Mánudagur, 4. maí 2015
Kaupþing var skáldskapur
Kaupþing, líkt og allir bankar, byggði á trausti. Kaupþing, ólíkt flestum fjármálastofnunum, óx hraðar en traustið. Til að undirstaðan, traustið, hryndi ekki skálduðu Kaupþingsmenn traust.
Al Thani málið var skáldskapur um traust og sömuleiðis hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér.
,,Ósmekklegasta spurning sem ég hef fengið, sagði Hreiðar Már forstjóri Kaupþings þegar hann var spurður út í skáldskapinn.
Eðlilega bregst forstjórinn illa við þegar komið er að kjarna málsins: Kaupþing byggði á skáldskap.
![]() |
Símtalið umdeilda spilað í dómsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. maí 2015
Píratar eru skilaboð, ekki stjórnmál
Píratar standa ekki fyrir nein stjórnmál, utan netpælingar um höfundaréttindamál. Fyrir nokkrum mánuðum boðuðu Píratar til málstofufunda þar sem ræða átti stefnu framboðsins í stærri þjóðfélagsmálum. Ekkert er að frétta af niðurstöðum.
Í Píratakóðanum segir að píratar séu friðelskandi, gagnrýnir, virði skoðanir annarra og séu almennt gott fólk - um það skal ekki efast.
En það er gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum en það fær lítið fylgi í skoðanakönnum - aðeins Píratar mælast með öflugt fylgi.
Aðrir stjórnmálaflokkar á alþingi standa fyrir ólíka valkosti; t.d. í málefnum sjávarútvegs, ESB-aðildar, menntamála, stóriðju og umhverfismála. Um þessi mál og mörg önnur er deilt og tekist er á um niðurstöðu þeirra.
Ef Píratar fengju að ráða færu öll deilumálin á alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn gætu sofið fram yfir hádegi, leikið sér í tölvuleikjum eftir hádegi og dreypt á rauðvíni síðdegis - pólitíkin væri ekki á þingi heldur úti í þjóðfélaginu.
Stórfylgi Pírata er skilaboð um óánægju almennings með stjórnmál eins og þau eru rekin í dag. Almenningur biður um meiri samstöðu um stærri mál og minni úlfúð. En í bili er það ekki í boði.
![]() |
Píratar lang vinsælastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. maí 2015
Skipulagsvald flugvalla til ríkisvaldsins
Í borgarstjórn Reykjavíkur ráða kreddur lítillar klíku sem má kenna við póstnúmerið 101. Ein alvarlegasta kreddan er að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni skuli víkja og slíta þar með á flugsamgöngur við landsbyggðina.
Þrátt fyrir margyfirlýstan vilja almennings, bæði í höfuðborginni og á landsbyggðinni, um að flugvöllurinn skuli kjurr lætur borgarstjórn Reykjavíkur sér ekki segjast og sigar jarðýtum verktaka á helgunarsvæði vallarins.
Alþingi er æðsta yfirvald þjóðarinnar. Þegar fullreynt er að undirstofnun í þjóðfélaginu, þ.e. borgarstjórn Reykjavíkur, tekur ekki sönsum í mikilvægu hagsmunamáli almennings og binst vanheilögu bandalagi við verktaka að eyðileggja almannagæði þá er kominn tími til að alþingi skerist í leikinn.
Alþingi ætti að flytja skipulagsvald flugvalla og helgunarsvæðis þeirra til innanríkisráðuneytisins. Þar með væru málefni þjóðarflugvallarins í Vatnsmýri komin í réttan farveg og minni hætta á að sértrúarkennd kredduhugsun ráði ferðinni í hagsmunamáli almennings.
![]() |
Skilaboð til meirihlutans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 3. maí 2015
Verkföllin eru pólitískur Reykjavíkurvandi
,,Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum hefur gert nýja kjarasamninga við tíu fyrirtæki í bænum síðustu tvo daga og fleiri eru í burðarliðnum. »Við urðum að hleypa inn í hollum, það var svo mikill áhugi,« segir Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífanda."
Tilvitnunin hér að ofan er í frétt í prentútgáfu Morgunblaðsins í gær. Sambærilegar fréttir voru af vettvangi verkalýðsfélagsins á Húsavík.
Fyrirtæki og launþegar geta samið sín á milli úti á landi en ekki á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hvað veldur?
Það eru önnur atriði en skipting afraksturs fyrirtækja sem ráða ferðinni í verkfallsaðgerðum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASí þvælir til dæmis Evrópumálum inn í launadeiluna. Nýkjörinn formaður BHM er ESB-sinni, rétt eins og forseti ASí.
Í forystu verkalýðshreyfingarinnar eru pólitísk öfl sem guldu afhroð í síðustu þingkosningum. Þau hyggjast beita verkalýðshreyfingunni til að veikja ríkisstjórnina.
Hagsmunir launþega eru ekki í fyrirrúmi í málflutningi verkalýðsforystunnar.
![]() |
Hvatt til sameiginlegs verkfalls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 3. maí 2015
Móðursýki er stríðsrök
Ísraelar eru tortryggnir gagnvart kjarnorkusamningi við Íran. Æðstu ráðamenn Íran sögðu fyrir skemmstu að þeir óskuðu sér eyðingu Ísraelsríkis. Takist Írönum að koma sér upp gereyðingarvopnum eru Ísraelar komnir í stöðu þýskra gyðinga eftir valdatöku Hitlers. Þeir eru upp á náð og miskunn afla sem vilja tortíma þeim.
Sex daga stríðið 1967 hófst með leifturárás Ísraela á skotmörk í Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdaníu. Aðdragandinn var herskár tónn i samskiptum þessara nágrannaríkja.
Fyrri heimsstyrjöld hófst í andrúmslofti gagnkvæmrar andúðar stórvelda Evrópu þar sem fjölmiðlar mögnuðu upp móðursýki Frakka, Þjóðverja, Englendinga og Rússa með þekktum afleiðingum. Ástæða móðursýkinnar var óöryggi um þróun alþjóðastjórnmála. Gereyðingarvopn þess tíma, stöðugt stærri og öflugri orustuskip, juku á móðursýkina.
Sagnfræðingurinn Michael Howard rekur þessa móðursýki allt aftur til síðmiðalda og upphafs nýaldar. Hirðir Evrópuríkja fylgdust grannt með sifjamálum konungsfjölskyldna þvers og kruss um álfuna til að greina þróun valdahlutfalla. Sérhver fæðing í konungsfjölskyldu gat orðið einu ríki til framdráttar en öðru boðaði fæðingin feigð.
Bandaríkin eru síður næm fyrir þessari tegund taugaveiklunar. Ef frá er talið tímabil kalda stríðsins búa Bandaríkin ekki að þeirri reynslu að standa frammi fyrir tilvistarógn. Lengstan hluta sögu sinnar voru Bandaríkin í innri baráttu. Þeir sigruðu vestrið, efndu til borgarastyrjaldar vegna mannréttinda og urðu stórveldi skömmu síðar án þess að eiga óvini við landamærin. Öll ríki á meginlandi Evrópu eru merkt móðursýkinni sem svo oft leiðir til hernaðar. Átök um landamæri og tilvist ríkja eru jafngömul sögu álfunnar.
Ónæmi Bandaríkjanna fyrir taugaveiklunarblæbrigðum alþjóðastjórnmála leiða oft til þess að þau haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Til dæmis í Úkraínu sem Bandaríkin vilja innlima í Nató ekki seinna en í gær. Rússar eru sannfærðir um að Úkraína í Nató væri undirbúningur að þriðju innrás Evrópuríkja inn í móðurlandið á jafn mörgum öldum. Napoleón stóð fyrir þeirri fyrstu á 19. öld og Hitler á þeirri tuttugustu. Rússar ætla svo sannarlega ekki að sitja hjá aðgerðarlausir þegar drög eru lögð að þriðju tilrauninni.
Evrópskir stjórnmálamenn eru ólíkt næmari á söguna og mistök fortíðar þegar móðursýki var hleypt á skeið með hryllilegum afleiðingum. Angela Merkel kanslari Þýskalands útskýrir einmitt með tilvísun til sögunnar hvers vegna hún hyggst heimsækja Pútín Rússlandsforseta og leggja með honum blómsveig við minnismerki óþekkta hermannsins.
Undir söguna, segir Merkel, er aldrei dregið strik og byrjað upp á nýtt. Sagan er hluti samtíðarinnar og vei þeim stjórnmálamanni sem gleymir. Þjóðverjar eru með orð sem tengja saman samtíma og sögu. ,,Nie wieder", aldrei aftur. Stækasta afleiðing móðursýki seinni tíma sögu er þýskumælandi. Holdgervingur hennar var tungulipur maður með frímerkjaskegg.
![]() |
Kerry hvetur til stillingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. maí 2015
Homminn ég, femínistinn ég, múslíminn ég - af lífsstílspólitík
Félagshópar fólks sem kenna sig við trú, kyn eða kynhneigð útiloka þá frá aðild sem ekki játast tilvistarforsendu hópsins. Gagnkynhneigðir geta ekki verið hommar, kristnir ekki múslímar og karlmenn ekki femínistar.
Lífsaftöðuhópar fá þrifist í samfélaginu vegna þess að við, fermda fólkið, sem borgar skatta og kýs Sjálfstæðisframsóknarflokkinn, stöndum vörð um félagafrelsi og rétt einstaklingsins til að skilgreina sig út frá hvaða forsendum sem vera skal - svo lengi sem sú skilgreining virðir frelsi annarra einstaklinga.
Lífsafstöðuhóparnir eiga margir erfitt með að fóta sig í mannréttindaumræðunni og krefjast skerðingar á mannréttindum Péturs og Páls til að hafa skoðun á hommum, femínistum og múslímum.
Einfaldur hugarreikningur segir okkur að yrði pólitík lífsafstöðuhópanna ráðandi væri úti um samfélagsfriðinn. Eða sér einhver fyrir sér ríkisstjórn skipaða þingmönnum kosna af lista Hinseginflokksins, Femínistaframboðsins og Bræðralagi múslíma? Slík ríkisstjórn er óhugsandi einmitt vegna þess að lífsafstöðuhóparnir skilgreina sig þröngt og eru gagnkvæmt útilokandi á aðra samfélagshópa.
Regluleg stjórnmál, kennd við almennar stjórnmálastefnur eins og jafnaðarpólik, frjálsan markað, samvinnufélög og svo framvegis eiga undir högg að sækja, m.a. vegna þess að sátt er um meginatriði samfélagsgerðarinnar.
Stjórnmálaflokkar róa í auknum mæli á mið lífsafstöðuhópa, til að finna baráttumál sem eykur flokksmönnum eldmóð og skilar fylgi. Stundum er þetta gert með opnum stuðningi við tiltekna lífsafstöðuhópa, sbr. Besta flokkinn í Reykjavík og hinsegin fólk og Vinstri græna og femínista. Í öðrum tilvikum eru ný baraáttumál gerð að lífsafstöðupólitík viðkomandi flokks. Ýktasta dæmið er Samfylkingin sem gerði ESB-málið að trúarsetningu.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur starfa í þágu breiðfylkingar almennings. Þeir fara varlega í að gefa lífsstílspólitík undir fótinn. Það er skynsamlegt.
Laugardagur, 2. maí 2015
Píratar eru Björt framtíð, 2. útg.
Björt framtíð varð til á síðasta kjörtímabili, þegar Jóhönnustjórnin var komin að fótum fram. Björt framtíð var ekki með skoðun á einu eða neinu en stóð sem valkostur við starfandi stjórnmálaflokka.
Píratar tóku við Bjartri framtíð á þessu kjörtímabili sem valkostur. Eins og Björt framtíð eru Píratar ekki með neina skoðun á málefnum samtímans, nema kannski höfundaréttarmálum. Þeir vísa öllum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er aðferð til að afsaka skoðanaleysi.
Ómöguleiki íslenskra stjórnmála (takk Bjarni B., þú átt þetta hugtak) felst í þeirri þversögn að Íslendingar eru ofaldir á efnahagslegri velmegun (hagvöxtur, ekkert atvinnuleysi) en enginn starfandi stjórnmálaflokka reynist fær um að klæða velmegunina í pólitískan búning. Af þeirri ástæðu tekst Pírötum að klæðast nýju fötum keisarans og þykjast albúnir í nekt sinni að verða pólitískt afl.
Stjórnmálaflokkurinn sem sigrar baráttuna um eftirhrunsfrásögnina er með pálmann í höndunum. En það er þrautin þyngri að setja saman pólitíska frásögn um ísland eftirhrunsins. Á meðan taka sviðið skoðanalausir jaðarhópar eins og Píratar.
![]() |
Píratar í stórsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 1. maí 2015
Sælir eru einfaldir: launþegar og lífeyrissjóðir
Forseti ASí boðar stéttastríð launþega gegn atvinnurekendum. Lífeyrissjóðir, sem verkalýðshreyfingin stjórnar til helminga á móti atvinnurekendum, eiga hlut í öllum stærstu hlutafélögum landsins - og ráðandi hlut í þeim mörgum. Í montræðu í nóvember á fundi Lífeyrissjóðs verslunarmanna kemur m.a.fram
Lífeyrissjóðirnir [eiga] stóran hlut í flestum þeirra 15 íslensku félaga sem skráð eru á Kauphöllinni. Í nýlegu yfirliti kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir eiga beint á bilinu 24% til 54% í þessum félögum. Um 24% til 28% í Granda, Marel, Össuri og Nýherja, 42 % til 45% í Icelandair, Högum, Fjarskiptum, Reginn og TM, 54% í N-1, 38% í VÍS, 35% í Sjóvá og 36% í Eimskip. [...]
Þessu til viðbótar eiga lífeyrissjóðirnir drjúga hluti í nokkrum stórum félögum ýmist beint eða í gegnum sjóði. Þá er ég að tala um Skipti, Fasteignafélögin Eik og Reiti, Skeljung, Kaupás, HS Orku og félög sem eru í eigu Framtakssjóðs Íslands, þ.e. Advanía, Promens, Invent Farma og Icelandic.
Lífeyrissjóðir eru ráðandi á hlutabréfamarkað. Ekkert fyrirtæki, sem sækir sér fjármagn á hlutabréfamarkaði, þorir annað en sitja og standa eins og lífeyrissjóðirnir bjóða.
Allt þetta veit Gylfi Arnbjörnsson forstjóri ASÍ. Hann veit líka að forysta ASÍ hefur algerlega brugðist ábyrgð sinni sem ráðandi eigandi í flestum stærri fyrirtækjum landsins.
Gylfi Arnbjörnsson er foringi í stéttastríði verkalýðsforystunnar gegn launþegum. Hann treystir á heimsku umbjóðenda sinna. Og lái honum hver sem vill; Gylfi hefur lifað góðu lífi á verkalýðnum frá því amma var ung.
![]() |
Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 1. maí 2015
Hálftími í strætó drepur samfylkingarfólk
Það eru óboðleg lífsgæði, segir bæjarfulltrúi Samfylkingar, að taka hálftíma strætó í lágvöruverðsverslun.
Staðkunnugir á Nesinu vita að það tekur 20 mínútur að ganga út á Granda og þangað hjólar maður á sjö mínútum. Þar eru þrjár lágvöruverðsverslanir.
Samfylkingarfólk ferðast ekki með strætó, og hvorki gengur það né hjólar. Samfylkingarfólk leggst á bakið og öskrar af frekju ef það fær ekki allt upp í hendurnar án þess að þurfa að dýfa þeim í kalt vatn.
![]() |
Hálftíma strætóferð í lágvöruverðsverslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 1. maí 2015
Einar Kára móðganastjóri ríkisins
Einar Kárason rithöfundur er á móti málfrelsi ef það móðgar fólk. Hann skrifar grein í DV undir fyrirsögninni Um pólitíska rétthugsun - góða fólkið og vondir menn með vélaþras. Tilefni greinarinnar er blogg til varnar málfrelsi á Útvarpi Sögu.
Einar er þeirrar sannfæringar að setja beri skorður við málfrelsi ef fólk móðgast. Útgangspunktur Einars í greininni er hinsegin fólk en gæti allt eins verið múslímar, femínistar eða samfylkingarfólk. Rithöfundurinn telur að málfrelsi skuli ekki styggja fólk sem samsamar sig tilteknum lífsafstöðuhópi.
Einar er of mikil hjarðvera til að skilja að einstaklingurinn og réttur hans til tjáningar í ræðu og riti er hornsteinn vestrænna mannréttinda.
Málfrelsi felur í sér sköpun þar sem orð eru mátuð við veruleikann; stundum til að lýsa og greina en einnig til að breyta og bæta. Ef styggð lífsafstöðuhópa verður sett ofar rétti einstaklinga að tjá skoðanir sínar er tómt mál að tala um málfrelsi. Án málfrelsis fara önnur mannréttindi í hundana.
Grein Einars er myndskreytt með bloggara fyrir héraðsdómi Reykjavíkur en þangað var honum stefnt af fréttamanni RÚV sem móðgaðist vegna gagnrýni á frétt í RÚV.
Ef Einar Kárason fengi að ráða myndu RÚV-arar sameinast í lífskoðunarhópi með lágan móðganaþröskuld. Þar með væri tryggt að enginn gagnrýndi RÚV og góða fólkið sem þar starfar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)