Gríski vandinn er vandi ESB í hnotskurn

Grikkir töldu sig eiga efni á lífskjörum sem fást með þýskum vöxtum og grískri framleiðni. Þannig höguðu Grikkir sig í áratug. En svo kom að skuldadögum, eftir lánsfjárkreppuna 2008. Síðan eru Grikkir í varanlegri gjörgæslu.

Öll ríki Evrópusambandsins eru að baki sjónarmiði þýska fjármálaráðherrans að Grikkir eyði um efni fram og verði að skera upp ríkisfjármálin, lækka lífeyrisgreiðslur og hemja önnur útgjöld.

Grikkir svara á móti að þeir séu fullvalda þjóð sem hagi fjármálum sínum í samræmi við grískan þjóðarvilja, eins og hann birtist í kosningum.

Þar stendur hnífurinn í kúnni. Til að evran virki og þar með ESB verða aðildarríki sambandsins að aftengja lýðræðið heima fyrir og fallast á forræði Brussel í ríkisfjármálum.

Grikkland er vagga vestræns lýðræðis. Fyrir 2500 árum ræddu aþenskir heimspekingar og borgarar hvert væri heppilegasta stjórnarfyrirkomulagið. Engum datt í hug það fyrirkomulag að ákvörðunarvald yfir brýnustu samfélagsmálum skyldi flutt sem lengst frá heimahögunum.

Þegar valdið í málefnum samfélagsins er gert útlent, brýst út ófriður. Það segir sig sjálft.


mbl.is Skref í átt að lokasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og heimsgjaldmiðlarnir

Um 20 seðlabankar á heimsvísu standa í gjaldmiðlastríði þar sem þjóðlönd og heimsálfur keppast við að ná forskoti í innbyrðis samkeppni. Nouriel Roubini gerir myntstríðið að umtalsefni.

Gjaldmiðlar eru miskunnarlaust notaðir til að verja útflutningsstöðu viðkomandi gjaldmiðlasvæða. Roubini vekur athygli á að summa halla og afgangs allra útflutningsríkja er núll. Þegar eitt ríki, eða gjaldmiðlasvæði, skilar afgangi í utanríkisviðskiptum er það á kostnað annarra.

Auðveldast er að ná samkeppnisforskoti í gegnum lækkun gjaldmiðils. Stórar þjóðir og smáar reyna hvað þær geta til að haga skráningu sinna gjaldmiðla sér til hagsbóta.

Yfirstandandi gjaldmiðlastríð minnir okkur á mikilvægi þess að búa við eigin gjaldmiðil. Án krónunnar værum við undirorpin útlendum hagsmunum sem taka ekki mið af íslenskum efnahagsstærðum.

 

 


Stjórnmálin bjarga okkur frá verkföllum

Stjórnmálin eru eina haldreipi þjóðarinnar andspænis samfélagsóreiðunni sem verkalýðsforystan boðar. Í stjórnmálum er staðan þessi gagnvart verkföllum:

a) Ríkisstjórnarflokkarnir eru einhuga um að hafna verðbólgusamningum.

b) Stjórnarandstaðan þorir sig ekki að hræra; vinstriflokkarnir vegna þess að þeir eru ekki með neitt fylgi og Píratar eru ekki með neina stefnu.

Verkalýðsforystan er ekki í neinum færum að breyta stjórnmálastöðunni. Þegar rennur upp fyrir verkalýðsforystunni að hún tapar umræðunni og að tapið verður því meira sem verkföll dragast á langinn þá verður samið.


mbl.is Stefnir í 70.000 manna verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggert, Andersenskjölin og auðmannavörnin

Almannatengillinn Eggert Skúlason ákvað árið 2013 að skrifa bók um misnotkun opinbers valds gagnvart auðmönnum - löngu áður en ákærur á hendur þeim voru birtar. Almannatenglar þurfa ekki sannfæringu fyrir réttlæti, aðeins greiðslu fyrir unnin störf. Í eftirmála bókarinnar, Andersenskjölin, rannsóknir eða ofsóknir?, kemur hvergi fram hverjir borguðu Eggerti að setja saman bókina en treysta má að tímakaupið hafi verið þokkalegt.

Bókin hverfist um Gunnar Þ. Andersen sem var forstjóri Fjármálaeftirlitsins um stund eftir hrun. Eggert dregur upp þá mynd af Gunnari að í embættisverkum hafi hann fyrst og síðast svalað persónulegum hefndarþorsta.

Veigamikill þáttur í bókinni er að Ingólfur Guðmundsson missti starf sitt sem framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga sökum þess að Fjármálaeftirlitið taldi hann ekki hæfan vegna athafna á tímum útrásar. Ingólfur er sannfærður um að Gunnar væri að hefna sín á honum, án þess að ástæðan sé gefin upp, og kennir aðferðir Gunnars við vinnulag Gestapó Hitlers (bls 136).

Annað meint fórnarlamb Gunnars, Guðmundur Örn Gunnarsson, líkir vinnubrögðum Fjármálaeftirlitsins við Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna á tímum kommúnista (bls. 167).

Þrátt fyrir líkingar við Gestapó og Stasi er enginn beittur harðræði í yfirheyrslum heldur vinnur réttarkerfið á mannúðlegan hátt úr  málum. Ingólfur fær bætur fyrir óréttmæta uppsögn.

Hvorki Ingólfur né Guðmundur Örn eru auðmenn. Þeir eru litlir fiskar sem þjóna þeim tilgangi að setja Gunnar Þ. Andersen í hlutverk þrjóts og tortryggja alla embættisfærslu Fjármálaeftirlitsins í rannsókn hrunmála.

Annað meginþema í bók almannatengilsins er ,,reiðin í samfélaginu” en það er þekkt stef í auðmannavörinni. Gefið er í skyn að hús og eigur auðmanna hafi verið skemmd með velþóknun stjórnvalda. Eggerti er í nöp við Egil Helgason og kennir honum um að skapa andrúmsloft heiftar. Einnig fær Eva Joly það óþvegið og henni lýst sem hlægilegri og afdankaðri.

Eggert styðst að verulegu leyti við nafnlausa heimildamenn. Þar sem hægt er að koma við heimildarýni má draga þá ályktun að Eggert velji sér heimildir sem staðfesta fyrirframgefna niðurstöðu.

Þannig er lögreglumanninum Jóni Óttari Ólafssyni teflt fram sem traustri heimild. Jón Óttar var til rannsóknar vegna gruns um brot á þagnarskyldu. Jón Óttar gekk fram fyrir skjöldu í vörn auðmanna í viðtali við Fréttablaðið og getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist trúverðug heimild. Bloggarinn Ólafur Arnarson er regluleg heimild. Hann var á launum auðmanna að rétta hlut þeirra í umræðunni.

Til að sýnast vandaður og fræðilegur skreytir Eggert bókina neðanmálsgreinum, en það er ekki óþekkt aðferð í áróðursritum.

Falli Gunnars er lýst ítarlega en um leið einhliða. Kastljós RÚV er þar í aðalhlutverki. Á þessum tíma var Kastljós þénugt verkfæri ríkisstjórnarinnar, einkum þó annars stjórnarflokksins, Vinstri grænna. Steingrímur J. Sigfússon sá um að reka Gunnar úr embætti og náði um það samvinnu við Guðlaug Þór Þórðarson þingmann Sjáfstæðisflokksins, sem tók af sér viðvik fyrir auðmenn á tímum útrásar, eins og að fella Björn Bjarnason í prófkjöri árið  2007.

Gunnar var negldur fyrir að koma á framfæri gögnum um fjármálaathafnir Guðlaugs Þórs á tímum útrásar. Myndin sem Eggert dregur upp af falli Gunnars er að þar fékk þrjóturinn makleg málagjöld. Eggert viðurkennir að verkefnið var að gera Gunnar að skúrki. ,,Þegar bókin var langt komin óskaði ég eftir að ræða við Gunnar Andersen um ýmis atriði,” skrifar Eggert í eftirmála. Þegar bók er ,,langt komin” verður fáu hnikað um meginþema og efnistök.

Í síðustu efnisgrein bókarinnar skrifar Eggert: ,,Mér segir svo hugur um að það ástand og sú misnotkun valds, sem átti sér stað gagnvart fjölda einstaklinga eftir hrun bankana, muni lifa með þjóðinni líkt og Guðmundar og Geirfinnsmálið.”

Maður spyr sig: hver er þóknun almannatengla fyrir snökt?


Verkalýðsforystan hafnar 23,5% launahækkun

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins bjóða 23,5% hækk­un dag­vinnu­laun á þriggja ára samn­ings­tíma. Verkalýðsforystan segir nei takk.

Tilboð SA hækkar meðaldag­vinnu­laun fé­lags­manna Starfsgreinasambandsins úr 260 þús. kr. á mánuði í 320 þús. kr. Verkalýðsforystan segir nei takk.

Jamm.


mbl.is Segja tilboð SA gróflega afbakað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriflokk handa Katrínu Jakobs - Sollusyndrómið

Árni Páll Árnason og Guðmundur Steingrímsson eru í allri vinsemd beðnir að víkja sem formenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar svo hægt sé að smíða stjórnmálaflokk að baki Katrínar Jakobsdóttur formanni Vg.

Á þessa leið skrifar Jón Kalman Stefánsson í Kjarnann og fær kröftuga endurbirtingu í netmiðlum vinstrimanna. Tilefnið er skoðanakönnun sem sýnir Katrínu njóta mesta trausts íslenskra stjórnmálamanna. Flokkurinn sem hún er formaður fyrir mælist með tíu prósent fylgi.

Af grein Jóns Kalmans að ráða má ráða að helsta verkefni nýs stjórnmálaflokks vinstrimanna sé að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn - hinn turninn.

Tilraun í þessa veru var gerð með stofnun Samfylkingar um aldamótin. Leiðtogaefnið þar hét Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Meira þarf til en formann að smíða stjórnmálaflokk. Aðalefnið í smíðina heitir pólitík og þarf að vera blanda af kærleik og gagnrýni ásamt hagkvæmnisrökum. Vinstrimenn eiga lítið til af slíku efni. Öll orka þeirra hin síðari ár fer í að hatast við allt og alla.

Hatursorðræðan skilar sundrungu, þess vegna eru vinstrimenn í þremur og hálfum flokki.

 

 


Verkalýðsforysta undir fávísisfeldi

Í stað þess að verkalýðsforystan kaupi sér þjónustu almannatengla til að klæða áróðurinn í seljanlegan búning væri nær að hún keypti sér námskeið í samfélagsfræðum.

Í fyrsta fyrirlestri mætti upplýsa verkalýðsforystuna að allsherjaratvinnulíf er ekki til á Íslandi, við búum í markaðshagkerfi þar sem einstaklingar stofa fyrirtæki eftir þörfum og þau lukkast eða fara á hausinn eftir atvikum. Að boða til allsherjarverkfalls gegn öllu atvinnulífinu í landinu er út í bláinn.

Í öðrum fyrirlestri gæti verkalýðsforystan fengið upplýsingar um eignarhald lífeyrissjóðanna á stærstu fyrirtækjum landsins. Verkalýðshreyfingin stýrir þessu eignarhaldi til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins. Stjórnir fyrirtækja móta launastefnu þeirra.

Af ástæðum sem ekki eru upplýstar kýs verkalýðsforystan að beita sér ekki í stjórnum fyrirtækja fyrir gagnsærri launastefnu. Þetta atriði yrði hópvinnuverkefni á námskeiðinu.

 

 


mbl.is Allsherjarverkfall 6. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverki Evrópustofu lokið

Evrópustofa átti að styðja við bakið á aðlögunarferli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. inn í Evrópusambandið, einkum með því að fegra kosti aðildar. Evrópustofa fjármagnaði ýmsa viðburði og bar fé í fræðimenn til að mæla með ESB-aðild.

Hvorki Evrópustofa né vinstristjórn Samfylkingar og Vg fengu framgengt fyrirætlunum sínum og aðlögunarferlið rann út í sandinn löngu fyrir hléið sem var formlega gert á ferlinu í aðdraganda þingkosninganna 2013.

Vinstriflokkarnir urðu fyrir rothöggi í þingkosningunum og Evrópustofa mátti að ósekju pakka saman þegar í kjölfarið. Heilabúið í risaeðlum er lítið í hlutfalli við stærð skepnunnar og Brussel tók sér hálft kjörtímabil að fatta breytingarnar á afstöðu Íslands til aðildar.

 


mbl.is Evrópustofu hugsanlega lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll í leit að réttlætingu

Verkalýðsforystan sóttist eftir stuðningi stjórnarandstöðunnar í umræðum á alþingi um kjaradeilurnar en fékk ekki.

Sterkasta útspil vinstrimanna á alþingi, Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, gerði ekki meira en að lýsa ástandinu, meiri verkföll en um árabil, formaður Bjartar framtíðar vildi kosningar til að auka á ringulreiðina og formaður Samfylkingar var ekki á dagskrá.

Þrátt fyrir ráðgjöf dýrustu almannatengla fær verkalýðsforystan ekki hljómgrunn fyrir kollsteypusamningum. Sú taktík að herja á ríkisstjórnina skilar sér ekki þegar stjórnarandstaðan, mínus Píratar, er jafn veik og raun ber vitni.

Verkföllin munu hjakka eitthvað áfram en á meðan ríkisstjórnin lætur ekki bilbug á sér finna er ekki spurning hvort heldur hvenær verður samið á vitrænum efnahagsnótum.


mbl.is Mun ekki kasta eldivið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing var skáldskapur

Kaupþing, líkt og allir bankar, byggði á trausti. Kaupþing, ólíkt flestum fjármálastofnunum, óx hraðar en traustið. Til að undirstaðan, traustið, hryndi ekki skálduðu Kaupþingsmenn traust.

Al Thani málið var skáldskapur um traust og sömuleiðis hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér.

,,Ósmekk­leg­asta spurn­ing sem ég hef fengið,“ sagði Hreiðar Már forstjóri Kaupþings þegar hann var spurður út í skáldskapinn.

Eðlilega bregst forstjórinn illa við þegar komið er að kjarna málsins: Kaupþing byggði á skáldskap.


mbl.is Símtalið umdeilda spilað í dómsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband