Kjaraviðræður voru strandaðar - lögin eru nauðsyn

Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga voru nauðsyn þegar sem kjaraviðræður skiluðu engri niðurstöðu. Eftir að opinberir starfsmenn höfnuðu leiðsögn samninga ASÍ-SA strandaði samningaferlið.

Forysta opinberra starfsmanna lagið upp með væntingar sem ekki var von til að næðu fram að ganga. Forystan var ekki með varaáætlun sem hægt var að grípa til þegar almennu samningarnir lögðu línurnar.

Nú gefst tími til að meta aðstæður upp á nýtt og finna leið að samkomulagi.


mbl.is Segir lagasetningu niðurlægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem kynna sér ekki söguna Páll ættu kannski ekki að kenna hana við menntastofnun.

Þetta er að ég held þriðja skiptið í röð sem lög eru sett á verkfall þessara stétta og ef þetta fer eins og tvö síðustu skipti þá mun eftirfarandi gerast.

    • Stór hluti hjúkrunar, geisla og lífeindafræðinga mun segja upp núna stuttu fyrir mánaðarmót vegna þess að uppsagnarfresturinn er allt að 6 mánuðir.

    • Það munu líða um 5 til 5,5 mánuðir þangað til að allar sjúkrastofnanir landsins og landæknir byrja að hrópa í hverjum fréttatíma um að heimsendir er á næsta leyti.

    • Ríkisstjórnin gefur sig vegna þess að ekki er hægt að reka sjúkrahús án ofangreindra stétta.

    • Stór hluti starfsmanna dregur uppsögnina til baka og niðurstaða lagana verður að þau voru bara leiðindafarsi sem töfðu endanlega niðurstöðu málsins á kostnað afar takmarkaðs starfsanda þeirra sem urðu fyrir þeim.

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 01:23

    2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

    Það reyndi lítið á samningsvilja hjúkrunarfræðinga....enda ekkert í oði af hálfu ríkissins. Niðurstaðan af þessu ofbeldi verður aukin mannekla....og nógu slæmt var ástandið fyrir.

    Hólmdís Hjartardóttir, 14.6.2015 kl. 10:09

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband