365-miðlar koma óorði á einkarekstur

Atburðir eins og heimsmeistarakeppni í fótbolta eiga að vera í opinni dagskrá. Samkrull RÚV og 365-miðla mun á hinn bóginn loka 18 leiki inni frægum ,,kústaskáp" Stöðvar 2.

Með því að koma í veg fyrir að áskrifendur norrænu sjónvarpsstöðvanna fái aðgang að HM-leikjum er gripið til harkalegra aðgerða til að þrengja kost neytenda.

Samkrull hins opinbera og einkaaðila gefur iðulega verstu niðurstöðuna.

 


mbl.is Skjárinn sýndi ekki áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Eins  og mér er illa við eigendur og rekstur 365, þá er ég þér ósammála. Sá sem  kaupiur sýningarréttinn að svona viðburðum verður auðvitað aðútvarpa þeim til áskrifenda sinna, enda hafa þeir greitt fyrir þetta dýrum dómum. Aðrar stöðvar eiga auðvitað kóst á því að kaupa agang að þessu býst ég við, en hafa þá greinilega ekki boðið nægjanlega í „pakkann“ til þess að ná öllu úr honum til sinna áhorfenda.

Auk þess legg ég til að nauðungaráskrift að RUV verði aflögð og RÚV ekki sett á fjálög eða framfæri skattgreiðenda.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.6.2014 kl. 14:05

2 Smámynd: Alfreð K

Það er hægt að horfa á flesta leikina á HM í opinni dagskrá á BBC / ITV. Það eina sem til þarf er 65 cm gervihnattadiskur (eins og útlendingar eru með víða á svölum hjá sér um allan bæ), nemi og gervihnattamóttakari (eða ekki einu sinni: margir af nýjustu flatskjáunum eru með innbyggðan gervihnattamóttakara).

Hægt var líka að horfa á HM 2006 og HM 2010 á þennan máta, þ.e. beint af gervihnetti.

Alfreð K, 6.6.2014 kl. 23:46

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Loksins þegar kemur almennilegt sýningarefni sem Rúv sýnir fyrir nauðungaráskriftina,selja þeir hluta þess til St2.,sem getur þá selt áskrift af einhverri þeirrra 4-5 rása sem þeir gera út. Það er einhvernveginn svo að best er að horfa heima,þótt geti horft á alla leiki hjá börnunum.

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2014 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband