Vinstrimenn, göfugar tilfinningar og valdið

Vinstrimenn, til dæmis þeir sem kalla gamla konu með rangar skoðanir ,,ógeðslega rasistakellingu", eru handhafar göfugra tilfinninga. Göfuglyndir menn eins og Karl Th. Birgisson þjást af ,,stækri fyrirlitningu" á Framsóknarflokknum. Illugi Jökulsson vill úthýsa framsóknarmönnum úr ,,siðuðu samfélagi."

Spænski rannsóknarrétturinn var einnig handhafi göfugra tilfinninga, NKVD austur í Rússíá var sömuleiðis krýndur rétthafi göfuglyndis.

Framsóknarmönnum og borgaralega þenkjandi fólki á Íslandi er nokkur vörn í þeirri staðreynd að vinstrimenn fara ekki með völdin hér á landi. Dæmin sanna að handhafar göfugra tilfinninga fyllast eldmóði rétttrúnaðar þegar þeir komast í tæri við völd. 

 


mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

“Of all tyrannies, a tyranny sincerely exercised for the good of its victims may be the most oppressive.
It would be better to live under robber barons than under omnipotent moral busybodies.
The robber baron's cruelty may sometimes sleep, his cupidity may at some point be satiated; but those who
torment us for our own good will torment us without end for they do so with the approval of their own conscience.
They may be more likely to go to Heaven yet at the same time likelier to make a Hell of earth.
This very kindness stings with intolerable insult. To be "cured" against one's will and cured of states which we
may not regard as disease is to be put on a level of those who have not yet reached the age of
reason or those who never will; to be classed with infants, imbeciles, and domestic animals.”

― C.S. Lewis, God in the Dock: Essays on Theology (Making of Modern Theology)

kallpungur, 9.6.2014 kl. 10:55

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Þessar vinstri bullur eins og Karl Th og Illugi eru þeir með þessu ekki að styðja þá íslamista í Englandi sem eru búnir að gera 6 skóla að harðlínuskóla fyrir íslam. Núna eru 6 skólar í sérstakri gjörgæslu stjórnvalda en samtals eru 21 skóli sem eru í skoðun. Sem dæmi hvað er kennt í þessum skólum:

  • Að hvítar konur eru vörumerki fyrir vændi
  • Börn niður í 6 ára er kennt að vera „Anti-Christian"

Er það þetta sem þessar vinstri tuðrur vilja, þið getið lesið um þetta í grein í

dailymail

Ómar Gíslason, 9.6.2014 kl. 11:59

3 Smámynd: Elle_

Menn og konur með svo mikið ego (og oft ofsa) að halda alltaf að þeirra eigin sýn, vilji og þarfir passi (og s-k-u-l-i ganga) fyrir alla aðra nær og fjær, hvort sem það eru menn í embættum, hægriflokkum, miðjuflokkum, samtökum, trúarflokkum, eða vinstriflokkum, ættu aldrei aldrei að komast til valda.  Það er verst að slíkir menn blekkja oft og tala lýðræðislega, þangað til þeir fá lyklavöld, komast í formannsstöður og aðrar valdastöður.

Elle_, 9.6.2014 kl. 12:58

4 Smámynd: Elle_

Skal samt alveg játa það að stjórnmálamenn (frekar konur en menn) í hinum svokölluðu jafnaðarflokkum og vinstriflokkum séu miklu frekar ofsafengnir en hægri menn.  Vissi það ekki fyrr en eftir að kattasmalarnir komust til valda.

Elle_, 9.6.2014 kl. 14:50

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fólk sem getur talið sér trú um að það sé göfugt þegar það gefur annarra fé getur líka talið sér trú um að það hafi alltaf rétt fyrir sér.

Ragnhildur Kolka, 9.6.2014 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband