Samfylkingin hótar Vg með Sjálfstæðisflokknum

Í aðdraganda þess að Icesave-málið var sent inn á Alþingi í annað sinn lét forysta Samfylkingarinnar það fréttast inn í raðari Vinstri grænna að Sjálfstæðisflokkurinn væri stjórntækur á ný. Látið var að því liggja að ef Vg yrðu ekki leiðitamir myndu S-flokkarnir ná saman.

Lausleg umræða hefur verið milli þingmanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um framtíðarhorfur ríkisstjórnarinnar. Árni Sigfússon mun hafa vitað af þessum samtölum þegar hann vísaði til Helguvíkurstjórnarinnar sem kynni að koma í stað stjórnar Jóhönnu.

Fyrir utan tregðu þingliðs Vg að samþykkja Icesave-málið eru hörð umhverfisvernd þar á bæ þyrnir í augum Samfylkingarinnar.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um ágæti hugmyndarinnar. Sumir mega ekki heyra minnst á Samfylkinguna en aðrir vilja halda málinu opinu. Hlynntir samstarfi eru sagðir þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson.

Þegar Icesave-málið er frá verður svikalogn í nokkrar vikur. Tíminn verður notaður til að hvessa pólitíska kuta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn eiga ekki að koma nálægt þessu hyski.  En miðað við ræfilshátt þeirra í Icesave málinu er þetta meira en líklegt.  Og að hoppa á afturgöngu Hitlesr, ESB drauminn hans.  Þeir 3 þingmenn flokksins sem þú nefnir áttu allir að fara í frí, þar til að þau verða hrinsuð af öllum grun um eitthvað misjafnt tengt hruninu og meintri mútu flokksins.  Fyrr er ekki hægt að taka alvararlega þeim fullyrðingum að um einhverja endurreisn hans er í gangi.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Virkilega?  vilja þau fremja pólitískt harakiri?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.10.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjálpi okkur, það myndi nú toppa tilveruna ef hrunflokkarnir sjálfir færu aftur saman!

Hugmyndin um minnihlutastjórn VG verður girnilegri með hverjum deginum - þrátt fyrir augljósa ágalla.

Kolbrún Hilmars, 24.10.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli Tryggvi Þór Herbertsson hafi ekki líka orðið hugsi?

Árni Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 18:05

5 identicon

Margir sjálfstæðismenn eru að daðra við Samfylkinguna þessa dagana, það eru einna helst ESB sinnarnir sem bíða spenntir eftir að VG séu búnir að sópa skítinn vel áður en Samfylkingin gefur sjöllunum vinkið. Ingibjörg Sólrún er komin í gírinn og er manna spenntust fyrir nýju samstarfi við sjallana. ESB verður keyrt af offorsi í gegnum þingið án þjóðaratkvæðagreiðslu, vitið til.

Hrunstjórnin kemst til valda aftur með og það allt með aðstoð VG. 

Þyrý (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 19:37

6 identicon

xD og spillingin eru sálufélagar !!

xD og samspillingin eru náttúruharmfarir sem vonandi verða EKKI fréttir gærdagsins á deginum sem tekur við af morgundeginum !!!

xD er illur flokkur og er stolltur af því, líkt og bjarnabófarnir.

samspillingin er ill í eðli sínu en felur það, líkt og amman í Rauðhettu !!!

runar (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:13

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sannast sem fyrr að landinu verður ekki stjórnað nema með aðkomu Sjálstæðisflokksins.

Ragnhildur Kolka, 24.10.2009 kl. 20:13

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Megi almættið forða okkur frá sjálfstæðisflokknum sem dró okkur á asnaeyrunum þangað sem við erum nú. Tryggvi Þór Herbertsson er um það bil hjartað í gömlu svikaklíkunni.Aðeins þeir sem eru með honum í villta-svika-vestrinu styðja hann.

Almættið hjálpi þeim svo þegar hann er búinn að tapa. Þannig ganga kaupin á eyrinni hjá svikurunum. Svikarar svíkja saklausa og síðan sam-svikara. Það er ekki nýtt í mannkynssögunni. Er annars hætt að kenna mannkynssögu í skólum lansins?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2009 kl. 21:00

9 identicon

Hvað gerir fólk í íslenskri pólitík , sem er búið að ,,gera á sig"  í pólitíkinni ?

Jú, það reynir að koma af stað orðrómi um eitthvað sem því dettur í hug !

Páll Vilhjálmsson virðist vilja vera í þessum hópi fólks !

JR (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 21:12

10 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Örvar Már Marteinsson, 24.10.2009 kl. 21:45

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki kæmi mér á óvart þótt styttast færi í endurkomu markaðsaflanna að stjórnsýslunni. Minni þjóðarinnar er knappt og "Íslands óhamingju verður allt að vopni þessi missirin."

Árni Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 22:15

12 identicon

Heill og sæll Páll; sem og, þið önnur, hér á síðu !

Tek undir; með fornvini mínum, Árna Gunnarssyni. Hrollkaldur gustur, fer um mann, að lesa athugasemd; frú Ragnhildar Kolka, aftur á móti.

Vera má; að hún hafi ekki tekið eftir hryðjuverkum flokks hennar - nema; henni sé þá slétt sama, um örlög lands og lýðs og fénaðar alls.

En; aldrei má gelyma, skemmdarverkum hinna flokkanna - Framsóknar  flokks - Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, á hendur okkur Íslendingum, hver; enn standa yfir, af fullum þunga, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 23:45

13 identicon

gleyma; átti að standa þar. Afsakið; fljótfærni nokkra.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 23:50

14 Smámynd: Magnús Jónsson

Páll: Það fýkur í flest skjól fyrir Samfylkinguna, þegar samstarfsflokkurinn fer að haga sér eins og Samfylkingin gerði í síðustu ríkisstjórn, það er að segja að róa stanslaust í hina áttina, það virkaði hjá Samfylkingunni og er að virka hjá V,G ef skoðanakannanir segja eitthvað.

Hvers vegna óttast svona margir að það verði slæmt ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst í ríkisstjórn, getur verið að vinstri men óttist fólk sem skilur að peninga þarf að afla, það geta allir eitt peningum annarra, en það þarf alveg sérstakan hugsunarhátt til að afla meira af peningum en maður eyðir, og það virðist vera  eitthvað sem vinstrisinnað fólk bara getur ekki skilið, og það er miður því við getum lifa góðu lífi hér ef við vinnum saman.

Það verður samt að viðurkennast að það voru mikil vonbrigði að ekki skildi verða meiri endurnýjun í forustusveit Sjálfstæðisflokksins, margt hefur síðan komið á daginn sem hjá öllum siðmenntuðum þjóðum hefði kallað á að menn segðu sig frá embættum og þingmennsku fyrir flokkinn, það hefur ekki gerst og stefnir í raun framtíð flokksins í voða ef ekki verður breyting á.

 Verst er samt ef fólk heldur að menn með skoðanir Sjálfstæðisflokksins séu hættulegir, ekkert er fjari sanni, því þeir hafa öðrum fremur skilning á því hvað þarf til að hjól atvinulífs þjóðarinnar geti snúist, og engir eru jafn vonsviknir yfir því hvernig tækifærissinnar og óreiðumenn fóru með það sem var búið að byggja hér upp, á undanförnum áratugum. 

Magnús Jónsson, 25.10.2009 kl. 00:54

15 identicon

Fjórflokkarnir eru meira og minna allt sama tóbakið, það virðist sem það sé líka ávanabindandi.  Þennan vítahring þarf að rjúfa og setja okkur þjóðina  í meðferð við þessari fíkn.  Við þurfum  fólk til valda sem hefir kjark og þor til að nota það besta frá hægri og vinstri eins og það er kallað , því eitthvað gott er jú að finna í flestum stefnum. Það er eitthvað sem fjórflokkarnir skilja ekki og eyða öllum sínum tíma í að hnotabítast um smámuni sem engu máli skipta örðu en hver þeirra fær sitt fram.

Það er til gott fólk í öllum flokkum,  set þó mikinn fyrirvara hvað varðar Samfylkinguna því hún virðist hafa blindast af einhverri glýju  (ESB glýju)  sem mér reynist erfitt að henda reyður á.

Hef þó heyrt því fleygt að einn og einn sé að losna úr þeim viðjum, guði sé lof,  og hafi náð að opna augum og  hinum "frelsuðu" fari fjölgandi. 

Ég ætla að trúa því og treysta að við fáum alvöru val í næstu kosningum til alþingis og að þá verði komið fram afl sem við getum treyst til þess verks að halda þjóð okkar frá ofríki annara þjóða, sem við geturm treyst til þess að við höldum sjálfstæði okkar, og að það verði unnið í þágu fólksins en ekki í þágu fjámálamarkaðarinns.

Að lokum

Áfram Ísland

Ekkert ESB

(IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:06

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo þurfum við að þurrka upp allar orkulindir okkar í hvelli og selja erlendum auðhringum fyrir túkall og þrjátíu. Einu má gilda þótt Reykvíkingar og aðrir Reyknesingar drekki mengað vatn. Afkomendur okkar geta farið í fjallagrösin margnefnd. Svo er vitað mál að orkuverð mun hríðlækka á næstu árum!! og ekki seinna vænna að selja hana meðan einhver finnst kaupandinn.

Árni Gunnarsson, 25.10.2009 kl. 12:21

17 Smámynd: Offari

Fari Samfylking og Sjálfstæðisflokkur aftur saman í stjórn er ég hræddur umm að ekki verð hægt að slökkva þá elda sem munu loga í bloggheimum.

Offari, 26.10.2009 kl. 00:35

18 identicon

Færu þeir aftur að rugla saman reitunum, Sjálfgræðgisflokkurinn og Samfylkingin gætu þeir báðir hrunið...........það er áreiðanlega lítið eftirsóknarvert að sitjaí ráðherrastólum í augnablikinu..............enda eru hér engir sjáanlegir pólitíkusar, sem eru eru færir um að "sigla gegnum brimið", ekkki get ég séð þá, fyrirgefið.....

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband