Pólitískur stuðningur við Jón Ásgeir

Baugsfeðgar, Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson, njóta pólitísks stuðnings til að fá afskrifaðar skuldir upp á tugi milljarða króna hjá ríkisbankanum Kaupþing/Arion og halda einokun sinni á matvörumarkaði í gegnum Haga. Frá árinu 2002, þegar Jón Ásgeir eignaðist Fréttablaðið, hefur verið pólitískt og fjárhagslegt bandalag milli Samfylkingar og Baugs.

Baugsfeðgar fjármögnuðu stjórnmálastarf Samfylkingarinnar í gegnum ýmis dótturfélög. Líkur eru á að margir stjórnmálamenn Samfylkingarinnar hafi verið beint á spena Baugs. Á þingi gætti Samfylkingin hagsmuna Baugs. Flokkurinn leiddi andstöðuna við fjölmiðlafrumvarpið veturinn 2004 en þar þótti Baugi vegið að hagsmunum sínum. Í lögreglurannsókn og dómsmálum, Baugsmálum svokölluðum, lögðu frammámenn í Samfylkingunni sig fram um að gera embættismenn tortryggilega og bæta þannig áróðursstöðu Baugs.

Í Evrópumálum er Fréttablaðið einn af fáum bandamönnum Samfylkingarinnar, auk liðhlaupa eins og Þorsteins Pálssonar.

Samfylkingin mun gera sitt ýtrasta til að Baugsfeðgar fái nauðsynlega fyrirgreiðslu hjá Kaupþingi/Arion. Gangi þessar fyrirætlanir fram getur almenningur þakkað  Samfylkingunni að útrásarauðmenn einoki áfram matvörumarkaðinn á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og af hverju ætti Samfylkingin að vilja styðja sjálfstæðismennina Bónusfeðga til að hafa hér yfirráð yfir allri smásölu og fleiru? Hvernig kemur Samfylkingin þessu í gegn? Ertu búinn að finna samsærinu farveg í gegnum Bankasýsluna sem segir stjórn Arion banka fyrir verkum?

Eina pólitíkin sem ég hef séð varðandi Bónuspakkið er ákefð sumra stjórnmálaafla í að koma þeim á kné, sbr. ýmsar greinar einkum uppá síðkastið í mogganum, já og bloggið þitt Páll.

Ég segir bara eins og Ingibjörg Sólrún forðum í Borgarnesræðunni, sem þú og fleiri hafa margmistúlkað. Það er óþolandi að bara vegna þess að einn ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi tekið upp á því að vera á móti tilteknum hópi kapitalista, að þeir sem eru andstæðingar þess stjórnmálaflokks séu þar með stimplaðir sem sérstakir verndarar þeirra sömu auðmanna.

Mér finnst það synd og skömm að þú skulir halda áfram þessari lágkúrulegu orðræðu. Það er löngu kominn tími til að hefja hana upp úr svaði 20. aldarinnar, þar sem öllu viðskipta- og stjórnmálalífinu var vandlega skipt upp.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Ómar, það er vel þess virði að íhuga hvernig hægt er að segja skilið við pólitíska umræðuhefð 20. aldar. Mér sýnist þú samt sem áður kyrfilega fastur í henni þegar þú tekur undir Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar. Hún tók sér í faðm þrjá nafngreinda aðila, þ.e. Kaupþing, Jón Ólafsson og Baug. Allir þrír eru sekir um að nota peninga og völd til að kaupa sér pólitísk áhrif. Og Samfylkingin seldi sig tveimur þeirra skammlaust.

Hér erum við komnir að forsendu nýrrar umræðuhefðar: Að stjórnmálaflokkar viðurkenni sekt sína. Hvenær áttu von á því að það gerist hjá Samfylkingunni, Ómar?

Páll Vilhjálmsson, 22.11.2009 kl. 12:17

3 identicon

Jón Gerald með nýtt Baugsmyndband
Vefslóð: http://www.amx.is/fuglahvisl/11681/

ElleE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 12:20

4 identicon

Umræðan um hinn spillta flokk er engin synd og skömm.  Það ætti að úthýsa flokknum. E

ElleE (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 12:22

5 identicon

Páll, ég gerði það um daginn að lesa Borgarnesræðuna. Sannleikurinn er sá að ISG var að ræða hvernig Sjálfstæðisflokkurinn væri að reyna að draga viðskiptalífið í dilka og nefndi þessa sem dæmi því til staðfestingar. Hins vegar lýsti hún aldrei stuðningi við þessa meintu óvini Sjálfstæðisflokksins. Hún tók þá aðeins sem dæmi um óheilbrigða umræðu.

Hitt er svo annað mál að peningamenn þessa lands hafa alltaf borið fé á stjórnmálamenn, og ekki síst eftir að þeir komust yfir annarra manna fé frá útlöndum. Það sem þegar hefur verið upplýst, sýnir alls ekki að Samfylkingin hafi verið sérstaklega á spenunum hjá einhverjum þeirra. Eins og jafnan þá bera menn aðallega fé á þá sem fara með völd og því hafa Sjálfstæðismenn aðallega fengið að "njóta" þeirra. Manstu nokkuð eftir FLGroup og Landsbankanum og Sjálfstæðisflokknum?

Það er sjálfsagt að þetta tímabil verði gert upp í stjórnmálasögunni. Það er þó betra að skoða málin heiðarlega og af sanngirni. Allra síst gagnast það þjóðinni þegar þú og aðrir eru að bera ósannindi upp á fólk eða flokka.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, það er spurt um réttlæti, ekki heiðarleika og sanngirni. Í skjóli heiðarleik, sanngirni og Samfylkingar komust viðrini eins og Baugsmafían til valda á Íslandi. Og ætla að halda þeim völdum. Samfylkingin er um það bil að blessa áframhaldandi fákeppni á matvörumarkaði. Hvað ætli Hagar greiði til Samfylkingarinnar fyrir viðvikið?

Ég fjallaði um mútufé FL-group til Sjálfstæðisflokksins. Mér skilst hins vegar að sá flokkur sé í stjórnarandstöðu núna og ber ekki ábyrgð á landsstjórninni.

Páll Vilhjálmsson, 22.11.2009 kl. 18:53

7 identicon

Það er lúmskt skemmtilegt að ennþá finnast Samspillingarmenn af þeirri "stórmerkilegu" sortinni eins og Ómar, sem "segist" með á hreinu að Samspillingin kemur ekki nálægt Baugsfeðgunum, vegna þess að hann "segir" þá vera "gegna og góða" Sjálfstæðismenn.

Það má vel vera að svo séu þeir í hjarta sínu.  Eins og Jón Ólafsson "bæjó", ætluðu þeir að kaupa sér völd og frama innan flokksins hvað sem það myndi kosta, en var hafnað.  Á sama hátt og Jón Ólafsson þá ruku þeir á brott með látum þegar það gekk ekki eftir, og sögðu öllum sem heyra vildu að þá myndu þeir láta Samspillinguna njóta þess sem Sjálfstæðisflokknum var í boði og gegnum hana ná ætlunarverkum sínum. Allir vita hvað það er og hefur kostað þjóðina, nema náttúrulega "Ómarar" Samspillingarinnar.  Eitt er á kristal tæru, að hvergi hafa Baugsfeðgar fengið meira fyrir peningana sína en hjá Samspillingunni og einstökum þingmönnum og frambjóðendum hennar.

Jón Ásgeir svaraði í viðtali fyrir skömmu:

„ Ég hef líklega oftar kosið Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna.”

http://eyjan.is/blog/2009/09/10/jon-asgeir-vel-staddur-fjarhags-lega-ekki-ad-hafa-ahyggjur-af-mer-enginn-fer-i-fangelsi-ut-af-hruninu-deilir-hart-a-egil-helga/

En hvað hann segist hafa kosið getur hann vissulega hafa sagt í einhverskonar hefndar skyni við flokkana báða, enda ekki þekktastur fyrir að hafa sannleikann að nánum ferðafélaga. Varla er það mikið hól fyrir neina pólitíska hreyfingu að tengjast honum opinberlega þótt að fjárhagurinn batni verulega vegna þessa, og fyrir Samspillinguna skiptir það öllu máli. En eins og Samspillingin og "Ómararanir" spunakerlingarnar hafa látið að undanförnu, þá er augljóst að þá er farið að renna á ýmsa tvær grímur. Vissulega geta “hjörtu” Baugsfeðgana (sem hlýtur að vera sérstakt rannsóknarefni hvort og hvar þá þau eru?), sagt þeim að gera eitt en gera síðan annað. Þó svo þeir eigi Samspillinguna er ekkert óeðlilegt við að í “hjartanu” sætti þeir sig í raun ekki við flokkshörmungina sína sem þeir eiga skuldlaust og kjósi annað.

Sjálfsæðisflokkurinn hefur alltaf hafnað Baugsfeðgunum sem þeir hafa verið iðnir við að benda á með að flokkurinn hafi alla tíð reynt að klekkja á þeim frá þegar þeir tókust á við Pálma í Hagkaupum. Eitthvað sem aldrei hefur gróið um heilt milli þeirra og Hagkaupsfjölskyldunnar, eins og kom fram í Baugsmiðlinum DV að Hagkaupsbræður væru peningamennirnir á bak við hópinn sem vill ná yfir Högum af feðgunum.

En Samspillingin mun sjá til þess að svo verði aldrei.

Það sem skiptir máli er hvað Jón Ásgeir og Jóhannes gera fyrir flokkinn og hvað flokkurinn gerir fyrir þá. Ekki 2 atkvæði sem kaupa þeim ekkert. Allir sem hafa þegið styrki/mútugreiðslur(?) af þeim og þeim líkum, bera gríðarlega ábyrgð á þeim hörmungum sem þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum. Það er afar ósennilegt ef ekki ómögulegt annað en Jón Ásgeir & Co. munu skipa lista þeirra sem hafa brotið alvarlega á þjóðinni varðandi hrunið, og þá væntanlega í einu efsta sætinu, og lítil hætta á öðru en þáttur Samspillingarinnar og eða annarra flokka sem þeir hafa eignast eigi eftir að koma í vel í ljós.

 Ómar.  Hver eru ósannindin?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 19:57

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Einfaldasta leiðin til að syna fram á hver tengsl stjórnmálamanna og þá sérstaklega Samfylkingar eru við Jón Ásgeir og hans viðskiptafélaga, er að birta lista allra sem þegið hafa boð eða ferðir í nafni J.Á.J, Baugs, FL Group, Glitnis eða tengdra félaga. Þar sem þekkt er að þessir útrásardólgar greiddu helst ekkert af eigin reikningum heldur skuldfærðu allan kostnað á félögin þá eru til upplýsingar um þetta sem auðvelt ætti að vera að birta.

Þat er mjög brýnt að Samfylkingin hreinsi sig af öllum grun því þessi tengsl eru staðreynd en ekki einhver orðrómur, samanber orð Björgvins G. sem taldi það ein sín verstu mistök að hafa mætt til fundar við J.Á.J um miðja nótt að kröfu hins síðarnefnda í aðdraganda Glitnisyfirtökunnar. Hvaða sterku tök hefur hluthafinn J.'A.J yfir ráðherranum?  Kannski hefði Björgvin getað afsakað rúmruskið ef Bankastjórinn eða Stjórnarformaður bankans hefðu óskað eftir fundi en að hann skyldi hafa hlaupið af stað eins og hundur þegar húsbóndi hans kallað þarfnast ekki aðeins skýringar heldur rannsóknar

Ef Högum verður ekki skipt upp og einingarnar seldar sér eins og eðlilegt er þá þurfa stjórnvöld ekki að búast við neinum frið í bráð. Ennþá er bankinn Ari Jón (Jóns Ásgeirs) ríkisbanki og almenningur sem fjármagnar þenna banka með skuldum sínum vill ekki að glæpamennirnir sem settu Ísland á hliðina eigi hér nokkurn stuðning, þvert á móti ætti að gera þessa menn gjaldþrota í kjölfar eignaupptöku. Það er hið eina réttlæti sem þjóðin er til viðræðu um

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2009 kl. 20:36

9 identicon

". . vill ekki að glæpamennirnir sem settu Ísland á hliðina eigi hér nokkurn stuðning, þvert á móti ætti að gera þessa menn gjaldþrota í kjölfar eignaupptöku. Það er hið eina réttlæti sem þjóðin er til viðræðu um . . ."

Algerlega.  Eina réttlætið væri í það minnsta að gera mannleysuna, Jón Á. Jóhannesson, gjaldþrota.

ElleE (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband