Færsluflokkur: Dægurmál

Lömuð ríkisstjórn, tvenn lög á 2 mánuðum

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur fengið samþykkt tvenn lög á yfirstandandi þingi. Á heimasíðu Alþingis eru fátæklegt um að litast á síðunni um lög samþykkt á yfirstandandi þingi. Lagatvennan sem hefur verið samþykkt er annars vegar um nauðungarsölu og hins vegar um aðgerðir í þágu heimila.

Alþingi hefur starfað í tvo mánuði og meirihlutinn skilað þjóðinni einum lögum í hvorum mánuði. Ríkisstjórnin hlýtur að íhuga hvort ekki ætti að fresta störfum Alþingis á meðan ráðherrar koma sér saman um hvaða mál skuli leggja fyrir þingið.

Verklítil ríkisstjórn veit á ósamstæðan meirihluta sem ekki kemur sér saman um málefni. Kannski er kominn tími til að hætta þessum leik og segja upphátt: Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir eru búin að vera.


Bandalag fullvalda ríkja við NV-Atlantshaf

Á fundum fulltrúa Heimssýnar með norskum stjórnmálamönnum hefur bandalag fullvalda ríkja við NV-Atlantshaf borið á góma. Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur eiga aðkomuleiðina að norðurslóðum sem Evrópusambandið ásælist vegna auðlinda sem þar er að finna.

Fullveldin fjögur hafna aðild að Evrópusambandinu, að Samfylkingunni á Íslandi undanskilinni. Noregur hafnaði aðild að ESB í tvígang, 1972 og 1994. Grænland er eina landið sem hefur komist upp með að segja sig úr Evrópusambandinu. Færeyjar voru undanskyldar í aðild Dana að ESB.

Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vg og formaður Heimssýnar hefur leitt viðræður samtakanna við norska stjórnmálamenn og pólitísk samtök. Aðrir þátttakendur eru Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Vígdís Haugsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.

Þremenningarnir eru hluti af sendinefnd Heimssýnar á landsfundi Nei til EU sem fagnar 15 ára afmæli sigursins í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1994.


Jón talar fyrir meirihluta þjóðarinnar

Þjóðin er ekki tilbúin í inngöngu í Evrópusambandið. Deila má endalaust um ástæður fyrir skýrum og einbeittum vilja þjóðarinnar að standa utan Sambandsins. En  það ætti að vera hafið yfir deilur að afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu.

Eftir að Norðmenn felldu inngöngu í Evrópusambandið fyrir fimmtán árum var á það bent að djúp söguleg rök stæðu fyrir vestursýn Norðmanna. Þegar á víkingatímanum litu Norðmenn til vesturs; Suðureyja, Írlands, Skotlands, Færeyja og Íslands. 

Þegar reynt er að toga þjóðir í aðrar áttir en þær hefðbundið halla sér þarf sterk rök. Evrópusambandið er ekki sterk rök, hvorki fyrir Norðmenn né Íslendinga.


mbl.is Betur sett utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn í andstöðu við þjóðarhagsmuni

Ríkisstjórnin er ekki virði Icsave-frumvarpsins. Forsætisráðherra getur ekki með góðu móti sagt að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sé mörg hundruð milljarða króna virði. Ríkisstjórnin reynir að þjösna ótæku frumvarpi í gegnum þingið til að bjarga eigin skinni. Frostið sem Jóhanna vísar í er samfylkingarfrost sem mun ríkja í flokknum falli ríkisstjórnin.

Er ekki kominn tími, Ögmundur?


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrasta ríkisstjórn Íslandssögunnar

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stefnir að því að verða dýrasta ríkisstjórn sögunnar með því að knýja í gegn samþykkt seinni útgáfu Icesave-frumvarps. Það mun kosta þjóðina 400 til 1000 milljarða króna.

Stjórnarandstaðan getur ein forðað ríkisstjórninni frá sjálfri sér og þjóðinni frá myrkraverkum hennar.

Icesave-frumvarpið þarf að ræða fram á vor.


mbl.is Gagnrýndu Jóhönnu fyrir að leyna bréfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forsetinn með eða á móti þjóðinni?

Þjóðin hafnar Icesave og er tilbúinn að taka slaginn við Breta og Hollendinga. Ríkisstjórnin er beygð og brotin enda liggur samningaklúðrið á hennar borði. Spurningin er hvort forsetinn er með þjóðinni eða ríkisstjórnarómyndinni.

Forsetinn hefur gefið fordæmi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, samanber eftirfarandi orð sem hann lét falla fyrir fimm árum þegar forseti synjaði fjölmiðlafrumvarpi staðfestingar.

Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.

Ef skipt er út fjölmiðlar fyrir greiðslugeta þjóðarbúsins verður sama efnislega niðurstaðan. Er Ólafur Ragnar Grímsson forseti þjóðarinnar eða tilræðismaður gegn þjóðarhagsmunum?

 

 


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-kratar vita minna í dag en 1995

Alþýðuflokkurinn setti aðild að Evrópusambandinu fyrst á dagskrá kosningarnar 1995. Flokkurinn vildi skilgreina samningsmarkmið Íslendinga þannig að við héldum forræði okkar yfir fisveiðilögsögunni. Þegar utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, skrifaði umsókn til Evrópusambandsins í sumar lét hann undir höfuð leggjast að skilgreina samningsmarkmið.

Samningsmarkmið Íslands hafa enn ekki verið skilgreind, hvorki á vettvangi ríkisstjórnarinnar né samninganefndarinnar.

Ef málið varðaði ekki jafn mikilvæga hagsmuni og raun ber vitni væri hægt að hlægja að umsókn Samfylkingarinnar.

(Stefnuskráin er fengin sem pdf-skjal af bloggi Vilhjálms Þorsteinssonar, sbr. hér. )

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Arion er ónýtt nafn á ónýtum banka

Raðbilun í dómgreind stjórnenda Arionbanka, áður Kaupþing, lýsir sér í nafngiftinni. Arion safnreikningur var notaður sem felulitur á hlutabréfakaup útrásarauðmanna. Dytti Landsbankanum í hug að taka sér nafnið Icesave?

Ónýtt nafn er eitt, dómgreindarlaus rekstur er annað. Málatilbúnaður Kaupþings/Arion gagnvart Baugsfeðgum og Högum er handvömm frá upphafi til enda. Hefði mátt ætla að stjórnendur bankans myndu hafa lært eitthvað af umræðunni fyrr á árinu um niðurfellingu skulda Björgólfsfeðga: Útrásarauðmenn eiga ekki að fá krónu afskrifaða.

Nei, Baugsfeðgum leyfist að hanga á einokun sinni á íslenskum matvælamarkaði með fullu leyfi ríkisbankans. Baugsfeðgar þyrla upp sögum um útlenda peninga í reksturinn og bankinn gleypir hrátt ævintýrið sem hvert barn sér að er skáldskapur.

 


Halldór daðrar við ímyndað ESB

Halldór Ásgrímsson steig í vænginn við Evrópusambandið sem utanríkisráðherra, ýkti kosti þess að ganga í sambandið og málaði skrattann á vegginn þegar rann upp fyrir honum að Íslendingar væru ekkert á leiðinni inn.

Lífsseig er sú sjálfsblekking Halldórs að Íslandsmið gætu orðið sérstakt fiskverndarsvæði sem lyti íslenskri stjórn. Halldór hélt þessu á lofti í utanríkisráðherratíð sinni og lætur ekki segjast. Í greininni sem Morgunblaðið vitnar til ræðir Halldór um svæðisskiptingu á fiskimiðum. Það er langsótt hugmynd í ljósi nýsamþykkts Lissabonsáttmála. Þar eru fiskveiðar færðar undir altæka stjórn Evrópusambandsins. Aðeins örfá svið eru undir altækri stjórn Sambandsins. Auk fiskveiða eru það tollar, evran, samkeppnisreglur og stefna í viðskiptamálum.

Engar líkur eru á að Evrópusambandið muni gefa frá sér í næstu framtíð altæka stjórnun á fiskveiðimálum.

Hér að neðan er grein 2 B sem útskýrir hvaða svið falla undir altæka stjórnun ESB.

Hér er hlekkur í samninginn, sjá bls. 6.

 

Article 2 B

1. The Union shall have exclusive competence in the following areas:

(a) customs union;

(b) the establishing of the competition rules necessary for the functioning of the internal market;

(c) monetary policy for the Member States whose currency is the euro;

(d) the conservation of marine biological resources under the common fisheries policy;

(e) common commercial policy.

 

 


mbl.is Brottkast verði bannað í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byr er útrásarsjóður

Sparisjóðir voru samfélagssjóðir sem áttu viðskiptavini í nágrenni sínu. Á útrásartímabilinu voru sparisjóðir græðgisvæddir af stjórnendum og klíkufólki sem eignaðist stofnfjárbréf. Þetta var gert þrátt við mótmæli og viðvaranir viðskiptavina og löggjafans.

Spron fór til heljar og var það maklegt. Byr á að fara sömu leið og gerir það sjálfkrafa nema ríkisvaldið leggi útrásarsjóðnum til milljarða króna. Ríkisvaldið á ekki að taka peninga frá skattpíndri alþýðu til að halda uppi afgangi útrásar.


mbl.is Húsleit hjá Byr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband