Sterkari ríkisstjórn eftir atlöguna að Hönnu Birnu

Ríkisstjórn er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Í gegnum tíðina eru það oft einstakir ráðherrar og/eða ósamstaða samtarfsflokka sem veikja ríkisstjórnir. Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur sýnt samheldni og ráðherrar allir með tölu verið liðsmenn en ekki einleikarar.

Atlagan að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra reynir á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar og ekki síst samstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það væri freistandi fyrir þingmenn sem ganga með ráðherra í maganum að magna upp óvinafagnaðinn í framavon.

Þeir sem mestu valda um hvernig til tekst eru formenn ríkisstjórnarflokkanna, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Til þessa hafa þeir ekki stigið feilspor.


mbl.is Sigmundur fellst á beiðni Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Þegar ráðherra er með allt niður um sig, af ýmsum ástæðum (m.a. vegna glataðs trúverðugleika), þá heitir það í orðabók Páls að menn hafi orðið fyrir atlögu.

Jón Kristján Þorvarðarson, 19.8.2014 kl. 08:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Atlöguna gegn Hönnu Birnu?"

Hvað með atlöguna sem heimili landsmanna þurfa að sitja undir á vegum starfsmanna sem heyra undir ráðuneyti hennar? (sýslumenn)

Það er ennþá beðið eftir að farið verði að lögum í þeim efnum, og fyrr en það gerist verður tómt mál að tala um þennan "ráðherra".

Það á ekki að fela neinum hlutverk dómsmálaráðherra nema sá hinn sami telji sig þess umkominn að framfylgja þeim lögum sem gilda í landinu. Hanna Birna hefur ekki sýnt það af sér, heldur þvert á móti hefur hún komið aftur og ítrekað fram á opinberum vettvangi til þess að verja lögbrot sýslumanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2014 kl. 08:15

3 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Guðmundur !

Tek undir - með þér. Orð þín - staðfesta GLÆPAMENNSKU þessarrar ÓSTJÓRNAR: ganvart almenningi / á alla Andskotans kanta.

Páll síðuhafi !

Þú hikar ekki við - að beita fyrir þig lýginni: þykir það þér henta til stuðnings við þessi úrhrök (alþingis og stjórnarráðs) !

I. Bifreiðagjöldin - sem lofað var afnámi á árið 1990 / standa enn !

II. Stimpilgjöldin - sem áttu að hverfa á árunum 2005 - 2007 standa enn !

III. Úrbætur og leiðréttingar heimilanna - sem áttu að hefjast STRAX Vorið 2013 / eru ekki einu sinni komar til skoðunar. Sigmundur og Bjarni japla á alls lags útúrsnúningum: frá misseri til misseris !

IIII. Verðbætur á laun - voru afnumdar árið 1983 / hvergi sér þess staðar: að afturvirk leiðréttting til handa landsmönnum sé á neinni leið þar - til baka !

V. Verðbætur á lánaskilmála hækka hérlendis - verði frosta nótt á Kaffiekrunum suður í Brazilíu - óvænt t.d.!

Hvernig - þykist þú geta varið þessa veslalinga yfirleitt - sem eiga að heita Ríkisstjórn Íslands / Páll Vilhjálmsson ?

Með - fremur blendnum kveðjum til Páls síðuhafa að þessu sinni / hinum ágætustu til annarra /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 10:21

4 identicon

Afsakið: nokkra meinbaugi á innslætti texta - í flýti nokkrum.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 10:27

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll - það er rétt greining hjá þér á stöðunni sem jafnan.

Það er lítt, í raun ekkert að marka innlegg Óskars nefnds Helga sem hér skrifar sleggjudóma sína hægri vinstri sem jafnan. Óvenju lítt fjölmælinn þó í þetta sinn. Kemur á óvart stundum - augljóslega.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.8.2014 kl. 10:38

6 identicon

Sælir - á ný !

Geri ekki ráð fyrir - að nokkur skyni borinn maður taki mark á hrati Predikara ræksnisins: sem EKKI ÞORIR ENN að koma fram undir fullu nafni - eftir ÖLL ÞESSI ÁR.

Meira að segja - missklinings- og mistúlkunar frömuðurinn Ómar Bjarki Kristjánsson (af öllum !) þorir það þó - gott fólk.

Sömu kveðjur og seinustu - nema til Predikara gálksnins / að sjálfsögðu //

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 11:05

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það s

est vel hvað ég átti við með svari þessa sleggjudómara - með hugaróra sína.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.8.2014 kl. 11:32

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sterkust yrði ríkisstjórnin auðvitað ef engir kvenráðherrar væru þar innanborðs!

Það er oft fjasað um að konur gefi ekki kost á sér í pólitík - en skyldi nokkurn undra.  Ef þeim tekst að skríða yfir glerþakið eru þær hundeltar af pólitískum andstæðingum - langt umfram karlkyns stéttarbræður sína.

Kolbrún Hilmars, 19.8.2014 kl. 17:37

9 Smámynd: Elle_

Ef svo, slapp Kata meðhjálpari Steingríms.  Man ekki eftir að hinn falski stjórnmálamaður hafi verið hundeltur en of oft hælt.  Miðað við Lilju Mósesdóttur og Vigdísi Hauksdóttur, lá Kata í dúnsæng með Árna Þór, Birni Val og Steingrími mikla gegn Lilju og öðrum svokölluðum villiköttum.

Elle_, 19.8.2014 kl. 23:39

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Elle, skaplitlar konur sem beita sér ekki í pólitíkinni ógna engum og eru látnar í friði.  Samt geta þær þrifist vel í innanflokksstarfinu og eru oft góðir stjórnendur.  

Varla viljum við þó að allar stjórnmálakonur séu þannig?  Frekar vil ég sjá þær taka kast í ræðustól eins og Kata hin í fyrra.  :)

Kolbrún Hilmars, 20.8.2014 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband