Hvort er Jakob raðfantur eða raðauglýsingin mín?

Ef bloggið hér vekur deilur, sem það gerir sjaldnast, má treysta því að blaðamaðurinn Jakob Bjarnar gerir deilunum skil og þó heldur þannig að bloggið líði fyrir.

Máni Pétursson útvarpsmaður er óhress með blogg á þessum vettvangi og skrifar fb-færslu. Jakob Bjarnar rennur á slóðina og bregst ekki frekar en fyrri daginn:

Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ

Máni kann að vera magnaður samstarfsmaður Jakobs Bjarnar en hann er ekki ,,megn".

En Jakobi tekst að búa til raðóánægju úr Mána. Snyrtilega gert.


mbl.is Hvernig þekkir þú raðfanta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Eftir lestur þess sem þú vísar á þávirðist mér í fljótu bragði að Jakob feti braut raðfanta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.6.2015 kl. 14:21

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jakob, heimildin sem þú varst með í höndunum þegar þú skrifaðir fréttina var óánægja Mána. Úr óánægju eins manns bjóst þú til fyrirsögn sem gaf til kynna víðtæka óánægju.

Þetta eru ófagleg vinnubrög, Jakob, og þú gerir málstað þínum lítinn greiða að fara í hlutverk Gróu á Leiti og segja megna ,,óánægju sé að finna á fleiri bæjum."

Þetta eru vinnubrögð slúðurblaðamanns.

Páll Vilhjálmsson, 11.6.2015 kl. 15:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hver getur skilið þessa málsgrein "megn óanægja"osfrv.,öðruvísi en sem víðtæk?   

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2015 kl. 16:49

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jakob, mat þitt kemur fram í fyrirsögn. Þú ert með eina heimild fyrir óánægju, þ.e. Mána, og kallar óánægju eins manns ,,megna". Þar ertu að afvegaleiða lesendur og fá þá til að trúa að fleiri en Máni séu óánægðir.

Vörn þín um að þú hafir ónafngreindar heimildir um óánægju í minn garð eru afar ómerkleg. Vitanlega er margvísleg óánægja um það sem ég skrifa í bloggi. Þú segir sjálfur í fréttinni: ,,Páll Vilhjálmsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, er þekktur í þjóðmálaumræðunni fyrir afdráttarleysi á bloggi sínu."

Í málsvörn þinni fyrir ófagleg vinnubrögð þín reynir þú að færa þátttöku mína í almennri þjóðmálaumræðu, og óánægju með hana, yfir á störf mín sem kennara.

Þetta er högg fyrir neðan beltið, Jakob.

Páll Vilhjálmsson, 11.6.2015 kl. 17:00

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Undarlegt má telja eftir að einelti bæjarstjórnar Akureyrar á Snorra ólögmæta, það sögðu dómstólar einnig,  að sjá talað um að koma þurfi hinum vandaða blaðamanni og sagnfræðingi Páli úr starfi sínu. Þetta verðiur að teljast einelti og langt seilst að saka Pál um að kunna ekki með móðurmálið að fara. 
Hann hefur sýnt það á blogginu frá upphafi að hann skrifar gott mál og villulaust ef frá eru taldar augljosar innsláttarvillur.

Betra væri þeim sem ólundast út í hárbeitt skrif Páls að svara þeim málefnalega. Það er reyndar erfitt að jafnaði því hann fer með sannleikann að vopni í skrifum sínum og þurfa þeir sem vilja jafna um skrif hans því að grípa til ósanninda eða hálfsannleiks til að hafa eitthvað að setja sig upp á móti.

Það er háttur þeirra sem í rökþrot eru komnir að ráðast á manninn - eins og hér er raunin í tilfelli Páls.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.6.2015 kl. 17:58

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Leiðrétting :
Það hafa horfið nokkur orð úr upphafssetningu minni (feitletrað sem vantaði áðan):

„Undarlegt má telja eftir að ráðuneytið úrskurðaði að einelti bæjarstjórnar Akureyrar á Snorra og brottviknngu hans úr starfi ólögmæta, það sögðu dómstólar einnig,.....“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.6.2015 kl. 18:03

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jakob, þú skrifar: ,,Málið snýst einfaldlega um að menn eru óánægðir með skrif þín um þjóðmál í ljósi þeirrar stöðu sem þú gegnir."

Ég er kennari og þú býrð til frétt sem gengur út á að kennarar eiga ekki að hafa skoðanir á þjóðmálum. Það er forsenda fréttarinnar. Og sjálf forsenda fréttarinnar er rakalaus þvættingur sem þú birtir.

Þú nennir ekki að velta upp siðareglum kennara og ræða þær í samhengi við ásakanir Mána. Þú ræddir ekki við mig áður en þú skrifaðir fréttina.

Og núna, til að réttlæta ófagmannleg vinnubrögð, þá reynir þú að lepja upp nafnlausa bakmælgi.

En, auðvitað, þú hefur enga skoðun á málinu. Þú ert bara ,,sendiboðinn". Síðan hvenær safna sendiboðar óhróðri um fólk til að birta á opinberum vettvangi?

Páll Vilhjálmsson, 11.6.2015 kl. 18:04

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jakob, þú talar um að Páll hafi slaka tilfinningu fyrir íslensku vegna skilnings hans á fyrirsögninni : "Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ"

Þú ert að drulla langt uppá bak þarna. Fyrirsögnin gefur klárlega til kynna að óánægjan sé víðtæk. Það ert því greinilega þú sem hefur slaka máltilfinningu.

Ég tek einnig undir með Páli að það er lélegt að vitna í nafnlaust fólk sem tekur undir óánægju Mána. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.6.2015 kl. 18:35

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Af sendiboða að vera, Jakob, ertu býsna margmáll og forðast kjarna málsins eins og heitan eldinn.

Núna segir þú að aðalatriði málsins sé að skólanefndarmenn séu óhressir. Ef það er tilfellið, hvers vegna fékkstu ekki röksemdir þeirra. Þú sérð vonandi sjálfur að Máni slær fram órökstuddri fullyrðingu að ég sé ómögulegur vegna þessa tiltekna bloggs.

Ef þú kynnir til verka sem blaðamaður þá myndir þú fá sjónarmið þeirra sem gagnrýna bloggfærsluna og bera það seman við atriði eins og siðareglur kennara og almenn sjónarmið um tjáningarfrelsið.

Þú myndir einnig hafa haft samband við mig og til að frá fram afstöðu mína til gagnrýninnar.

En þú gerðir hvorugt. Þú settir saman frétt sem heldur ekki máli.

Líklega ertu svona sendiboði sem skýtur fyrst og spyrð á eftir. En slík iðja er ekki blaðamennska.

Páll Vilhjálmsson, 11.6.2015 kl. 18:38

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég legg til að Harmageddon bjóði Páli og Jakobi í viðtal. Ég myndi hlusta á það.

Wilhelm Emilsson, 12.6.2015 kl. 05:45

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jakob Bjarnar er hrokinn uppmálaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.6.2015 kl. 08:22

12 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Páll var í ágætu viðtali á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi um hugtakið nauðgun. Hann taldi Mana Pétursson andmenntunarsinna sem ætti kannski frekar heima í sértrúarsöfnuðinn sen skólanefndarmaður í framhaldsskóla. Ég er bara fullkomlega sammála honum hvað það varðar.

Hugtakinu nauðgun hefur verið illa nauðgað uppa síðkastið sem gerir ekkert annað en að gera lítið úr grafalvarlegum atburði, bara svo einhverjar athyglisjúkar stelpur fái sína 5mínútna frægð á Facebook.

Ragnhildur Kolka, 12.6.2015 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband