Sunnudagur, 13. september 2015
Schengen búið að vera, ESB líka
Schengen heita sameiginleg landamæri Evrópusambandsins. Schengen á að tryggja eitt af fjórfrelsunum, þ.e frjálsa för fólks.
Voldugasta ríki ESB, Þýskaland, ákveður að afnema Schengen ,,tímabundið" með þeim rökum að flóttamenn séu óviðráðanlegt vandamál án þýskrar gæslu landamæranna.
Tímabundið afnám Schengen voldugasta ESB-ríkisins er fordæmi sem ekki verður kveðið í kútinn í bráð. Aðrar þjóðir munu fylgja í kjölfarið.
Stórveldi taka sér mislangan tíma að leysast upp í frumeindir sínar. Rómverjar tóku sér 250 ár eða þar um bil; Sovétríkin í kringum tíu. Hvað ætli ESB þurfi langan tíma?
![]() |
Flóttafólk stöðvað á landamærunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 13. september 2015
Hugsjónir og raunsæi í pólitík og lífsviðhorfum
Þverpólitísk leið að flokka stjórnmálaviðhorf fólks er að spyrja hvort það hallist fremur eða hugsjónum eða raunsæi. Hugsjónafólk er bæði til hægri og vinstri í pólitík. Raunsæismenn sækja á miðjuna.
Á hægri vængnum eru frjálshyggjumenn sem gera sölu áfengis í matvörubúðum að kennisetningu. Á vinstri kantinum eru róttæklingar sem vilja afnema þjóðkirkjuna.
Raunsæisfólk í pólitík lætur ekki misúreltar kennisetningar villa sér sýn. Það spyr um greiningu á stöðu mála og leitar að raunhæfum lausnum. Raunsæismenn eru hallir undir reynslurök sem sýna hvað virkar og hvað ekki. Að upplagi er raunsæisfólk íhaldssamt.
Á alþjóðlegum vettvangi takast á hugsjónir og raunsæi. John J. Mearsheimer er bandarískur stjórnspekingur sem sýnir skýrt og skilmerkilega hvernig hugsjónamenn á bandaríkjaþingi og stjórnsýslunni keyrðu keyrðu landið útí ófæru Úkraínu-deilunnar. Á síðustu öld útskýrði David Halberstam mistök Bandaríkjamann í Víetnam út frá hugsjónablindu. Bókin The Best and the Brightest er sígild greining á ófærum hugsjónafólksins.
Íslenskir hugsjónamenn frá dögum kalda stríðsins tóku fjörkipp þegar vesturlönd lögðu sig fram um að mála Pútín Rússlandsforseta sem fasískan arftaka kommúnismans. Núna verða vesturlönd að endurskoða Pútín, vegna þess að hann er bjargvættur þeirra í Sýrlandi.
Flóttamannaumræðan undanfarið vekur löngun hjá hugsjónafólki að bjarga heiminum. Í gær var viðtal í RÚV við konu sem vildi taka til Íslands milljón fóttamenn. RÚV kyndir undir því sem Guðbergur kallar samúðarhræsni og er mörgu hugsjónafólki töm.
Raunsæisfólk, sem ræðir flóttamannavandann, er gjarnan ásakað um kaldlyndi ef ekki verri hvatir. Kalt og yfirvegað mat á aðstæðum er samrýmanlegt skynsamlegri niðurstöðu, bæði í málefnum flóttamanna og öðrum úrlausnarefnum. Öfgar hugsjónafólksins er heimska - og hún og skynsemi eru andstæður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. september 2015
Þýskaland í bandalag við Pútín vegna flóttamanna
Þungaviktarmaður í stjórnarflokki Merkel kanslara Þýskalands, Horst Seehofer, segir Pútín Rússlandsforseta lykilinn að lausn flóttamannavandans. Flestir flóttamenn koma frá Sýrlandi sem er að liðast í sundur vegna borgarastríðs.
Pútin er stuðningsmaður Assad Sýrlandsforseta sem vesturveldin vilja úr embætti. Þá reyna vesturveldin að einangra Rússa vegna deilunnar um forræðið yfir Úkraínu.
Útspil Seehofer sýnir örvæntingu þýskra stjórnmálamanna vegna holskeflu flóttamanna. Schengen-kerfið er ónýtt en það er einn horsteinn ESB-samstarfsins.Ytri landamæri ESB eru berskjölduð fyrir áhlaupi. Ef ekki tekst að stemma stigu við flóttamannastraumnum munu innviðir bresta í Þýskalandi. Slíkt ástand er Þjóðverjum óbærilegt og þýska stjórnin mun finna fyrir þeirri óánægju.
Pútín getur verið sáttur. Hann er á leiðinni úr kuldanum. Þegar á herðir á valda vesturlönd ekki hlutverki alheimslöggunnar.
![]() |
München komin að þolmörkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 12. september 2015
Mennska, samfélag og sundurþykkja
Mennska er að kannast við manninn eins og hann er. Maðurinn er félagsvera sem þrífst í umgengni við sína líka. Mennskt samfélag er þegar fólk sömu tungu og menningar heldur til á sama blettinum.
Ef fólk annarrar tungu og menningar er hrúgað inn í mennskt samfélag vex sundurþykkja.
Eftir því sem sundurþykkjan vex eykst ómennskan.
![]() |
Megum við vera mennsk í friði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 12. september 2015
Heimssýnarmaður yfirtekur Verkamannaflokkinn
Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins, kaus gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu árið 1975.
Bretar munu kjósa árið 2017 um það hvort landið verði áfram innan Evrópusambandsins eða yfirgefi sambandið.
Í dag eru litlu-jólin hjá Heimssýn á Íslandi.
![]() |
Corbyn kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 12. september 2015
Þjóðflutningar, fall Rómar og ESB
Heimsveldi Rómar féll á tímum þjóðflutninga, milli fornaldar og miðalda. Þýskir fjölmiðlar gera samanburð á falli Rómar og flóttamannabylgjunni sem skellur nú á Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Die Welt ræðir við sagnfræðinginn Alexander Demandt, sérfræðings um fall Rómar.
Demandt segir hliðstæður milli þjóðflutninganna í dag og fyrir 1500 árum. Í báðum tilvikum eru fátækar og barnmargar þjóðir á faraldsfæti og sækjast eftir velmegun aldurhniginna stórvelda.
Aðlögunarhæfni Rómar var við brugðið og lengi vel gat stórveldið veitt flóttamönnum viðtöku og aðlagað þá rómverskum siðum og háttum. En svo fór að Róm féll undan þunganum og heimsveldið splundraðist.
Demandt ræðir hlutverk trúarinnar á tímum þjóðflutninga. Umburðalyndi Rómar fólst í því að þeir trúðu að allar þjóðir ættu sér sömu guði, þeir kölluðust aðeins ólíkum nöfnum. Á meðan fólk virti rómversk lög mátti það trúa hverju sem vera skyldi.
Einbeitt eingyðistrúarbrögð, uppruninn í nýlendu Rómverja þar sem nú heitir Ísrael, létu sér ekki segjast með umburðalyndið og gáfust ekki upp fyrr en keisari Rómverja kraup fyrir krossi og Kristi.
Flóttamönnum samtímans fylgir herská eingyðistrú, ættuð úr sama heimshluta og kristni. Múslímar, líkt og kristnir á tímum þjóðflutninga, heimta að hin eina sanna trú spámannsins Múhameðs skuli ríkja en önnur trúarbrögð víkja - og trúleysi vitanlega einnig.
Fyrir daga kristinna keisara í Róm báru þeir tignarheitið pontifex maximus. Síðar fluttist heitið yfir á páfa. Fjöldi páfa er kominn í 266 á vegferðinni frá fornöld til samtíma. Enginn þeirra heitir Múhameð, sem segir þá sögu að kristni og múslímatrú blandast ekki.
Veraldarhyggja vesturlands markar trúmálum persónulegan bás. Líkt og á dögum Rómverja má hver og sérhver iðka þá trú sem vera skal. Trú múslíma, sem er 600 árum yngri en kristni, er ekki komin með þann þroska að treysta einstaklingnum fyrir eigin sáluhjálp. Hjarðmennska múslíma krefst ríkistrúar sem er viðhaldið með ofbeldi.
Trúin felldi ekki Rómarveldi. Dyggir lesendur Demandt telja fram 210 ástæður fyrir falli Rómar. Ástæður 71 til 82 smellpassa við ESB samtímans.
![]() |
Velferð fólks undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. september 2015
Játning vinstrimanns: velferð veldur vesaldómi
Hugsunin á bakvið almannatryggingar, þegar kerfið var leitt í lög á síðustu öld, var að styðja fólk með skerta starfsorku. Velferðin vindur upp á sig og er orðin að hvatningu til sjúkleika. Fullfrískt fólk leiðist út í vesaldóm vegna þess að velferðin borgar fyrir uppgjöf.
Segir Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar um leið og hún tilkynnir að hún sé hætt í pólitík.
Það má velta fyrir sér hvort forsendan fyrir játningu Bjarkar sé einmitt sú að hún ætlar að hætta í pólitík.
![]() |
Björk hættir í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 11. september 2015
Þjóðaratkvæðagreiðslur og óþarfir stjórnmálaflokkar
Stjórnmálaflokkar eru á framfæri almennings með þeim rökum að þeir setji saman pólitíska valkosti sem þjóðin tekur afstöðu til í kosningum. Á milli kosninga er ætlast til þess að stjórnmálaflokkar standi fyrir pólitískri umræðu er endurskoði pólitíska stefnu í ljósi reynslu og nýrra hugmynda.
Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða teknar upp um helstu mál vera stjórnmálaflokkar óþarfir. Þjóðin mun skipa sér í fylkingar m.t.t. þess máls sem fer til atkvæða hverju sinni. Samfellan hverfur í pólitískri umræðu sem stjórnmálaflokkar tryggja við núverandi fyrirkomulag.
Fyrirsjáanlega verður stjórnmálaumræðan brotakenndari og æsingaumræðan eykst ef við hverfum frá núverandi fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis yfir í kerfi með reglulegum þjóðaratkvæðagreiðslum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. september 2015
Hryðjuverkamenn í röðum flóttamanna
Í Frakklandi er leitað að hryðjuverkamanni meðal flóttamanna sem bíða eftir því að komast til Bretlands. Samkvæmt Telegraph er maðurinn liðsmaður Ríki íslams og er skilgreindur sem hryðjuverkaógn.
Fjöldin allur af múslímum í Vestur-Evrópu fer til Sýrlands og Írak undanfarið til að stríða í þágu spámannsins. Aftenposten tekur saman tölur yfir múslíma með vestræn vegabréf að berjast undir merkjum Ríkis íslam og nefnir töluna 20 þúsund.
Múslímar með vestræn vegabréf eru staðkunnugir í uppeldislöndum sínum og þekking á staðháttum er ein forsenda fyrir árangursríkum hryðjuverkum.
Flóð flóttamanna frá Sýrlandi til vesturlanda auk staðkunnáttu hryðjuverkamanna auðveldar skipulagningu og framkvæmd hryðjuverka.
![]() |
Ríki íslams að búa til efnavopn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. september 2015
Þjóðaratkvæðagreiðslur gera landið stjórnlaust
Landinu verður ekki stjórnað með þjóðaratkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðslur eru einfaldar en stjórnsýsla flókin. Í atkvæðagreiðslum er gert upp á milli tveggja eða fleiri valkosta. Um leið og búið er að velja einn er komin forsenda til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um þann veruleika sem blasir við eftir þá fyrri.
Þjóðaratkvæðagreiðslur um helstu álitamál myndi auka ófriðinn í samfélaginu. Þeir sem tapa einni atkvæðagreiðslu munu óðara krefjast nýrrar, ef ekki um nákvæmlega saman málið, þá um einhvern langsóttan anga þess.
Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna hrinda sér ekki sjálfar í framkvæmd. Í skjóli upplausnar, sem þjóðaratkvæðagreiðslum fylgir, munu hverskyns kújónar koma með sínar lausnir á því hvernig beri að útfæra niðurstöður atkvæðagreiðslna.
Það er ekki tilviljun að fulltrúalýðræði er ráðandi fyrirkomulag í vestrænum ríkjum. Lýðræði í Vestur-Evrópu átti undir högg að sækja á fyrri hluta síðustu aldar. Ýmsir popúlistar töldu sig hafa fundið upp betri aðferðir en fulltrúalýðræði til að ráða málum til lykta. Popúlisminn og öfgahreyfingar héldust hönd í hönd að grafa undan lýðræðinu.
Ísland fór á mis við lexíu Vestur-Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Líklega er það helsta ástæðan fyrir því að Píratar, sem eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing, nær hvergi fylgi nema einmitt á Íslandi.
![]() |
Of fráleitt til að móðgast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)