Halldór daðrar við ímyndað ESB

Halldór Ásgrímsson steig í vænginn við Evrópusambandið sem utanríkisráðherra, ýkti kosti þess að ganga í sambandið og málaði skrattann á vegginn þegar rann upp fyrir honum að Íslendingar væru ekkert á leiðinni inn.

Lífsseig er sú sjálfsblekking Halldórs að Íslandsmið gætu orðið sérstakt fiskverndarsvæði sem lyti íslenskri stjórn. Halldór hélt þessu á lofti í utanríkisráðherratíð sinni og lætur ekki segjast. Í greininni sem Morgunblaðið vitnar til ræðir Halldór um svæðisskiptingu á fiskimiðum. Það er langsótt hugmynd í ljósi nýsamþykkts Lissabonsáttmála. Þar eru fiskveiðar færðar undir altæka stjórn Evrópusambandsins. Aðeins örfá svið eru undir altækri stjórn Sambandsins. Auk fiskveiða eru það tollar, evran, samkeppnisreglur og stefna í viðskiptamálum.

Engar líkur eru á að Evrópusambandið muni gefa frá sér í næstu framtíð altæka stjórnun á fiskveiðimálum.

Hér að neðan er grein 2 B sem útskýrir hvaða svið falla undir altæka stjórnun ESB.

Hér er hlekkur í samninginn, sjá bls. 6.

 

Article 2 B

1. The Union shall have exclusive competence in the following areas:

(a) customs union;

(b) the establishing of the competition rules necessary for the functioning of the internal market;

(c) monetary policy for the Member States whose currency is the euro;

(d) the conservation of marine biological resources under the common fisheries policy;

(e) common commercial policy.

 

 


mbl.is Brottkast verði bannað í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það segir allt um íslenska pólitík og eiginlega allt Ísland að Halldór Ásgrímsson skuli hafa verið einn helsti ráðamaður landsins í áratugi.

Maðurinn er og var algjörlega óhæfur.

Það sama má segja um skaðvaldinn Geir H. Haarde, lélegasta stjórnmálaleiðtoga lýðveldissögunnar og þann stjórnmálamann sem unnið hefur Þjóðinni mest tjón ásamt þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Björgvini Sigurðssyni (sem Samfylkingarfólk taldi svo ómissandi á þingi) og Árna Mathiesen.

Allt þetta fólk segir allt um Ísland og íslenska pólitík.

Nú spyr einhver, er þetta þá skárra núna?

Alls ekki. Hér eru við völd öfgamenn (Steingrímur J), siðleysingjar (flestir ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar) og einfaldlega algörlega óhæft fólk (Jóhanna Sigurðardóttir. Kristján Möller og fleiri ráðherrar).

Þannig er nýja Ísland.

Rotið og ömurlegt eins og það gamla.  

Rósa (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband