Mánudagur, 15. júní 2015
Samtal um norræna módelið milli ASÍ og BHM (og hinna líka)
Verkalýðshreyfingarnar í landinu skiptast í meginatriðum í tvo flokka. ASí-félög eru með þorra launþega á almenna vinnumarkaðnum og síðan eru það BHM-félögin með opinbera starfsmenn.
Ekkert samtal er á milli ASí-félaga og opinberra starfsmanna. Síðustu kjarasamningar leiddu fram sjónarmið um að einkageirinn leggi línuna fyrir kauphækkun opinberra starfsmanna. Þetta sjónarmið er kennt við norræna módelið sem veit á þjóðfélagssátt og efnahagslegan stöðugleika.
ASí og BHM, auk annarra félaga opinberra starfsmanna, ættu að hefja samtöl um norræna módelið í kjarasamningum. Ef verkalýðshreyfingin í heild sinni nær ekki að stilla saman strengina er viðbúið að kjaradeilur verði reglulega leystar með lögum. Og það er ekki heppilegt.
![]() |
Engir fundir hafa verið boðaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. júní 2015
Íslenska leiðin er utan ESB
Grikkir fara ekki íslensku leiðina nema segja sig hvorttveggja frá evrunni og ESB-aðild. Grikkir átta sig óðum á þeirri staðreynd að fullveldi og ESB-aðild fara ekki saman annars vegar og hins vegar að velmegun og ESB-aðild haldast ekki í hendur.
Innan ESB eru kosningaúrslit í Grikklandi ómarktæk - nema úrslitin skili niðurstöðu sem er ESB þóknanleg. Grikkir kusu til valda Syriza, flokk sem átti að stöðva innri gengisfellinguna í Grikklandi sem lánadrottnar kröfðust. Evrópusambandið samþykkti ekki niðurstöðu þingkosninganna og síðan er stál í stál.
Eina leiðin fyrir Grikki að ná fullveldi sínu á ný er að segja sig úr Evrópusambandinu og taka upp nýja mynt. Fullveldi er alltaf betri kostur en að vera ósjálfbjarga hreppsómagi höfuðbólsins í Brussel.
![]() |
Vilja fara íslensku leiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. júní 2015
Dómur um ónauðsynlega opinbera starfsmenn
Þegar líf og heilsa er í veði annars vegar og hins vegar meiriháttar efnahagslegir hagsmunir er ríkisvaldinu heimilt að grípa til lagsetningar vegna verkfalla. Um þessa meginreglu þarf ekki að deila.
Þeir eru fjölmargir opinberir starfsmenn sem hvorki sinna lífi og heilsu fólks né störfum sem varða meiriháttar efnahagslega hagsmuni. Í þessum hópi eru opinberir starfsmenn ekki sérstaklega duglegir að mæta í vinnuna.
Lögfræðingar opinberra starfsmanna telja þessi hópur ætti ekki að fá á sig lög um stöðvun verkfalla.
En er sniðugt að fá dóm sem staðfestir að hluti opinberra starfsmanna sinnir ónauðsynlegum störfum og megi þess vegna vera í verkfalli til eilífðarnóns án þess að nokkur verði þess var?
Maður spyr sig.
![]() |
Ástæða til að láta reyna á málsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. júní 2015
Króna, fullveldi og heimilisvandinn á Íslandi
Verkföll opinberra starfsmanna, sem alþingi bannaði með lögum, er heimilisvandi Íslendinga. Ríkisstjórn okkar átti um tvo vonda kosti að velja. Í fyrsta lagi að fallast á kröfur opinberra starfsmanna og setja þar með nýgerða kjarasamninga ASÍ-félaga í uppnám. Í öðru lagi að taka tímabundið verkfallsréttinn af opinberum starfsmönnum.
Ríkisstjórnin tók skárri kostinn af tveim vondum. Fullvalda þjóð með sjálfstæðan gjaldmiðil virkar þannig að málamiðlunin er innlend. Það er þjóðin sjálf sem tekur ákvörðun, í gegnum þjóðþing og ríkisstjórn, og situr uppi með afleiðingarnar.
Vandamálin á Íslandi eru lúxusvandin í samanburði við þjóðir sem búa við skert fullveldi og framandi gjaldmiðil: Írland, Portúgal, Grikkland, Spánn, Finnland eru meðal þeirra.
Evrópusambandið hvorki skýlir þjóðum fyrir efnahagslegum mistökum né kemur í veg fyrir ytri áföll. En eitraða blandan, ESB-aðild og evra, sýnir sannanlega að leiðin úr efnahagsvanda er erfiðari en fyrir fullvalda þjóðir með eigin mynt.
Heimilisvandi Grikkja er evrópskt vandamál. Grikkir fá ekki tækifæri til að finna innlenda málamiðlum á sínum vanda. Grikkir eru ósjálfbjarga með ESB-aðild og evru sem lögeyri.
Óskiljanlegt er að á Íslandi skuli stjórnmálaafl, Samfylkingin, berjast fyrir því að við framseljum fullveldið til Brussel.
![]() |
Vill breyta alþjóðlega fjármálakerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. júní 2015
Evran býr til ruslríki úr Grikklandi
Grikkir þora ekki úr evru-samstarfinu en þeir geta ekki heldur starfað innan myntsamstarfsins. Grískir kjósendur kusu sér ríkisstjórn róttæklinga sem hóta að sprengja upp evru-samstarfið ef ekki verður gengið að kröfum Grikkja um að fá niðurgreidd lífskjör.
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hótar berum orðum að Grikklandi verði vikið úr evru-samstarfinu ef stjórnin í Aþenu fellst ekki á víðtæk inngrip í grísk innanríkismál, s.s. hvernig lífeyrismálum skuli háttað og hve margir opinberir starfsmenn haldi vinnu sinni.
Grikkland er lítilsvirt og smánað og verður það um fyrirsjáanlega framtíð - þökk sé evrunni og ESB-aðild.
![]() |
Fjármagnshöft líkleg í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. júní 2015
Kjaraviðræður voru strandaðar - lögin eru nauðsyn
Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga voru nauðsyn þegar sem kjaraviðræður skiluðu engri niðurstöðu. Eftir að opinberir starfsmenn höfnuðu leiðsögn samninga ASÍ-SA strandaði samningaferlið.
Forysta opinberra starfsmanna lagið upp með væntingar sem ekki var von til að næðu fram að ganga. Forystan var ekki með varaáætlun sem hægt var að grípa til þegar almennu samningarnir lögðu línurnar.
Nú gefst tími til að meta aðstæður upp á nýtt og finna leið að samkomulagi.
![]() |
Segir lagasetningu niðurlægingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. júní 2015
Icesave hefði kostað 67 milljarða króna
Vinstristjórn Jóhönnu Sig. reyndi í þrígang að þvinga þjóðina til að axla ábyrgðina á Icesave-skuldum fallins einkabaka. Ódýrasta útgáfan, Lee Bucheit-samningarnir, hefðu kostað þjóðina 67 milljarða króna, samkvæmt mati á Vísindavefnum.
Vinstristjórnin tók skakkan pól í hæðina í Icesave-málinu og þjösnaðist áfram og þurfti tvær þjóðaratkvæðagreiðslur til að stöðva flumbruganginn.
Ísland vann Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þar með fékkst formlegur dómsúrskurður um að fyrsta hreina vinstristjórnin í sögu lýðveldisins hafði rangt fyrir sér í afdrifaríkasta dómsmáli lýðveldisins.
Ef eitt mál öðrum fremur stöðvaði Brusselför vinstristjórnarinnar þá var það Icesave. Í Icesave kristallaðist staða smáþjóðar gagnvart stórþjóðum. Smáþjóð með fullveldi getur staðið á rétti sínum gagnvart yfirgangi stórþjóða. Innan Evrópusambandsins stendur stendur smáþjóðin illa að vígi. Spyrjið bara Grikki.
![]() |
Hefðu kostað 20 milljörðum meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. júní 2015
Noregur sem verkfallsvopn
Hótun um að flytja frá Íslandi og hefja störf í Noregi er verkfallsvopn hjúkrunarfræðinga - en ekki BHM-liða enda lítil eftirspurn eftir þeim í landi forfeðranna.
Ástæða er til að hvetja sem flesta hjúkrunarfræðinga að hleypa heimdraganum og kynnast norskri þjóð og samfélagi.
Noregur er best í heimi - á eftir Íslandi.
![]() |
Keep calm and heia Norge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. júní 2015
Ríkisstjórnin heggur á hnútinn
Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði voru í uppnámi vegna krafna opinberra starfsmanna um hærri kauphækkanir en launþegar almennt fá. Í annan stað ógnaði verkfall opinberra starfsmanna mikilvægum almannahagsmunum.
Þegar samningaleiðin var þrautreynd heggur ríkisstjórnin á hnútinn og leggur fram lög á verkföllin. Með frumvarpinu eru meiri hagsmunir teknir fram yfir minni.
Til þess höfum við ríkisstjórn, að gæta almannahagsmuna.
![]() |
Sigurður Ingi flytur frumvarpið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 11. júní 2015
Hvort er Jakob raðfantur eða raðauglýsingin mín?
Ef bloggið hér vekur deilur, sem það gerir sjaldnast, má treysta því að blaðamaðurinn Jakob Bjarnar gerir deilunum skil og þó heldur þannig að bloggið líði fyrir.
Máni Pétursson útvarpsmaður er óhress með blogg á þessum vettvangi og skrifar fb-færslu. Jakob Bjarnar rennur á slóðina og bregst ekki frekar en fyrri daginn:
Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ
Máni kann að vera magnaður samstarfsmaður Jakobs Bjarnar en hann er ekki ,,megn".
En Jakobi tekst að búa til raðóánægju úr Mána. Snyrtilega gert.
![]() |
Hvernig þekkir þú raðfanta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |