnum þingið og tillögur sem á síðustu stundu voru dregnar tilbaka um ívilnun til kúlulánaliðsins.

Ríkisstjórn Jóhönnu er ekki á vetur setjandi.


mbl.is „Þetta mjakast áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunur um glæp á Alþingi

Grunur vaknar um glæp á Alþingi þegar frumvarp fær hraðferð að lögum. Nýsamþykkt lög um greiðsluaðlögun fóru á ljóshraða í gegnum þingið. Þór Saari vekur máls á lögunum og segir þau óskapnað.

Samhliða lögunum sem samþykkt voru átti að breyta skattalögum til að kúlulánaliðið þyrfti ekki að greiða skatt af niðurfelldum lánum. Breytingin var dregin tilbaka.

Hrunverja á þingi verður að afhjúpa strax.


Eftirmál útrásar

Þökk sé erlendum stofnunum verður ekki hægt að sópa undir teppið óhreinindum sem útrásin skilur eftir sig. Tilburðir útrásarmanna og handlangara þeirra til að útskýra hrunið á Íslandi með falli Lehmans banka bera veruleikafirringu þeirra vitni.

Útrásarliðið hafði ekki snefil af sómakennd og komst upp með í krafti auðs og valda að ganga ljúgandi um götur og torg með þann boðskap að áræðni og snilli skýrði velgengnina. Í reynd voru það blekkingar og lögbrot sem lögðu grunninn að veldi útrásarauðmanna.

Lærdómur af útrásinni er margþátta og það tekur tíma að skilja samhengið.


mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin hótar Vg með Sjálfstæðisflokknum

Í aðdraganda þess að Icesave-málið var sent inn á Alþingi í annað sinn lét forysta Samfylkingarinnar það fréttast inn í raðari Vinstri grænna að Sjálfstæðisflokkurinn væri stjórntækur á ný. Látið var að því liggja að ef Vg yrðu ekki leiðitamir myndu S-flokkarnir ná saman.

Lausleg umræða hefur verið milli þingmanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um framtíðarhorfur ríkisstjórnarinnar. Árni Sigfússon mun hafa vitað af þessum samtölum þegar hann vísaði til Helguvíkurstjórnarinnar sem kynni að koma í stað stjórnar Jóhönnu.

Fyrir utan tregðu þingliðs Vg að samþykkja Icesave-málið eru hörð umhverfisvernd þar á bæ þyrnir í augum Samfylkingarinnar.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um ágæti hugmyndarinnar. Sumir mega ekki heyra minnst á Samfylkinguna en aðrir vilja halda málinu opinu. Hlynntir samstarfi eru sagðir þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson.

Þegar Icesave-málið er frá verður svikalogn í nokkrar vikur. Tíminn verður notaður til að hvessa pólitíska kuta.


Auðmannaforsetinn

Forseti lýðveldisins falbauð traust og trúverðugleika þjóðarinnar til hagsbóta fyrir siðlausa auðmenn. Ólafur Ragnar Grímsson gerði Bessastaði að félagsheimili útrásarhyskisins og þáði í staðinn einkaþotuferðalög  um víða veröld og hásæti við veisluborð heima og erlendis.

Ef að líkum lætur mun Ólafur Ragnar sitja Bessastaði með sætt er og þiggja greiðslur frá almenningi til að gera þjóðinni miska.  Auðmannaforsetinn kann ekki að skammast sín.


mbl.is Forsetinn birtir bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúluliðið með tök á Alþingi

Græðgisliðið og meðhlauparar þess sitja enn að svikráðum við almenning. Ef ekki hefði verið fyrir þingmennina Þór Saari og Pétur Blöndal hefði runnið í gegnum þingið frumvarp sem heimilaði græðgisliðinu að komast hjá skattgreiðslum á niðurfelldum kúlulánum.

Lagafrumvörp skrifa sig ekki sjálf. Það þarf að upplýsa hvers skrifaði texta kúlufólksins inn í frumvarpið. Þeir þingmenn sem sitja í nefndum er höfðu textann til meðferðar eiga einnig að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hverra hagsmuna eru þessir þingmenn að gæta?

Almenningur stendur í þakkarskuld við Þór Saari og Pétur Blöndal.


mbl.is Hætt við breytingu á skattalöggjöf í skyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöggustofusamfélag ASÍ og SA

Í útrásinni gerðu í brækurnar bæði Alþýðusambandið með lífeyrisjóðasukki og Samtök atvinnulífsins sem var félagsmiðstöð auðmanna. Núna er það ríkið, það er almenningur, sem á að þrífa upp óhreinindin eftir subbuliðið.

Til að byrja með þarf fólk að sætta sig við hærri verðbólgu sem verður herkostnaðurinn við ótímabæra lækkun vaxta. Næst verður lífeyrissparnaður fólks tekinn eignarnámi í þágu imbafjárfestinga sömu sauða og bjuggu til kúlulánahagkerfið.

Vöggustofusamfélagið er komið á teikniborðið. Verði fyrirætlunum hrint í framkvæmd lendum við í eftirkreppumartröð án hliðstæðu.


mbl.is Þurfum að finna farsæla lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur og Liljur með Svarta Pétur

Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir stöðvuðu Icesave-flumbrugang ríkisstjórnarinnar í fyrstu umferð og hnikuðu málinu í rétta átt með fyrirvörum Alþingis. Þau þrjú ætla ekki að standa vaktina í annað sinn, þegar Bretar og Hollendingar láta ríkisstjórnina kúga Alþingi til að samþykkja afarkostina.

Engin haldbær skýring er komin á sinnaskiptunum.

Þegar í húfi eru stórir hagsmunir er ætlast til að fólk standi og falli með sannfæringu sinni.


mbl.is Icesave til fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar skapa sér stöðu fyrir fallið

Árni Páll Árnason er glúrinn stjórnmálamaður og veit að dagar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru senn taldir. Með afgerandi málflutningi er hann að tala til samfylkingarmanna sem hann þarf á stuðningi að halda eftir fall stjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir eru sömuleiðis skynug á pólitíska strauma og er í óða önn að styrkja stöðu sína.

Bakland stjórnmálamanna er þeim mikilvægara í innanflokksátökum en almennur stuðningur við stjórnmálaflokk sem viðkomandi tilheyrir. Þess vegna finnst ráðherrum allt í lagi að misbjóða þeim sem standa utan baklandsins, ef það verður til að styrkja þá í togstreitunni innanflokks.

Þegar ráðherrar syngja hver með sínu nefi og gefa lífið fyrir stjórnarkórinn er víst að sannfæringin fyrir stjórnarsamstarfinu er fyrir bí. ESB-nauðgunin og Icesave-subbuskapurinn eru þau atriði sem skilgreina ríkisstjórn Jóhönnu. Ráðherrar munu á næstu vikum hver sem betur getur þvo hendur sínar af óhæfuverkum stjórnarinnar.


mbl.is Gagnrýna félagsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband