Sælir eru einfaldir: launþegar og lífeyrissjóðir

Forseti ASí boðar stéttastríð launþega gegn atvinnurekendum. Lífeyrissjóðir, sem verkalýðshreyfingin stjórnar til helminga á móti atvinnurekendum, eiga hlut í öllum stærstu hlutafélögum landsins - og ráðandi hlut í þeim mörgum. Í montræðu í nóvember á fundi Lífeyrissjóðs verslunarmanna kemur m.a.fram

Lífeyrissjóðirnir [eiga] stóran hlut í flestum þeirra 15 íslensku félaga sem skráð eru á Kauphöllinni. Í nýlegu yfirliti kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir eiga beint á bilinu 24% til 54% í þessum félögum.  Um 24% til 28% í Granda, Marel, Össuri og Nýherja, 42 % til 45% í Icelandair, Högum, Fjarskiptum, Reginn og TM, 54% í N-1, 38% í VÍS, 35% í Sjóvá og 36% í Eimskip. [...]

Þessu til viðbótar eiga lífeyrissjóðirnir drjúga hluti í nokkrum stórum félögum ýmist beint eða í gegnum sjóði. Þá er ég að tala um Skipti, Fasteignafélögin Eik og Reiti, Skeljung, Kaupás, HS Orku og félög sem eru í eigu Framtakssjóðs Íslands, þ.e. Advanía, Promens, Invent Farma og Icelandic.

Lífeyrissjóðir eru ráðandi á hlutabréfamarkað. Ekkert fyrirtæki, sem sækir sér fjármagn á hlutabréfamarkaði, þorir annað en sitja og standa eins og lífeyrissjóðirnir bjóða.

Allt þetta veit Gylfi Arnbjörnsson forstjóri ASÍ. Hann veit líka að forysta ASÍ hefur algerlega brugðist ábyrgð sinni sem ráðandi eigandi í flestum stærri fyrirtækjum landsins.

Gylfi Arnbjörnsson er foringi í stéttastríði verkalýðsforystunnar gegn launþegum. Hann treystir á heimsku umbjóðenda sinna. Og lái honum hver sem vill; Gylfi hefur lifað góðu lífi á verkalýðnum frá því amma var ung.


mbl.is Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Steingrímur og Jóhanna festu gjaldeyrishöftin í sessi og gjaldeyrishöftin hafa gert lífeyrissjóðina að alvöldum á vinnumarkaðnum. Þessi bönd þarf að rjúfa.

Ragnhildur Kolka, 2.5.2015 kl. 11:06

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á ASÍ ráðandi hlut í stærstu fyrirtækjum? Er ASÍ aðili að einhverjum lífeyrissjóð? 

Bara að benda á að t.d. stærsti sjóðurinn þ.e. Gildi er í eigu

    • Efling – stéttarfélag

    • Sjómannasamband Íslands

    • Sjómannafélag Íslands

    • Farmanna- og fiskimannasamband Íslands

    • Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði

    • Félag vélstjóra og málmtæknimanna

    • Verkalýðsfélagið Hlíf

    • Verkalýðsfélag Vestfirðinga

    • Félag hársnyrtisveina

    • Bifreiðastjórafélagið Sleipnir

    • Samtök atvinnulífsins.

    ASÍ á bara ekkert í neinum sjóð. Og þar að leiðaindi ekkert í neinu félagi. En hinsvegar eiga fullt af félögum sem eru í ASÍ í þessum lífeyrissjóðum. Vildi að menn færu rétt með þegar þeir eru að reyna búa til samsæri.

    Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2015 kl. 20:04

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband