Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Útrásarmenn gefa í góðgerðir
Forstjórinn Fall í föllnum Straumi fetar í fótspor Yngva Arnar Kristinssonar yfirmanns hjá Landsbanka sem ætlar að sækja peninga í gjaldþrotabú og gefa til góðgerðasamtaka.
Jói í Bónus gerir sig ekkert sérstaklega þegar hann stillir sér upp með matvörur komnar á dagstimpil og gefur Mæðrastyrksnefnd. Fall og Yngvi Örn toppa Jóa.
![]() |
Gefur launin til góðgerðarmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Leiktjöld í hönnun hjá Arion og Högum
Þegar Jón Ásgeir er bakatil en Jói - ég er bara kaupmaður - er látinn tala veit það á auglýsingaútgáfu feðganna fræknu. Bankinn veit, feðgarnir vita og alþjóð veit að skuldaklafi Haga er slíkur að enginn rekstur stendur undir. Feðgarnir hafa blóðmjólkað öll veð í árafjöld til að fjármagna útrásarfíflagang.
Núna vilja þeir fá afskriftir og halda fyrirtækinu til að taka snúning á ný. Hvers vegna ríkisbanki lætur draga sig endalaust á asnaeyrunum er óskiljanlegt.
Haga á að taka af Baugsfeðgum, brjóta upp og selja í einingum. Engin önnur lausn er boðleg.
![]() |
Arion fær tilboð um 1998 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Ólögvarinn þjófnaður og Hagar
Eignastýringarkonan hjá Kaupþingi virðist samkvæmt fréttinni ekki jafn slyng og karlkyns starfsbræður hennar sem lögverja þjófnað með stjórnarsamþykktum. Glitnir hafi þann háttinn á þegar stóru hluthafarnir mökuðu krókinn á kostnað smælingjanna. Hæstiréttur staðfesti gjörninginn.
Stærstu eigendur Glitnis sáluga eru feðgar kenndir við Baug og eiga verslunarsamsteypu sem kallast Hagar. Kaupþing, sem nú heitir Arion, ætlar að færa Baugsfeðgum marggjaldþrota Haga á silfurfati; skuldir afskrifaðar og einokun fest í sessi.
Strákarnir sjá um sína.
![]() |
Fjárdráttur hjá Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Baktjaldamakk Baugsfylkingar
Ríkisbankinn Kaupþing/Arion er enn í útrás og hefur fengið pólitískt leyfi að hlaða undir auðmennina sem settu þjóðina á hliðina með fjármálalegri fíflsku.
Ríkisbankinn er á forræði viðskiptaráðherra og ríkisstjórnarinnar. Baktjaldamakk ætlar að leiða til niðurstöðu sem er hagkvæm fyrir Baugsfylkinguna.
Er ekki næsta skrefið að sameina Ríkisútvarpið og Stöð 2 undir forræði Jóns Ásgeirs?
Ísland verður Baugsland.
![]() |
Hlutur í Högum ekki til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Pólitískur stuðningur við Jón Ásgeir
Baugsfeðgar, Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson, njóta pólitísks stuðnings til að fá afskrifaðar skuldir upp á tugi milljarða króna hjá ríkisbankanum Kaupþing/Arion og halda einokun sinni á matvörumarkaði í gegnum Haga. Frá árinu 2002, þegar Jón Ásgeir eignaðist Fréttablaðið, hefur verið pólitískt og fjárhagslegt bandalag milli Samfylkingar og Baugs.
Baugsfeðgar fjármögnuðu stjórnmálastarf Samfylkingarinnar í gegnum ýmis dótturfélög. Líkur eru á að margir stjórnmálamenn Samfylkingarinnar hafi verið beint á spena Baugs. Á þingi gætti Samfylkingin hagsmuna Baugs. Flokkurinn leiddi andstöðuna við fjölmiðlafrumvarpið veturinn 2004 en þar þótti Baugi vegið að hagsmunum sínum. Í lögreglurannsókn og dómsmálum, Baugsmálum svokölluðum, lögðu frammámenn í Samfylkingunni sig fram um að gera embættismenn tortryggilega og bæta þannig áróðursstöðu Baugs.
Í Evrópumálum er Fréttablaðið einn af fáum bandamönnum Samfylkingarinnar, auk liðhlaupa eins og Þorsteins Pálssonar.
Samfylkingin mun gera sitt ýtrasta til að Baugsfeðgar fái nauðsynlega fyrirgreiðslu hjá Kaupþingi/Arion. Gangi þessar fyrirætlanir fram getur almenningur þakkað Samfylkingunni að útrásarauðmenn einoki áfram matvörumarkaðinn á Íslandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Uppgjöf eða endurreisn
Valið er einfalt. Þeir sem vilja endurreisn íslensks samfélags og telja Ísland ákjósanlegt land að búa í, þeir hafna Samfylkingunni. Þeir sem hafa gefist upp og eru sannfærðir um að íslensk þjóð geti ekki eða kunni ekki að búa Ísland, þeir kjósa Samfylkinguna.
Ísland eða Samfylkingin. Valið er þitt.
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Áhlaup á Arion undirbúið
Kaupþing sem nú heitir Arion íhugar alvarlega að gefa eftir tugmilljarðaskuldir Baugsfeðga og leyfa þeim að halda verslunareinokun sinni hér á landi. Fjármálastofnun sem er þess albúin að lýsa yfir stríði á hendur þjóðinni er vitanlega ekki á vetur setjandi.
Viðskiptavinir Kaupþings/Arion loka vitanlega reikningum sínum hjá bankanum og munu krefjast þess að lífeyrissjóðir og aðrir almannasjóðir eigi ekki viðskipti við banka sem leyfir fjármálalegt og siðferðislegt hryðjuverk eins og að afskrifa skuldir Baugsfeðga.
Í framhaldi verður Kaupþing/Arion lagður af og settur undir Landsbankann. Þar á bæ virðist lágmarkstilfinning fyrir þeirri samfélagslegu kröfu um að útrásarmenn eigi ekki að fá krónu afskrifaða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Nígeríubréf Glitnis og mannréttindi
Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri sagði það rán þegar ríkið yfirtók 75 prósent af Glitni í lok september á síðasta ári. Útrásarskáldið Hallgrímur Helgason fékk draumfarir sem birtust á netinu um alræði Davíðs Oddssonar á Íslandi og hversu Jón Ásgeir og Glitnismenn áttu bágt.
Áður en vika var úti reynist meint rán vera örlát björgunartilraun á banka sem var margfalt gjaldþrota enda bæði eigendur og stjórnendur fjármálaglópar.
Hlutabréfi í Glitni féllu stórkostlega í verði við yfirtöku ríkisins á 75% eignarhlut í lok september og viku síðar urðu þessi bréf algjörlega verðlaus rétt eins og í hinum bönkunum. Allir máttu vita um áhættuna að kaupa hlutabréf í íslenskum banka. Kaup á hlutabréfum í byrjun október 2008 var hreint glæfraspil.
Samkvæmt auglýsingu í Morgunblaðinu í dag voru þeir töluvert margir sem keyptu í Glitni rétt fyrir þrot bankans í trausti þess að ríkið myndi tryggja verðmæti hlutafjárins. Alls voru 878 viðskipti með Glitnisbréf upp á 3,9 milljarða króna.
Í auglýsingunni segir að í mörgum tilvikum hafi hlutafjárkaupendur tapað öllu sínu sparifé. Þeir ætla að stofna samtök og stefna ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Listin yfir þá sem keyptu Nígeríubréf í Glitni verður vonandi birtur.
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Arion safnreikningur útrásar
Á útrásartímanum var til Arion safnreikningur sem var notaður til að fela eignarhald auðmanna. Arion safnreikningur kom fram sem hluthafi í fjölmörgum fyrirtækjum eins og sjá má ef heitið er gúgglað.
Varla er það ætlun Kaupþings að drösla útrásarfortíðinni með sér í framtíðina. Nema, auðvitað, hér sé um óbeina viðurkenningu á því að Kaupþing, afsakið Arion, sé enn í útrás með Högum hans Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
![]() |
Kaupþing verður Arion banki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Völd og deilur í Samfylkingu
Stundum er deilt innan stjórnmálaflokka um málefni. Á öðrum stundum eru málefni notuð sem yfirvarp fyrir deilur er stafa ef metnaði og persónulegri óvild manna á milli. Samfylkingin var stofnuð á grunni vinstriflokka sem stóðu í illvígum deilum um áratugi, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Jafnframt voru innanflokksátök einkennandi fyrir flokkstarfið í báðum flokkum.
Á síðasta skeiði A-flokkanna voru það Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson sem elduðu grátt silfur í Alþýðubandalaginu og Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir í krataflokknum.
Samfylkingin var stofnuð fyrir tíu árum til á ná völdum. Til að ná völdum þurfti samstöðu og breitt var yfir ágreining, bæði málefnalegan og persónulegan, í nafni sameiginlegs markmiðs.
Völdin eru Samfylkingarinnar. Deilurnar hefjast.
![]() |
Uppstillingarnefnd vann gegn Össuri og Ástu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)