Miðvikudagur, 20. ágúst 2014
Saksóknari ræðst á upplýsingafrelsið
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er talsmaður miðaldaviðhorfa gagnvart upplýstri umræðu. Með því að ákæra vegna meints leka á upplýsingum sem eiga fullt erindi í umræðuna leitast ríkissaksóknari við að þagga niður málefnalega umræðu.
Eftir að Tony Amos og stuðningslið hans gerði hælisumsóknina að opinberu máli, með mótmælastöðu og skipulögðum fréttaflutningi áttu vitanlega allar upplýsingar um hælisumsóknina erindi í umræðuna. Það er í þágu upplýstrar umræðu að efnisatriðin í minnisblaðinu yrðu opinber.
Þeir sem sækja um hæli, hvort heldur á Íslandi eða til annarra ríkja, verða að gera ráð fyrir að upplýsingar um stöðu og persónulega hagi sé hluti af málsmeðferðinni. Og ef málsmeðferðin verður að opinberri umræðu eiga efnisatriðin að vera upplýst til að almenningur geti myndað sér málefnalega afstöðu.
![]() |
Ákærður fyrir brot á þagnarskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2014
Sterkari ríkisstjórn eftir atlöguna að Hönnu Birnu
Ríkisstjórn er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Í gegnum tíðina eru það oft einstakir ráðherrar og/eða ósamstaða samtarfsflokka sem veikja ríkisstjórnir. Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur sýnt samheldni og ráðherrar allir með tölu verið liðsmenn en ekki einleikarar.
Atlagan að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra reynir á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar og ekki síst samstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það væri freistandi fyrir þingmenn sem ganga með ráðherra í maganum að magna upp óvinafagnaðinn í framavon.
Þeir sem mestu valda um hvernig til tekst eru formenn ríkisstjórnarflokkanna, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Til þessa hafa þeir ekki stigið feilspor.
![]() |
Sigmundur fellst á beiðni Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. ágúst 2014
Tvöfeldni ASÍ og launin í landinu
Alþýðusamband Íslands er beggja vegna borðsins í launaumræðunni. ASÍ tilnefnir stjórnir lífeyrissjóðanna til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins. ASÍ er að því marki fulltrúi atvinnurekenda sem lífeyrissjóðirnir eiga fyrirtækin.
Lífeyrissjóðirnir eru ráðandi í mörgum stærstu fyrirtækja landsins, til dæmis Högum og Icelandair. Hvað er að frétta af launastefnu ASÍ í stærstu fyrirtækjum landsins?
Yfirlýsinga ASÍ um stéttastríð í landinu vegna launamisskiptingar er ekki trúverðug þegar verkalýðshreyfingin er eins og hundur í bandi forstjóranna.
![]() |
Mæta misskiptingu með afli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. ágúst 2014
Enginn pólitískur valkostur við ríkisstjórnina
Stjórnarandstaðan er ekki pólitískur valkostur við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ekki heldur er raunhæfur kostur að annar hvor stjórnarflokkanna taki upp meirihlutasamstarf við stjórnarandstöðuflokka. Þetta eru góðu fréttirnar fyrir stjórnina.
Slæmu fréttirnar eru að ríkisstjórnin sýnir trekk í trekk pólitíska taugaveiklun sem veikir stöðu hennar. Eftirgjöf gagnvart ESB-sinnum í afstöðunni til þess hvort draga eigi umboðslausu ESB-umsóknina tilbaka eða ekki stendur það hæst.
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar spyrja sig eðlilega fyrir hvaða pólitík stjórnin stendur þegar hún heykist á því að koma í höfn þeim meginmálum sem stjórnarflokkarnir fengu kosningu út á.
![]() |
Spáir hörðum pólitískum vetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 16. ágúst 2014
Heimsfrásögnin er týnd, líka íslenska neðanmálsgreinin
Þeir sem komust til vits og ára síðari hluta síðustu aldar bjuggu við trausta frásögn af heiminum. Frásögnin var um baráttu vesturs og austurs, kapítalisma og kommúnisma. Oft er frásögnin kennd við kaldastríðið eða tveggja póla heim Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Fall Berlínarmúrsins 1989 gróf undan ráðandi heimsfrásögn áratuganna á undan. Engin ný heimsfrásögn leysti þá gömlu af hólmi. Hægt er að nefna nokkrar sem koma til álita; Evrópusambandið (hvort það stenst eða leysist upp); pólitísk og hernaðarleg spenna í Austur-Evrópu, uppgangur öfgamúslíma fyrir botni Miðjaðarhafs og viðsjár Kína og Japan í Asíu. Engin þessara frásagna er enn nógu altæk til að verða að heimsfrásögn.
Íslendingar áttu sína neðanmálsgrein við heimsfrásögnina á tímum kalda stríðsins. Stjórnmál og mannlíf að nokkur leyti hverfðist um afstöðuna til herstöðvarinnar á Miðnesheiði og aðildar Íslands að Nató. Brottfall heimsfrásagnarinnar hafði gagnger áhrif á íslensku neðanmálsgreinina. Dæmi: á tímum kalda stríðsins var náið bandalag með Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki. Í dag eru þessir flokkar eins og hundur og köttur. Vg, Alþýðubandalagið, var alltaf stærri en kratar vegna andófsins gegn hernum. Núna er Vg hreinn minnipokaflokkur, þótt formaður flokksins sé margfalt kjósendavænni en formaður Samfylkingar.
Við fall gömlu heimsfrásagnarinnar skrifaði lítt þekktur bandarískur embættismaður, Francis Fukuyama, bók um endalok sögunnar. Meginkenning bókarinnar var að nýja heimsfrásögnin yrði vestrænt lýðræði og markaðsbúskapur. Fukuyama varð stórstjarna út á bókina. Þegar hann lítur tilbaka, 25 árum eftir að bókin kom út, játar hann að sögunni lauk ekki með endalokum kalda stríðsins. Lýðræði og markaðsbúskapur urðu ekki sigrandi fullhugar 21. aldarinnar - urðu ekki nýja og endanlega heimsfrásögnin - en eru þó skástu sniðmátin fyrir mannfélagið.
Skortur á heimsfrásögn gerir pólitík kvikari, bæði alþjóðastjórnmál og innanlandsstjórnmál, þar sem saklausir neistar geta kveikt bál - ekki vegna ásetnings heldur óðagots.
Helstu sögulegu hliðstæður við alþjóðastjórnmál nú um stundir eru aðstæður í kringum aldamótin 1900 þegar Evrópa var í þeim hamskiptum að losna við gömlu valdastéttina, aðalinn, og íklæðast múglýðræði. Allur almenningur gladdist svo innilega ágústdagana 1914 þegar loksins, loksins eitthvað spennandi gerðist með því að stríð braust út enda trúði fólk að stríðið yrði nett og skemmtilegt og búið fyrir jól.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. ágúst 2014
Áhlaupastjórnmál
Með samspili bloggs, samfélagsmiðla og fjölmiðla eru orðin til áhlaupastjórnmál. Þeir sem standa fyrir áhlaupastjórnmálum finna flugufót fyrir staðhæfingu um stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk og síðan gildir að búa geðshræringu fyrir staðhæfingunni í samspili ólíkra miðla. Þannig verður til skoðanabylgja í samfélaginu um að fordæma menn og málefni.
Elliði Vignisson fékk hótun um aðför þar sem skyldi beita aðferðum áhlaupastjórnmála. Forsætisráðherra er í gær og dag skotmark vegna umræðu um kjötinnflutning. Í áhlaupastjórnmálum verður hver fjöður að fimm hænum. Moskumálið í vor var skýrt dæmi um þessa tegund stjórnmála.
Samvinna stjórnmálamanna og flokksbrodda annars vegar og hins vegar fjölmiðla er eitt einkenni áhlaupastjórnmála. Þessi samvinna er öll á bakvið tjöldin.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 15. ágúst 2014
Mótmælaflokkar og nýgræðgisvæðing
Norsk-íslenski blaðamaðurinn Mímir Kristjánsson telur nýgræðgisvæðingu og mótmælaflokka mest einkennandi fyrir eftirhrunssamfélagið á Íslandi.
Nýgræðgisvæðingin lýsir sér í sjónarmiðinu allt-er-falt-ef-það-skapar-störf og mótmælaflokkar eru Besti flokkurinn, Björt framtíð, Píratar, Viðreisn og Fylkisflokkurinn auk Borgaraflokksins, Dögunar og fleiri.
Sumpart eru þessi viðbrögð skiljanleg. Við hrun óttaðist þjóðin að landlægt atvinnuleysi skyti rótum og brást við samkvæmt því. Mótmælaflokkarnir eru aftur endurkast vantraustsins á stjórnmálakerfinu.
En núna þegar sex áru frá hrun er kannski kominn tími til að ná áttum og láta af gelgjuviðbrögðunum.
![]() |
Íslendingar í Noregi eru vinsælir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2014
Trú, menning og RÚV
Nokkur munur er á því að umgangast kristni, og önnur trúarbrögð, sem menningarfyrirbæri annars vegar og hins vegar sem trú. Trúmaður lítur vitanlega á trú sína sem veigamikinn þátt í menningunni en trúleysinginn getur notið siðboðskapar og jafnvel helgihalds kirkjunnar án þess að trúa.
RÚV var til skamms tíma miðstöð menningar, sem rækti skyldur sínar við kristni líkt og önnur menningarfyrirbæti, t.d. bókmenntir.
RÚV telur ekki lengur þörf á að sinna kristnum menningararfi með sama hætti og áður. Núna skal kristni flokkuð með önnur trúarbrögðum. Rökin eru þau að morgunbænir og andakt séu ,,barn síns tíma."
RÚV er líka barn síns tíma.
![]() |
Orði kvöldsins og Morgunbæn hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2014
Elliði fær haturspóst
Elliði Vignisson skrifaði rökstudda stuðningsyfirlýsingu við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Í kjölfarið fær hann haturspóst. Elliði birtir sýnishorn en þar er hótað að hann verði fyrir skipulögðu aðkasti og ,,tekinn niður".
Nafnkunnur penni benti á að ég ætti að hafa vit á því að halda mig til hlés ef ég myndi ekki vilja ....verða undir þeirri sömu öldu og kom Sjálfstæðisflokknum út úr þinghúsinu í hruninu
Hverjir standa fyrir skipulögðum hatursherferðum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2014
Nato/ESB í Úkraínu og friður í Evrópu
Tvær stórstyrjaldir á meginlandi Evrópu á síðustu öld virðast ekki hafa kennt stjórnmálaelítunni í Vestur-Evrópu að halda friðinn. Aðfarirnar í Úkraínu eru ekki til þess fallnar að stuðla að friðsamlegri sambúð við nágrannann í austri.
Eftir hrun Sovétríkjanna komst Úkraína í hendur gerspilltra stjórnmálamanna og skipti engu hverjir voru við völd. Úkraína er næsti nágranni Rússa og ef Vestur-Evrópuríki skipta sér af innanlandsmálum verða Rússar tortryggnir.
Evrópusambandið virðist vinna skipulega að því að koma Úkraínu undir sitt áhrifasvæði m.a. með stórfelldum fjárstuðningi við ýmsa hópa sem ekki endilega eru þjakaðir af lýðræðisást. Nato bakkar upp ásælni ESB með því að hnykla vöðvana.
Með skynsamlegri diplómatíu er hægt að kæla niður ástandið í Úkraínu. Engin þörf er á að efna til ófriðar í Austur-Evrópu, sem þarf fyrst og fremst tíma til að ná áttum eftir eymdartíma kommúnismans. Í stað þess að fjármagna undirróður og sýna vígtennur ætti Nato/ESB að vinna að því ásamt Rússum að Úkraínumenn sjálfir fái ráðrúm að taka til hendinni í stjórn landsins. Ekki veitir af.
![]() |
Ræddu um Úkraínu og Miðausturlönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)