Góða fólkið, Útvarp Saga og minnsti minnihlutinn

Góða fólkið amast við Útvarpi Sögu og finnst fjölmiðillinn ekki fylgja nógu vel pólitískum rétttrúnaði.

Mótmælin eru undir formerkjum samúðar með minnihlutahópum.

Minnsti minnihlutinn er einstaklingurinn. Góða fólkið vill meina einstaklingum málfrelsi. Sá sem hugsar upphátt gæti komist í andstöðu við handhafa réttra skoðana.

Réttar skoðanir, sem þola ekki umræðu, hljóta að vera rangar.


mbl.is Mótmæla „hatursorðræðu Útvarps Sögu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð þín, Páll.

Jón Valur Jensson, 22.4.2015 kl. 14:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvers virði er tjáningar- og skoðanafrelsi ef það á sér engan vettvang?

Mannréttindayfirlýsing SÞ tekur reyndar á þessu (18.og 19.grein); "...með hverjum hætti sem vera skal..." 

Það er ekki "gott" fólk sem vísvitandi vinnur gegn þeirri samþykkt.

Kolbrún Hilmars, 22.4.2015 kl. 16:02

3 Smámynd: Jón Bjarni

Það virðist gæta einhvers misskilnings með eðli tjáningarfrelsis - það eina sem tjáningarfrelsið gerir er að verja fólk fyrir því að það verði sótt til saka fyrir skoðanir sínar - það fer þig ekki á nokkurn hátt fyrir því að orð hafa afleiðingar og geta valdið því að aðrir gagnrýna þig fyrir þær.

Jón Bjarni, 22.4.2015 kl. 16:06

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Útvarp Saga fær góða auglýsingu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.4.2015 kl. 16:24

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Bjarni, ég legg tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi að jöfnu.
Það er; ef þú hefur skoðun hefur þú frelsi til þess að tjá hana.
En auðvitað eru takmörk; gert er ráð fyrir að allar þjóðir sem skrifað hafa undir yfirlýsingu SÞ, hafi ekki aðeins skaðabótalöggjöf heldur líka vettvanginn til þess að skapa vandamálið.
Ef ég segði/skrifaði að þú værir vitlaus hálfbjáni þá leyfist mér það, (sumsstaðar!) en þú ert líka í fullum rétti til þess að afsanna fullyrðingu mína og krefjast skaðabóta.
Vandamálið er bara að það tekur 1-2 ár og á meðan eru þínir vinir og mínir vinir í meiriháttar leðjuslag!
Vel má vera að SÞ þyrfti að endurskoða yfirlýsingu sína með okkar persónulegu mál í huga, en; er betri lausn í boði?

Kolbrún Hilmars, 22.4.2015 kl. 16:25

6 Smámynd: Jón Bjarni

Jájá, ég er alveg sammála því - það virðist samt ótrúlega stór hópur fólks sem virðist halda að tjáningarfrelsið þýði á einhvern hátt að fólki eigi að geta tjáð allar skoðanir, nokkurn veginn án þess að það skipti máli hverjar þær eru og að það eigi að geta gert það hvar og hvenær sem er án þess að því sé sérstaklega mótmælt.. að allar skoðanir séu jafn réttháar einhvern veginn. Tjáningarfrelsið kemur umræðum á netinu t.d. ekkert við, að öðru leyti en því að svo lengi sem ekki er brotið gegn æru manna eða mönnum hótað eða ógnað þá lenda menn ekki í kasti við lögin.

Tjáningarfrelsinu er hinsvegar alveg sama þó að fólk helli sér yfir skoðanir þeirra sem þeim finnst á einhvern hátt vitlausar eða heimskulegar. Ég er t.d. ekki sáttur við það að lokað skyldi á fb síðu Gylfa.. hann á sama rétt og aðrir að tjá sig

Jón Bjarni, 22.4.2015 kl. 16:31

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Bjarni, einmitt, allar skoðanir eiga rétt á sér. 
Það er ekki fyrr en tjáningin tekur við að menn fara að "sortéra".
Sjálf vil ég vita hvað fólk er að hugsa.  Veikleiki sáttmála SÞ er að hann tekur aðeins á teórínunni en ekki framkvæmdinni.
Snorri, Gylfi (eða hvað þeir nú heita allir sem "lokað" hefur verið á, eiga jafnstóran rétt á sínum skoðunum og við hin - þótt ég sé hugsanlega ekki sammála viðkomandi vil ég að þær skoðanir fái að heyrast og draga ályktanir sjálf.
Mér sýnist að við séum sammála að mestu leyti, Jón Bjarni, og að hér stefni ekki í neinn stórgróða fyrir lögmannastéttina...  wink


Kolbrún Hilmars, 22.4.2015 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband