Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 2. desember 2009
SS-maðurinn og Baugsfólkið
Baugsfólkið ber fyrir sig sömu lagaklásúlu og gamall SS-maður sem býr í Hollandi en stendur til að rétta yfir í Þýskalandi. Maðurinn var dæmdur fljótlega eftir stríð í Hollandi. Verjandi mannsins segir óheimilt að ákæra tvisvar fyrir sama brot.
Lissabon-sáttmálinn styrkir umrædda klásúlu og eins og aþjóð er kunnugt vill Jón Ásgeir fyrrum Baugsstjóri fara inn í Evrópusambandið með Samfylkingunni.
Hér er umfjöllun um hollenska SS-manninn.
![]() |
Baugsmáli frestað um hálfan mánuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 2. desember 2009
Icesave þarf að ræða í tætlur
Icesave-umræðan er varla byrjuð, sé miðað við umræður um önnur og langtum ómerkilegri þingmál. Um 60 klukkustundir hafa farið í umræðu um Icesave. Til samanburðar voru vatnalögin rædd í 57 klst., fjölmiðlafrumvarpið í 92 klst., frumvarp um Ríkisútvarpið í 119 klst. og EES-samningurinn í 100 klst. Lesandi síðunnar var svo vinsamlegur að taka þetta saman.
Icesave þarf að ræða til jóla og fresta umræðu síðan fram á vor. Línur taka þá að skýrast um verðmæti eigna Landsbankans og hægt að leggja yfirvegaðra mat á líklega greiðslubyrði.
Ekkert liggur á með Icesave-frumvarpið þar sem greiðslur eiga ekki að hefjast fyrr en að sjö árum liðnum. Fjármálakerfi Evrópu er ekki lengur í hættu og þrýstingurinn á okkur fer minnkandi.
![]() |
Umræða um Icesave hafin aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 1. desember 2009
Hrunið er leiðrétting, Icesave er tilræði
Fjármálahrunið fyrir ári var leiðrétting á kjánaskap þjóðar sem trúði að fermingarstrákar kynnu að fara með fjölskyldusilfrið. Við munum jafna okkur á trúgirninni og leggja á hilluna, til varanlegrar geymslu, hugmyndir að gera í útlöndum fjármálastrandhögg með íslenskri ríkisábyrgð.
Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur tilræði við afkomu Íslendinga til langrar framtíðar. Icesave-frumvarpið er ekki með þak á greiðslum til Hollendinga og Breta og gæti, verði lítill hagvöxtur hér og verðhjöðnun í Bretlandi, bundið okkur skuldaklafa sem við rísum ekki undir.
Stjórnarandstaðan á Alþingi verður skilyrðislaust að standa vaktina í Icesave-málinu. Ríkisstjórnin gerir það ekki.
![]() |
Stenst Icesave stjórnarskrá? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. desember 2009
Foringjaefni þriggja flokka gegn ESB-aðild
Foringjaefni þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna skrifuðu saman grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem aðild að Evrópusambandinu er hafnað. Þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason úr Vinstri grænum, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki hvetja til þverpólitískrar samstöðu gegn aðild.
Íslendingar eru auðug þjóð, rík af náttúruauðlindum auk þess sem mikil tækifæri felast í legu landsins m.a. með tilliti til nýrrar siglingaleiðar um Norðurhöf. Heimssýn okkar er víðari en svo að hún nái aðeins til Evrópu þar sem búa einungis 6% jarðarbúa. Framundan er barátta fyrir fullveldi þjóðarinnar. Með samtakamætti á þverpólitískum grunni næst besti mögulegi árangur í þeirri baráttu. Við hvetjum þá sem eru sammála okkur að skrá sig í Heimssýn og taka virkan þátt í baráttunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 1. desember 2009
Sigmundur Ernir flissar í beinni
Samfylkingarþingmaðurinn Sigmundur Ernir boðar að engin vettlingatök verði tekin á fullveldissinnum í spjallþætti á INN í kvöld. Sjónvarpsfréttamaðurinn fyrrverandi ætlar að bjóða í þáttinn höfuðpáfa ESB-trúboðsins, Eirík Bergmann Einarsson. Eiríkur er sérlega fundvís á rök fyrir inngöngu. Í útvarpsviðtali sagði Eiríkur að ein af ástæða fyrir aðild sé að það yrði auðveldara að versla á netinu þegar við værum orðin ESB-þjóð.
Sigmundur Ernir kynnir spjallþáttinn sinn með bloggi í dag og verður tíðrætt um fliss. Myndband af þingmanninum gekk á YouTube síðsumars þar sem hann flissaði í ræðustól Alþingis. Samfylkingin má vera stolt af þingmanni sem tekur störf sín jafn alvarlega og Sigmundur Ernir.
Sigmundur Ernir gerði vel í að umskíra þáttinn sinn: ESB-fliss.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Ísland í keðju fullvalda þjóða
Ísland liggur á miðju Atlantshafi og hagsmunum okkar er best borgið með náinni samvinnu við nágranna- og bræðraþjóðir í Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Þjóðirnar fjórar mynda keðju fullvalda þjóða á Norður-Atlantshafi sem binda saman tvær heimsálfur, Norður-Ameríku og Evrópu.
Fullveldin fjögur eiga hagsmuna að gæta á norðurslóðum en þar liggja auðlindir sem eru lítt rannsakaðar. Hlýnun jarðar með tilheyrandi samdrætti freðhvolfsins mun á næstu árum auka aðgengi að auðlindum norðurslóða samtímis sem siglingaleið opnast til Asíu. Ásamt fullveldunum fjórum eiga Bandaríkin, Kanada og Rússland aðkomu að norðurslóðum.
Ísland stendur á þröskuldi nýrrar heimsmyndar þar sem þyngdarkraftar Atlantshafsþjóðanna í austri og vestri færast norður á bóginn. Til takast á við breyttan svæðispólitískan veruleika þarf þjóðin að meta stöðu sína í samfélagi þjóðanna upp á nýtt.
Hin þöglu skil í utanríkismálum Íslendinga, þegar bandaríski herinn lokaði starfsstöðvum sínum hér upp úr síðustu aldamótum, leiddu til misskilnings um að Ísland ætti heima í samrunafélagsskap meginlandsríkjanna í austri, Evrópusambandinu. Hagsmunir okkar eru í veigamestu atriðum andstæðir hagsmunum Evrópusambandsins.
Ríkur þáttur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir fiskveiðilandhelginni og að stækka landhelgina. Við inngöngu myndi Evrópusambandið yfirtaka stjórnun fiskveiða í íslenskri lögsögu, sem yrði skilgreind sem samevrópskt hafsvæði. Við inngöngu myndi Evrópusambandið tala fyrir hönd Íslands í málefnum norðurslóða. Sambandið hefur margvíslegra hagsmuna að gæta gagnvart stórveldum í austri og vestri, Bandaríkjunum og Rússlandi. Í viðræðum um norðurslóðir gæti hagsmunatogstreita í Austur-Evrópu eða viðskiptadeilur við Bandaríkin auðveldlega haft áhrif á afstöðu Evrópusambandsins.
Brýnt er að umræða um framtíðarhagsmuni þjóðarinnar komist á dagskrá á þverpólitískum forsendum. Til að skapa svigrúm fyrir slíka umræðu eiga íslensk stjórnvöld að draga tilbaka umsókn sína um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
![]() |
Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Trúverðugleiki Steingríms J. er hruninn
Steingrímur J. Sigfússon er pólitískt gjaldþrota. Hann eyddi pólitískum höfuðstól sínum í ESB-umsóknina og lygaþvæluna í kringum upphaflega Icesave-saminginn en þá sagði hann viðsemjendur okkar krefjast leyndar á efnisatriðum samningsins. Það reyndist bláköld lygi en formaður Vinstri grænna heldur áfram með tröllasögur um Icesave.
Ásamt Jóhönnu er Steingrímur J. kominn á endastöð. Spurningin er hversu dýr lokaþáttur stjórnmálaþátttöku skötuhjúanna verður þjóðinni.
![]() |
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Hugarheimur Baugsfeðga
Jóhannes Jónsson og sonurinn Jón Ásgeir eru töffarar og líklega komist langt á hranalegri framkomu. Fyrir ókunnuga gæti virst sem stórbokkahátturinn ætti innistæðu í aga, ósérhlífni og öðrum mannkostum sem fer ekki vel að nefna í sömu andrá og feðgana.
Það mátti hafa gaman af óhefluðu orðbragði þeirra. Jón Ásgeir sagði það ,,pungspark" þegar hann fékk ekki einhverju framgengt. Frekjan og yfirgangurinn gat virst sem ákefð eftir árangri á útrásartímanum. Jafnvel sá fólk í gegnum fingur sér þegar feðgarnir hótuðu auglýsingabanni á fjölmiðla sem höfðu í frammi gagnrýnan fréttaflutning. Þrátt fyrir allt voru þetta sigrandi fullhugar dagsins í dag og hjuggu fjármálalegt strandhögg í löndum nær og fjær. Hvað með það þótt Baugsfeðgar hótuðu manni og öðrum?
Spilaborgin er hrunin en Baugsfeðgar eru eins og þeir voru í útrásinni. Þeir krefjast þess að Háskóli Íslands reki Hannes Hólmstein prófessor vegna þess að hann dreifði fjölpósti um fjármál feðganna.
Töffararnir átta sig ekki á að Ísland breyttist við hrunið. Taumhald, skynsemi og hófstilling er í meiri eftirspurn og þar hafa Baugsfeðgar ekkert að bjóða. Drambsleg framkoma þeirra er eiginlega hvorki né og auglýsir það eitt að Baugsfeðgar og íslenskt samfélag eiga enga samleið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Jólakreppan 2009 og Credit-Anstalt '31
Kreppur eiga til að skella á þegar síst varir. Þegar Vesturlönd eru í nokkrar vikur búin að kjamsa á jákvæðum vísbendingum um vöxt verður sprungin fasteignabóla í arabísku smáríki til að setja allt á annan endann.
Lehman bræður hrundu fyrir rúmu ári, íslensku bankarnir mánuði síðar og alþjóðakerfið lék á reiðiskjálfi. Eftir áramót komst á ró og bjartsýni tók að gæta síðsumars og í haust. Dubai gæti sett allt á annan endann.
Í síðustu kreppu sem breytti heiminum hrundi verðbréfamarkaðurinn í New York í október 1929. Hálfu öðru ári síðar var óþekktur banki í Austurríki, Credit-Anstalt, gjaldþrota og hratt af stað atburðaráðs sem víðast er kölluð kreppan mikla.
Sögulegar endurtekningar koma í tilbrigðum.
![]() |
Fall á mörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Þjóðin á góðu kaupi stjórnarandstöðu
Stjórnarandstaðan er þyngdar sinnar virði í gulli fyrir þjóðina á meðan hún kemur í veg fyrir að Icesave-frumvarpið verður samþykkt. Á meðan enn er möguleiki að hnekkja samningi stjórnarinnar er hægt að vona að samningar verði gerðir upp á nýtt.
Sitjandi ríkisstjórn fær ekki nýja samninga. Þingmenn stjórnarinnar, þeir sem taka þjóðarhag fram yfir flokkshag, verða að kannast við og haga sér í samræmi við þá óumflýjanlegu staðreynd að ríkisstjórnin er hindrun í vegi fyrir nýjan og sanngjarnari samning um Icesave-skuldbindingar Landsbankans.
Stjórnarkreppa vegna Icesave er eðlileg niðurstaða. Hræðslan við stjórnarkreppu má ekki verða til þess að þeir sem vita að Icesave-frumvarpið er ótækt samþykki það engu að síður.
Að frágenginni ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eru ýmsir möguleikar á ríkisstjórn. Til að byrja með væri eðlilegt að vinstri grænir mynduðu minnihlutastjórn er nyti stuðnings Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
![]() |
Deildu um þingsköp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)