Er forsetinn með eða á móti þjóðinni?

Þjóðin hafnar Icesave og er tilbúinn að taka slaginn við Breta og Hollendinga. Ríkisstjórnin er beygð og brotin enda liggur samningaklúðrið á hennar borði. Spurningin er hvort forsetinn er með þjóðinni eða ríkisstjórnarómyndinni.

Forsetinn hefur gefið fordæmi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, samanber eftirfarandi orð sem hann lét falla fyrir fimm árum þegar forseti synjaði fjölmiðlafrumvarpi staðfestingar.

Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.

Ef skipt er út fjölmiðlar fyrir greiðslugeta þjóðarbúsins verður sama efnislega niðurstaðan. Er Ólafur Ragnar Grímsson forseti þjóðarinnar eða tilræðismaður gegn þjóðarhagsmunum?

 

 


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Þór Skúlason

Endilega kvitta á www.indefence.is ef þú ert sammála áskoruninni.

Þar er líka að finna ýmsar nánari upplýsingar um málstað InDefence varðandi Icesave málið.

Og svo væri frábært ef þú vildir hjálpa okkur að dreifa þessum boðskap og http://www.indefence.is eins mikið og þú getur, og hvetja sem flesta til að skrifa undir!  

 Takk fyrir stuðninginn,

Jóhannes Þ.

InDefence

Jóhannes Þór Skúlason, 26.11.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þegar kemur að undirritun laga um Icesave kemur væntanlega í ljós hvort við erum með pólitískan forseta eða forseta með skoðanir án pólitíkur.

Það uppgjör verður fróðlegt að sjá og hvort forsetinn stendur með vondri ríkisstjórn, eða góðri þjóð.....

Ómar Bjarki Smárason, 26.11.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Forseti fer ekki að greiða atkvæði gegn vinum sínum í stjórninni - auk þess sem hann á sinn stóra þátt í útrásinni. Með því að samþykkja lögin greiðir hann götu þess að láta okkur borga fyrir flugferðir og fleira sem hann naut í faðmi útrásarinnar sem hann studdi svo dyggilega. Ekki greiðir hann þann pakka.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.11.2009 kl. 03:03

4 identicon

Auðvelt að svara þessari spurningu.

 Hann er á móti þjóðinni.

Gekki í lið með glæpamönnum sem komu þjóðinni á kné.

Nýtti stöðu sína til að verja hagsmuni auðmanna m.a. í fjölmiðlamálinu vegna tengsla við þessa sömu menn og fjöslkylduhagsmuna.

Þjóðarskömm.  

Rósa (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hann er auðvitað á móti þjóðinni eins og aðrir í stjórnmálastéttinni.

Einar Guðjónsson, 26.11.2009 kl. 11:41

6 Smámynd: Jonni

Þetta er heygaffla-rökfærsla. Þetta mál er svo eldfimt og samsett að það er vægast sagt veruleikafirrt einföldun að spyrja hvort forsetinn sé með eða á móti þjóðinni.

Auðvitað er meirihluti íslendinga ekki ánægður með þetta mál. Þetta er súrt epli. En við getum ekki hegðað okkur eins og matvönd börn. Allra síst finnst mér að hvetja eigi forseta landsins til þess, það er lítilsvirðing við forsetann og embætti hans.

Vond ríkistjórn/góð þjóð er sagt. Ég myndi telja að þetta reiknistykki væri alltaf í jafnvægi; þjóð fær þá ríkisstjórn sem hún á skilið og hefur kosið yfir sig. Það er því þjóðin sem ber ábyrgð. Alltaf.

Jonni, 26.11.2009 kl. 12:52

7 Smámynd: Jonni

Það sem er hin raunverulega þjóðarskömm er þessi barnalega einfeldni allrar þjóðarinnar að halda að þessar hörmungar sem yfir okkur hafa dunið séu einhverjum öðrum að kenna en okkur sjálfum.

Jonni, 26.11.2009 kl. 13:00

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jonni - það er EKKI ÞJÓÐINNI að kenna hvernig komið er fyrir henni í Icesave málum,  þessi söguskýring þín er ekki einusinni barnaleg - greinilegt er á  færslu þinni er að þú ert ekki beittasti hnífurinn í skúffunni !!

Auðvitað á forsetinn að grípa inn í og hafna undirritun á lögunum, hann skírskotaði til fyrirvara Alþingis við síðustu undirritun og við það VERÐUR hann að standa, nú þegar þessir sömu fyrirvarar hafa að engu verið gerðir.

Sigurður Sigurðsson, 26.11.2009 kl. 14:32

9 Smámynd: Jonni

Segjum sem svo að forsetinn hafni undirritun. Hvar erum við þá? Þá fellur væntalega allt í ljúfa löð og allir góðir vinir. Ég er ekki að segja að mér sé mikið kappsmál að hneppa íslensku þjóðina í skuldaánauð, en það virðist sem hún sé fullfær um að gera það sjálf.

Segið mér eitt; hvað tekur við ef forsetinn hafnar undirritun? Helst hreinskilið svar og laust við draumóra.

Jonni, 26.11.2009 kl. 14:52

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Með því að samþykkja Icesave mun vont versna, með því að hafna Icesave, þá stöndum við allavega með sjálfum okkur hvað svo sem öðru líður, ekkert er verra en að skrifa undir brjálæðið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2009 kl. 15:01

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bla bla bla.  Icesave skuldbindingarnar sem ísland er lagalega skylt að standa undir  eru hvað ? -  10% af skuldavandamálum landsins.  Eitthvað svoleiðis.  Þ.e. smámál.

Neðanmálsgrein í megaklúðri sjallabjálfa og framsóknarskúnka sem lögðu landið í rúst hérna sem kunnugt er og vilja nú blása að glæðum þjóernisrembings til að fela eða beina athyglinni frá big time hálfvitagangi sinni og óstjórn.

Indefense.. geisp. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2009 kl. 15:25

12 identicon

Þetta er bara alltof stórt mál til þess að einfaldur meirihluti á Alþingi komi því í gegn. Mér finnst að það eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þá getur þjóðin sjálf ákveðið hvort hún vilji axla auknar byrðar næstu áratugina vegna Icesave eða veðjað á frostavetur Jóhönnu.

Soffía (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 19:50

13 identicon

Íslendingar fóru úr að vera víkingar niður í að vera veimiltítur; Stjórnmálamenn og elíta stóla algerlega á þetta dæmi.
Ef Óli skrifar undir þá er hann sammála þessu.

Hvar eru frigging víkingahjálmarnir eiginlega

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband