Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 5. desember 2009
Eymd handa hverju heimili
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. færir sérhverju íslensku heimili eymd með hærri sköttum og niðurskurði. Víst þarf ríkisstjórnin að mæta hruninu með tekjuafgangi og óhjákvæmilegt er að álögur á almenning hækki.
Tiltrú ríkisstjórnarinnar skiptir máli þegar þjóðin metur hvort hún beri eymdarkjörin án þess að mögla. Ríkisstjórnin fær ekki stuðning almennings þegar hún ætlar að henda að minnsta kosti 800 milljörðum króna í Icesave-hítina. Ekki heldur vekur það traust að einum og hálfum milljarði króna verði brennt á altari umsóknar Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu.
Heildarmyndin sem blasir við er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki starfi sínu vaxin.
![]() |
Rætt um skattamál á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 5. desember 2009
Icesave-plottið er á mörgum hæðum
Frestun Icesave-frumvarpsins gæti framlengt líf ríkisstjórnarinnar þar sem óvíst er um stuðning þingmanna Vinstri grænna. Frestunin gæti líka verið krókur stjórnar á móti bragði andstöðunnar. Eftir að frumvarpið fer úr annarri umræðu eru vopn slegin úr höndum minnihlutans. Í þriðju umræðu er ræðutími takmarkaður.
Verkefni stjórnarandstöðunnar er að ganga svo frá samkomulagi við stjórnarflokkana að viðspyrna sé gegn gerræði sem ríkisstjórnin er líkleg til að beita.
Markmiðið er að ná bærilegum samningum við Breta og Hollendinga. Ef það kostar líf ríkisstjórnarinnar verður svo að vera.
![]() |
Þingfundur hafinn á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. desember 2009
Icesave frestað; ekkert næturgaman
Áhugamenn um Icesave-umræðuna urðu fyrir vonbrigðum fyrir kortéri þegar málið var fyrirvaralaust tekið af dagskrá. Næturáhorf á beina útsendingu frá Alþingi með kók og popp fór þar með fyrir lítið.
Góðu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ætla að athuga sinn gang betur í málinu og taka til athugunar efnisatriði sem orka tvímælis eða eru beinlínis afkomu okkar hættuleg.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa unnið gott dagsverk, raunar mörg dagsverk á nóttu sem degi. Þegar komið er að samningum við ríkisstjórnina verður að halda þannig á spilunum að vinnan undanfarið sé ekki unnin fyrir gíg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 4. desember 2009
Samfylkingin undirbýr valdarán
Samfylkingarættaður tölvupóstur hótar ísöld nema Icesave-samningur ríkisstjórnarinnar verði samþykktur. Samkvæmt umræðum á Alþingi er spunadeild Samfylkingarinnar að undirbúa jarðveginn fyrir valdarán meirihlutans á þingi. Forseti þingsins, Samfylkingarþingmaðurinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur heimild til að slíta umræðum á Alþingi. Eftir það myndi ríkja stríðsástand innan þings og utan.
Samfylkingarútvarpið flytur fréttir um að Ásta Ragnheiður sé að ,,miðla málum," rétt eins og hún væri óhlutdrægur aðili. Þessi vinnubrögð spunadeildar Samfylkingarinnar eitra íslensk stjórnmál.
Samfylkingin ber höfuðábyrgð á að Alþingi er lamað. Það væri eftir öðru að sami flokkur innleiddi tilskipunarvald á elsta þjóðþing álfunnar.
Föstudagur, 4. desember 2009
Stjórnarandstaðan með meirihluta þjóðar og þings
Meirihluti þjóðarinnar styður stjórnarandstöðuna í hagsmunabaráttu hennar fyrir afkomu okkar í bráð og lengd sem er ógnað með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave-samninga við Breta og Hollendinga. Líkur eru á að þingmenn Vinstri grænna s.s. Lilja Mósesdóttir, Guðfríður Lilja, Ásmundur Einar, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson styðji kröfu stjórnarandstöðunnar.
Tvíeykið í forystu ríkisstjórnarinnar, Jóhanna og Steingrímur J., ættu að kannast við stöðu mála og gera annað tveggja að taka málið af dagskrá Alþingis til frekari vinnslu eða að slíta stjórnarsamstarfinu og biðjast lausnar.
Herför ríkisstjórnarinnar gegn hagsmunum þjóðarinnar verður að linna.
![]() |
Krefjast þess að Icesave verði vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. desember 2009
Þjóðin stendur með stjórnarandstöðunni
Á Alþingi er stjórnarandstaðan í takt við þjóðarvilja á meðan ríkisstjórnin vinnur skipulega gegn þjóðarhagsmunum. Í umræðum á þingi síðustu daga hafa bæði komið fram efnisatriði sem legið hafa í láginni, t.d. skýrsla frönsku bankanefndarinnar frá 2000/2001 um evrópsku tilskipunina er varðar innistæðutryggingar, og tillögur um niðurstöðu málsins; þ.e. setja það aftur í nefnd og vinna betur.
Rök ríkisstjórnarinnar fyrir samþykkt fyrirliggjandi Icesave-frumvarpi veikjast með degi hverjum. Ríkisstjórnin hefur margsinnis sagt að Ísland fái ekki lán og einangrist ef frumvarpið verður ekki samþykkt fyrir þennan eða hinn daginn. Slíkir dómsdagsfrestir hafa liðið og enn berast hingað lán og engin merki eru um einangrun.
Nær 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun InDefense um að forsetinn synji staðfestingu frumvarpsins. Með slíka hvatningu ætti stjórnarnandstöðunni ekki að verða skotaskuld úr því að ræða frumvarpið fram yfir jól.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 3. desember 2009
Ísland í alfaraleið, ESB útkjálki
Ísland verður í alfaraleið á mörkum þriggja heimsálfa, Evrópu, Ameríku og Asíu, þegar bein siglingaleið opnast á norðurslóðum milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Evrópusambandið festist í sessi sem útkjálki gamalla nýlenduvelda á asísku sléttunni milli úthafanna sem áður eru nefnd.
Tækifærin sem Íslendingum stendur til boða eru einstök í sögu þjóðarinnar. Breytingar á norðurslóðum valda því að Ísland verður á krossgötum þar sem skipaumferð þriggja heimsálfa liggur um íslenskt hafssvæði.
Samfylkingin vill loka Ísland í evrópska útkjálkanum og setja fullveldi okkar og forræði eigin mála í hendur Brussel. Samfylkingin er fortapaðasta af öllu fortöpuðu í íslenskri pólitík.
Góðu heilli er Samfylkingin að einangrast í íslenskri pólitík.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. desember 2009
Baugsþjóninn Sigmundur Ernir
Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar var dyggur þjónn fjölmiðlaveldis Baugs, starfaði bæði á Baugsvarpi og blaðaútgáfu. Baugur þurfti ekki lengur á þjónustu hans að halda síðast liðinn vetur og lét hann fara. Sigmundur Ernir munstraði sig á Samfylkingarskútuna og hitt þar fyrir gamlar Baugshendur eins Róbert Marshall-það-vita-allir-að-þú-ræður-þessu-Jón-Ásgeir.
Í dag sér Sigmundur Ernir ýmislegt athugavert við fjölmiðla á Íslandi og er hann rétti maðurinn til þess að greina málaflokkinn. Áhugamenn um fjölmiðla koma ekki að tómum kofanum hjá Sigmundi Erni.
![]() |
Mikilvægt að fjölmiðlar bregðist ekki aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3. desember 2009
Útlenska er viðkvæmt mál
![]() |
Íslenskt mál en ekki heypokaloðmullu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. desember 2009
Steingrímur J. undirbýr uppgjör
Ræða Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á Alþingi um miðjan dag var hörð gagnrýni á sáluhjálp Samfylkingarinnar, Evrópusambandið. Í endursögn RÚV,
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að aðilar innan Evrópusambandsins hefðu haft uppi grímulausar hótanir gagnvart Íslendingum vegna Icesave málsins. Að samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið í gíslingu vegna Icesave.
Orð ráðherra verða ekki skilin öðruvísi en svo að hann undirbúi uppgjör við Samfylkinguna. Hingað til hefur Steingrímur J. verið Samfylkingunni leiðitamur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)