Trú, óöld og þjóðríki

Þjóðríki er vestræn fyrirmynd að samfélagi sem alls ekki er víst að megi með góðu móti fella að öðrum þjóðfélagsaðstæðum en þeim sem einkenna Vesturlönd.

Þegar þjóðríkjareglan samþykkt fyrir forgöngu Bandaríkjamanna eftir fyrra stríð, og Íslendingar nutu m.a. góðs af, þá var hún ekki látin gilda utan Evrópu. Engu að síður urðu fyrrum nýlendur vestrænna ríkja í Afríku og Asíu sjálfstæð ríki næstu áratugina eftir með vísun í þjóðríkjaregluna en ekki í staðbundnari gildi.

Meginmurinn á Vesturlöndum annars vegar og hins vegar múslímskum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs er að trúin er aukaatriði á Vesturlöndum en aðalatriði meðal múslíma.

Jafnvel í einsleitum múslímaríkjum eins og Egyptalandi, sem býr að mörg þúsund ára samfelldri þjóðarsögu, þá eru innlendar trúarerjur uppspretta ófriðar. Önnur ríki, t.d. Sýrland og Írak, þar sem búa ólíkar þjóðir,  virðast dæmd til að rifna í sundur með ólýsanlegum hörmungum fyrir allan almenning.


mbl.is „Nú deyjum við. Vertu sæll.“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland svo gott sem án fordóma

Í skýrslunni um hatursorðræðu ber mest á greiningu á ummælum sem féllu í moskuumræðunni. Í skýrslunni segir

Það er um það bil 8-10 manna hópur sem er mjög virkur í umræðunni um byggingu mosku og búsetu múslima á Íslandi. Nokkrir af þeim halda úti vefsíðum þar sem settur er fram haturs- og hræðsluáróður gagnvart múslimum. Sumir þessara aðila eru mjög meðvitaðir um hversu langt þeir geta gengið í málflutningi sínum án þess að gerast brotlegir við lög.

Samkvæmt þessu telja hinir fordómafullu ekki tylftina og eru jafnframt meðvitaðir um lögin.

Hvert er vandamálið? 



mbl.is Hatrið mest í garð múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar og vestrænn vanmáttur

Framsæknasta trúarhreyfing múslíma, Isis, boðar afturhvarf til kalífadæmis sem varð til á miðöldum. Aðferðirnar við að setja saman kalífadæmið eru líka frá miðöldum. Herskáir múslímar herja ekki aðeins á kristna og aðra ekki-múslíma á styrjaldarsvæðum heldur þjösnast múslímar á fólki annarrar trúar á Vesturlöndum.

Vesturlönd standa ráðþrota gagnvart uppgangi múslíma. Á Vesturlöndum er búið að setja trúarbrögð á bás með tómstundaiðju, sem virðing er borin fyrir en teljast ekki miðlæg í pólitík eða samfélagi. Múslímar, á hinn bóginn, setja trú sína ofar öllum öðrum samfélagslegum gildum. Múslímaríki fallast ekki einu sinni á vestrænar skilgreiningar á mannréttindum.

Mannréttindi eru hafin yfir trú á Vesturlöndum og styðjast við veraldleg lög, eins og má sjá á mannréttindayfirlýsingu SÞ. Múslímar skrifa ekki upp á vestræn mannréttindi. Kaíró-yfirlýsingin er réttindaskrá þeirra og hún er innblásin trúarkreddum.

Andspænis múslímum eiga Vesturlönd fá svör. Enginn jarðvegur er fyrir herskárri kristni til að verjast ásælni múslíma. Ekki heldur er hægt að takmarka trúfrelsi enda eru þau ásamt málfrelsi hornsteinn vestrænna mannréttinda.

Eina færa leiðin er að stjórnmálakerfið takmarki völd og áhrif múslíma á vestræn samfélög. Ef stjórnmálakerfið virkar ekki að þessu leyti er skammt í ofbeldið.


mbl.is Hverjir eru Jasídar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylkisflokkurinn falsar söguna

Ísland var aldrei fylki í Noregi. Ísland var sjálfstætt ríki í meira en 300 ár áður en það gekk Hákoni gamla á hönd 1262/64. Sjálfstæðisbarátta okkar frá og með 19. öld byggði á þeirri forsendu að Ísland hefði aldrei verið hluti af öðru ríki, hvorki Noregi né Danmörku, aðeins játað konungsvaldi - fyrst því norska og síðar hinu danska.

Fylkisflokkur Gunnars Smára byrjar starfsemi sína með sögufölsun. Á heimasíðu flokksins segir ,,Fylkisflokkurinn vinnur að endursameiningu Íslands og Noregs með því að Ísland verði 20. fylki Noregs." 

Jón Sigurðsson lagði grunninn að sjálfstæðisbaráttu Íslandinga á 19. öld. Hann skrifaði í Hugvekju til Íslendinga

Það er öllum kunnugt, sem nokkuð vita um sögu landsins, að Íslendíngar gengu í samband við Noreg á seinasta stjórnarári Hákonar konúngs Hákonarsonar og fyrsta ári Magnús lagabætis, sonar hans. Ísland gekk í samband við Noreg sjálfviljuglega, ekki sem sérstakt hérað eða ey, sem heyrði Noregi til, heldur sem frjálst land, sem hafði stjórnað sér sjálft um rúm 300 vetra, án þess að vera Noregi undirgefið í neinu. Það samtengdist Noregi með þeim kjörum, sem Íslendíngar urðu ásáttir um við Noregs konúng, og þar á meðal þeim kosti, að öll stjórn þeirra og lög skyldi vera innlend...

Stjórnmálaflokkur sem byrjar vegferðina á sögufölsun er ekki líklegur til stórafreka.


Stríð stælir stráka - og stelpur

Staðalímyndir hermanna eftir stríðsþátttöku eru tvær. Í fyrsta lagi bugaður maður sem ekki fær notið lífsins vegna erfiðra minninga frá víglínunni. Í öðru lagi siðleysinginn sem naut lífshættunnar og er albúinn að hefja átök að nýju. Einstaklingar sem svara til staðalímyndanna eru ekki þénanlegir borgaralegu samfélagi, eins og nærri má geta. Ný rannsókn á þýskum hermönnum sem þjónuðu í Afganistan kippir stoðum undan staðalímyndunum.

Tæp 70 prósent hermannanna, sem voru af báðum kynjum, segja stríðsreynsluna gera sig meðvitaðri; um 56 prósent sögðust kunnu betur að meta lífið og 43 prósent voru með afslappaðri lífsafstöðu en áður.

Sumir stæltust ekki í stríðinu. Fjögur prósent hermannanna sögðu eftirstríðslífið framandi; sex prósent mynda ekki vináttu nema með stríðsfélögum; tíu prósent drógu sig til hlés félagslega og ein 15 prósent urðu árásagjarnari.

Rannsóknin byggir á svörum 849 hermanna sem voru að meðaltali fjóra mánuði í Afganistan. Helmingur varð fyrir óvinaárás og þriðjungur tókst á við dauða félaga.

Fjórðungur hermannanna taldi samband sitt við maka batna eftir herför en sama hlutfall að makasambandið væri verra.

Ein 43 prósent hermannanna fannst skrifræðið illþolanlegt eftir þjónustu í víglínunni. Við erum jú að tala um Þýskaland.


Gunnar Smári, Benedikt J. og næsti jaðarflokkur

Gunnar Smári Egilsson er með Fylkisflokki sínum kominn í hörkusamkeppni við Benedikt Jóhannesson sem ætlar að stofa Viðreisn. Báðir flokkarnir róa á sömu miðin, að Ísland sé ónýtt. Gunnar Smári vill Ísland sem fylki í Noregi en Benedikt J. að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Ónýta-Ísland rökin standast illa skoðun. Við komum fjarska vel út í samanburði við aðrar þjóðir. Þeir sem  halda á lofti sjónarmiðinu að Ísland sé ónýtt eru oft menn með stóra drauma um sjálfa sig og bera takmarkaða virðingu fyrir hversdagslegum staðreyndum. Þótt þeim gangi illa að sannfæra aðra um að taka sig til leiðtoga gefur stórlætið þeim seiglu. Samkeppni Gunnars Smára og Benedikts J. er á milli tveggja spámanna í leit að framtíðarlandi fyrir sjálfa sig og aðdáendahópinn.

Vinstrimenn og kósí-fólkið sem kaus Bjarta framtíð er líklegast til að kjósa næsta jaðarflokk. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er nokkuð vel liðinn af þessum kjósendahópi og hann gefur ekki mikið fyrir stjórnmálabrölt Gunnars Smára. Staða Benedikts J. er öllu vænlegri á talandi stundu en það er langt til kosninga. 

 


Launafólk eltir forstjórana

Sumarstarfsmenn gátu í vor samið um hærri laun fyrir lagerstörf, í ferðaþjónustu og iðnaði vegna þess að það var skortur á vinnuafli. Þegar sumarfólk fær laun umfram kjarasamninga þá er víst að fastir starfsmenn eru á betri kjörum en samningar segja til um.

Á hinn bóginn er ljóst að hálaunafólk heftur tekið til sín stærri hluta launakökunnar síðustu misseri og það án þess að mikið veður hafi verið gert út af því.

Kjarasamningar eru iðulega þannig að almennir launamenn koma í humátt á eftir forstjóraliðinu og krefjast sömu hækkana.


mbl.is Búast við meiri hörku í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldmiðill og ríki

Skotland með enskt pund verður ekki fyllilega sjálfstætt. Englandsbanki mun stjórna peningamálastefnu pundsins út frá enskum hagsmunum en ekki skoskum. Sjálfstæðissinnar í Skotlandi telja ekki heppilegt að hverfa frá breska pundinu um leið og þeir lýsa yfir sjálfstæði - ef til þess kemur.

Skotar líta ekki á evruna sem valkost enda sá gjaldmiðill þekktur fyrir að leggja efnahagskerfi jaðarþjóða í rúst. Björn Bjarnason segir frá umræðu um að Skotar taki upp norska krónu enda margt líkt með hagkerfum þessara þjóða.

Á miðöldum réðu norskir konungar nyrsta hluta Skotlands og eyjunum þar undan: Suðureyjum, Hjaltlandseyjum og Orkneyjum. Ætli til verði fylkisflokkur í Skotlandi til að ganga inn í Noreg?


mbl.is Skotar haldi sig ekki við pundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk til heimabrúks virka ekki á netöld

Íslamistar í Sýrlandi og Írak nota villimannslegar aðfarir til að ýkja styrki sinn andspænis tvístruðum mótherjum. Hryðjuverk í þágu landvinninga og kúgunar er viðtekin venja í sögunni fremur en afbrigði.

Heimskringla segir frá Magnúsi berfætta sem beygði íbúa skosku eyjanna undir sig með hryðjuverkum. Vilhjálmur sigurvegari slátraði fólki og búfé í Norður-Englandi til að fylgja eftir sigrinum á Engilsöxum við Hastings. Hryðjuverk var herstjórnarlist krossfaranna, Djengis Kahn, spænsku landvinningamannanna og svo framvegis. Jafnvel í okkar friðsömu sögu koma fyrir hryðjuverk; í höfðingjaátökum Sturlungaaldar voru menn augnstungnir, aflimaðir og geltir.

Hryðjuverk til heimabrúks ná oft tilætluðum árangri. Norsku herkonungarnir frá Ólafi Tryggvasyni að telja brutu undir sig smákóngadæmin og stofnuðu eitt ríki; Normannar urðu herrar Englands og spænsku landvinningamennirnir réðu heilli heimsálfu.

Hryðjuverk brjóta á bak andstöðu fórnarlömbin eru hjálparlaus. Fjölmiðlar breyttu valdahlutföllunum með því að fórnarlömbin fengu rödd og ásýnd. Eftir því sem leið á 20. öldina varð erfiðara að stunda hryðjuverk til heimabrúks. Bandaríkjamenn töpuðu Víetnam-stríðinu vegna þess að fjölmiðlar afhjúpuðu grimmdina og tilgangsleysið: ,,við verðum að eyða þorpinu til að bjarga því."

Íslamistar, sem ætla að búa til kalífadæmi í Sýrlandi og Írak, fremja hryðjuverk til að lama mótstöðuna. En þegar fjölmiðlar kynna alþjóð hryðjuverkin kallar samúðin með fórnarlömbunum á hernaðaraðgerðir gegn íslamistum. Fjölmiðlar segja íslamista nýja vídd villimennskunnar sem vestrænum þjóðum ber skylda til að herja á.

Fréttir um níðingsverk íslamista á kristnum munu stórauka þrýstinginn á vestræn stórveldi að grípa í taumana. Illu heilli fyrir alla viðkomandi munu sprengjuárásir Breta og Bandaríkjamanna ekki bjarga neinu. Aðeins íbúar Sýrlands, Íraks og annarra ríkja á ófriðarsvæðum fyrir botni Miðjarðarhafs geta leyst úr þeim vanda sem þar er við að etja.    

 


mbl.is Bretar íhuga þátttöku í árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vg vill Ísland á bannlista

Formaður Vinstri grænna vill að íslenskum fyrirtækjum verði bannað að selja vörur til Rússlands. Í frétt RÚV segir

Formaður Vinstri grænna segir nauðsynlegt að fá svör við því hvers vegna Íslendingar séu ekki á lista yfir þær þjóðir, sem bannað hefur verið að flytja matvæli til Rússlands.

Hatur Vg á íslenskum hagsmunum nær nýrri lægð með þessu útspili formannsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband