Mánudagur, 11. janúar 2016
Guðmundur Andri og moska fyrir kvenhatur
Góða fólkið er orðið að pólitísku hugtaki um fólk tilbúið að segja öðrum fyrir verkum í nafni þeirrar tískuhugmyndafræði sem á upp á pallborðið í það og það skiptið. Eitt einkenni góða fólksins er að lætur fremur stjórnast af óskhyggju en raunsæi.
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur tekur upp hanskann fyrir góða fólkið og býr til andstæðu þess: óða fólkið.
Óða fólkið, segir Guðundur Andri, er á móti moskum og flutningi Vatnsmýrarflugvallar, en góða fólkið er fylgjandi hvorttveggja.
Óða fólkið, segir Guðmundur Andri, er líka múslímsku karlarnir sem niðurlægðu konur í Köln.
En bíðum við: góða fólkið vill sem sagt byggja mosku í Reykjavík til að efla múslímsku trúarmenninguna sem skipar konum á óæðri bekk.
Góða fólkið getur ekki byggt mosku yfir kvenhatur en jafnframt þóst bera kynjajafnrétti fyrir brjósti. Mótsögnin er of augljós til að blekkja aðra en þá hatrömmustu í röðum góða fólksins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. janúar 2016
Staðgenglastríð Írana og Sáda - vandi múslíma
Í Jemen heyja stórveldi miðausturlanda, íran og Sádi-Arabía, staðgenglastríð. Hvort um sig stórveldið styður andstæða keppinauta um völdin í smáríkinu.
Íran er forysturíki sjítamúslíma en Sádar súnnímúslíma. Utanríkisráðherra írans veitir innsýn í samkeppni stórvelda múslíma með grein í New York Times. Þar fordæmir hann miðaldaháttu Sáda sem taka menn af lífi á opinberum svæðum með sveðju.
Íran hefur ekki þótt barnanna best í umgengni við mannréttindi. Landi er nýkomið inn úr kuldanum eftir samninga við alþjóðasamfélagið um að smíða ekki gereyðingarvopn úr kjarnorku.
Sádí-Arabía er helsti skjölstæðingur vesturveldanna meðal múslímaríkja í miðausturlöndum. Íranir njóta á móti stuðnings Rússa.
Uppgjör múslímsku stórveldanna mun taka áratugi fremur en ár.
![]() |
Loftárás á sjúkrahús í Jemen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. janúar 2016
Þjóðir eiga hagsmuni, ekki vini
Þjóðir eiga ekki varanlega vini, aðeins varanlega hagsmuni, er haft eftir breskum stjórnmálamanni, Palmerstone lávarði.
Bandaríkjamenn sýndu okkur ekki vinskap þegar þeir hurfu á brott með sitt hafurtask af Miðnesheiði árið 2006, þeir þjónuðu sínum eigin hagsmunum. Bretar voru ekki í vinarhug þegar þeir sendu herskip á Íslandsmið til að verja hagsmuni þegna sinna. Ekki var vinarbragur er Bretar skelltu á okkur hryðjuverkalögum vegna falls íslensku bankanna í hruninu.
Íslenskir hagsmunir eru að standa utan við deilur stórveldanna um forræðið yfir Úkraínu. Úkraínumenn ættu að fá tækifæri til að ráða fram úr eigin málum. En kjósi stórveldin að gera þar vandræði er ekkert sem Ísland segir eða gerir sem kemur í veg fyrir það. Heimurinn er einu sinni þannig gerður að smáþjóðir stjórna honum ekki.
![]() |
Með efasemdir um viðskiptaþvinganir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 10. janúar 2016
Vestrænar konur eru móðgun við múslíma
Múslímar stóðu fyrir skipulögðum árásum á þýskar konur á nýársnótt, segir dómsmálaráðherra Þýskalands, Heiko Maas. Die Welt skrifar að arabískt heiti sé á skipulögðum árásum á konur, ,,taharrush gamea" sem felur í sér að karlmenn taka sig saman um að einangra konur á opinberum svæðum með kynferðislega áreitni og þjófnað í huga.
Í trúarmenningu múslíma er konan undirgefin karlinum. Konan sýnir undirgefni sína með því að hylja ásjónu sína og oft líkamann allan, á bakvið slæðu eða búrku, þegar hún er utan dyra heimilis. Á almannafæri er talið eðlilegt að konan sé í karlmannsfylgd.
Öfgafyllsta útgáfa múslímatrúar, wahabismi, sem m.a. Ríki íslams stundar, iðkar kvenfyrirlitningu samkvæmt bókstaf kóransins, trúarrits múslíma. Frönsk kona, sem gerðist liðsmaður Ríkis íslams, lýsir því að komið er fram við konur sem verkfæri til að fjölga stríðsmönnum múslíma.
Konur eru ekki sjálfstæðir einstaklingar í menningarheimi múslíma heldur viðhengi karlmanna. Þegar vestrænar konur eru án fylgdar karlmanns á almannafæri, og bera ekki á sér tákn undirgefni, s.s. slæðu eða búrku, storka þær trúarmenningu múslíma. Vestrænar konur minna múslíma á hve trúarmenning þeirra er frumstæð. Og það er einmitt vegna frumstæðra hátta múslíma sem samfélög þeirra í Norður-Afríku og miðausturlöndum eru á fallandi fæti.
Múslímar skammast sína ekki fyrir miðaldaviðhorf til kvenna. Samtök múslímaríkja gáfu út sérstaka mannaréttindaskrá árið 1990 sem segir skýrt og greinilega að karlmaðurinn fari með forræði kvenna og barna á heimilinu.
Ungir múslímskir karlmenn, sem flýja heimahagana til stórborga Evrópu, þar sem bíður þeirra tilvist meðal lágstétta, taka með sér trúarmenninguna. Veigamikill þáttur trúarmenningarinnar er að konur skuli undirgefnar körlum. Með því að hópast að vestrænum konum, þegar þær standa vel til höggs, áreita þær og niðurlæga tjá múslímskir karlmenn skoðun sína á vestrænni menningu.
Vesturlandabúum er kennt að móðga ekki múslíma með því að teikna mynd af spámanninum. Vestrænar konur og staða þeirra í samfélaginu, sem jafnokar karlmanna, er einnig móðgun við múslíma.
Þjóðverjar tóku á móti milljón flóttamönnum á síðasta ári, flestum múslímskum. Ráðherrann sem fer með málefni flóttamanna segir að um 20 milljónir múslíma bíði eftir að komast til Þýskalands. Gangi það fram munu þýskar konur þurfa að venja sig að fara ekki út fyrir hússins dyr nema með slæðu eða búrku og í fylgd karlmanns.
![]() |
Konur mótmæltu í Köln |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 9. janúar 2016
Listin í valdabaráttunni
Eftir hrun brast á valdabarátta á Íslandi. Ástæðan er ung stétt manna, bankamenn og útrásarauðmenn, þurrkaðist út nánast á einni nóttu og skildi eftir sig gapandi valdatóm.
Inn í þetta valdatóm sóttu sóttu hópar sem vildu breyta Íslandi eftir sínu höfði. Banka- og útrásarauðmenn breyttu Íslandi í allsherjar vogunarsjóð skópu þar með fordæmi sem aðrir vildu fylgja.
Sigur vinstriflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna, í þingskosningunum 2009 sýndi hvaða öfl höfðu forræði í landinu; háskólafólk, ríkisstarfsmenn og verklýður menningarinnar voru þar áberandi.
Orðfærið sem nýju valdahóparnir höfðu um bændur, sjómenn og aðra sem ekki voru fúsir að smíða Vinstra-Ísland, samþykkja Icesave og flytja fullveldið til Brussel, var oft ekki til fyrirmyndar. Ekki frekar en hróp um listafólk á opinberum starfslaunum er til eftirbreytni.
Tilraun vinstriflokkanna að stokka upp Ísland mistókst og rann endanlega út í sandinn með hrikalegu tapi Samfylkingar og Vinstri grænna vorið 2013.
Valdabaráttan heldur engu að síður áfram og Vilborg Davíðsdóttir fer nærri birtingarmyndar hennar þegar hún segir ólíka hópa
ausa svívirðingum yfir hverja starfsstétt fyrir sig og nefna hana illum nöfnum eins og afætur, blóðsugur, jötulið og skítapakk?
Við mættum alveg temja okkur háttvísari orðfæri í umræðunni. Valdabaráttan endar með málamiðlun. Alveg eins og við þurfum fisk úr sjó og ket að eta værum við ekki Íslendingar án höfunda sem setja lífsstreðið í samhengi.
![]() |
Vilborg Davíðsdóttir svarar fyrir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 9. janúar 2016
Sendiherrann, Gunnar Bragi og heimslöggan Nató
Úkraína er ekki Nató-ríki. Varnarbandalagið Nató var stofnað til að verja Vestur-Evrópu ágangi kommúnisma. Engin hætta er lengur af kommúnisma, sem er dauð hugmyndfræði.
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi boðar nýtt hlutverk Nató um að vera heimslögga í þágu fullveldis, að standa vörð um ,,nauðsynlegar grundvallarreglur." Gunnar Bragi utanríkisráðherra endurómar þessa skoðun þegar hann talar um að ekki sé hægt að ,,verðleggja fullveldi þjóða."
Réttkjörnum forseta Úkraínu,Viktor Janúkovítsj, var steypt af stóli í febrúar 2014. Hann segir Pútín Rússlandsforseta hafa bjargað lífi sínu. Valdataflið sem leiddi til kollsteypunnar var teflt í þrem borgum; Washington, Brussel og Moskvu. Sumir fræðimenn, t.d. J.J. Mearsheimer, segja að Úkraínudeilan sé alfarið vesturveldunum að kenna.
Nató hafði engar áhyggjur af fullveldi Úkraínu þegar réttkjörnum forseta var steypt af stóli, einfaldlega vegna þess að Nató, sem hernaðararmur Bandaríkjanna og stærstu ESB-ríkjanna, vildi losna við Janúkovítsj. Nató fékk skyndilegan áhuga á fullveldi þegar Rússar svöruðu ógn við öryggishagsmuni sína með því að leggja undir sig Krímskaga.
Um 58% íbúa Krímskaga eru Rússar en aðeins fjórðungur Úkraínumenn. Í atkvæðagreiðslu, sem var álíka lýðræðisleg og valdamissir Janúkovitsj, kusu íbúar Krím að verða hluti af fullveldi Rússlands en ekki Úkraínu. Og hvort ættu Íslendingar að styðja fullveldi þjóðar, sem var baráttumál okkar innan danska ríkisins í meira en 70 ár, eða fullveldi ríkja sem sitja yfir hlut ólíkra þjóða?
Nató-veldin studdu vitanlega úkraínska ríkið gegn Rússum á Krímskaga og austurhluta Úkraínu. Öfl hliðholl Nató tóku völdin í Kiev eftir að Janukovítsj var hrakinn frá völdum. Nató-veldin hugsa um það eitt að fá landssvæði sem heyrir undir úkraínska ríkið óskert í sína valdablokk. Velferð þjóða er aukaatriði í stórveldapólitík og hefur alltaf verið.
Nató-veldin meta fullveldi eftir aðstæðum. Fullveldi Íraks, svo dæmi sé tekið, var metið léttvægt og sendu Bandaríkin þangað herlið árið 2003 til að skipta um stjórnvöld. Réttlætingin, sem búin var til, um að Írak ætti gereyðingarvopn, var uppspuni. En einmitt þannig vinna stórveldi - þau spinna sögur sem réttlæta yfirganginn. Ófriðarbálið sem Nató-veldið kveikti í miðausturlöndum logar enn glatt og veldur tortímingu mannslífa og ótal öðrum hörmungum sem ekki sér fyrir endann á.
Sem heimslögga er Nató með ömurlega ferilsskrá; efnir til stríðsátaka fremur en friðsamlegra samskipta. Við eigum ekki að vera taglhnýtingar Nató-veldanna í utanríkispólitískri ævintýramennsku, hvort heldur í Evrópu eða öðrum heimsálfum.
Íslenska utanríkisþjónustan, með Gunnar Braga Sveinsson sem ráðherra, er svo heillum horfin að réttast væri að leggja hana niður og skipta verkefnum á milli annarra ráðuneyta.
![]() |
Standi vörð um grundvallarreglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 8. janúar 2016
Múslímamenning og mannréttindi kvenna eru andstæður
,,Ég vil kynlíf með þér,"...,,falleg brjóst"...,,ég drep þig". Tilvitnuð orð er að finna á minnispunktum á bréfum, skrifuð á arabísku og þýsku, sem handteknir múslímskir karlmenn í Köln voru með á sér. Þeir voru handteknir vegna hópárása á þýskar konur á nýársnótt.
Múslímsku karlmennirnir koma frá miðausturlöndum og taka með sér kvenfjandsamlega menningu, þar sem litið er á konuna sem eign karlmannsins. Með því að hleypa þeim í stórum hópum inn í vestræn samfélög er boðið upp á ofbeldi sem fjölmiðlar hafa lengi þaggað yfir.
Stíflan brast í vikunni og nú streyma fram fréttir í fjölmiðlum um ofbeldiskennda framkomu múslíma gegn konum í mörgum Evrópulöndum.
Rót vandans er trúarmenning múslíma. Menning verður ekki ,,lagfærð" eða ,,leiðrétt" með fræðslu eða aðlögun á nokkrum vikum eða misserum.
![]() |
Árásir í Svíþjóð á nýársnótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 8. janúar 2016
Bestir og flottastir fremja ekki glæpi
Snjallir menn með háskólapróf fremja ekki glæpi. Og enn síður eru þeir eru einnig fjölskyldumenn. Á þessa leið er hrunvörn Jónasar Sigurgeirssonar, fyrrum upplýsingafulltrúa Kaupþings.
Jónas skrifar í Fréttablaðið um dóma yfir útrásarbankamönnum
Hinir dæmdu eru, utan einnar konu, fjölskyldumenn - karlmenn sem flestir eru fæddir á árunum 19661976. Margir þeirra voru afburðanámsmenn og sammerkt er með þeim öllum að þeir voru með hreina sakaskrá þegar meint brot voru framin, flest sömu dagana haustið 2008.
Glæpir, samkvæmt skilgreiningu Jónasar, eru framdir af heimsku fólki, illa menntuðu og án fjölskyldu.
Í heimi Jónasar eru það ekki athafnir manna né afleiðingar sem skera úr um sekt eða sakleysi heldur áferðin, s.s. klæðaburður og lífsstíll. Útrásaraðallinn bjó til þessa ímynd á meðan allt lék í lyndi. Hrunið afhjúpaði þessa blekkingu. En sumir vilja trúa að svart sé hvítt og að glæpir séu ekki framdir af karlmönnum í jakkafötum á góðum launum. Þeir um það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. janúar 2016
Stjórnfesta kallar ekki á stjórnarskrárbreytingar
Upplausnarliðið í landinu krefst stjórnarskrárbreytinga. Ástæðan fyrir kröfunni er sú að stjórnarskrárbreytingar, hljóti þær framgöngu, réttlæta pólitíska greiningu upplausnarliðsins um að Ísland virki ekki - Ísland sé ónýtt.
Við eigum ekki að taka mark á upplausnarliðinu heldur efla stjórnfestu í landinu og leggja til hliðar öll áform um að breyta stjórnarskránni.
Háværasta krafa upplausnarliðsins er um beint lýðræði. Reynslan sýnir að beint lýðræði virkar aðeins í undantekningartilfellum, sbr. Icesave-þjóðaratkvæðið. Afgreiðsla venjulegra mála vekur ekki áhuga almennings.
Í íbúakosningum í Reykjanesbæ um umdeilt kísilver var 8,7 prósent kjörsókn, já, átta komma sjö prósent. Í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar liggur skýrsla um reynsluna af íbúakosningum sem borgaryfirvöld vinstrimanna þora ekki að birta - enda vinstrimenn hluti upplausnarliðsins.
Stjórnarskrá lýðveldisins er hornsteinn stjórnfestunnar. Látum ekki upplausnarliðið brjála dómgreindina okkar til að velta hornsteinum.
![]() |
Ekki hefur náðst sátt um álitamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 7. janúar 2016
Súnnar og sjítar vígbúast - kristinn lærdómur múslíma
Tvær meginfylkingar múslíma heita súnnar og sjítar. Sádi-Arabía er forysturíki súnna en Íran höfuðból sjíta. Súnnar eru langtum stærri trúarhópur en sjítar, um 85 prósent múslíma eru súnnar en í kringum einn af hverjum tíu sjítar.
Sjítar er á hinn bóginn að eflast. Íran er nýkomið inn úr kuldanum í alþjóðasamfélaginu með samningum við Bandaríkin og önnur stórveldi um kjarnorkuvopnaáætlun sína. Í Írak eru sjítar við völd - en súnnar réðu þar á tímum Husseins em Bandaríkin steyptu af stóli. Þá er Assad Sýrlandsforseti alavíti, sem stendur nærri sjítum.
Wahabismi, súnnaútgáfa af múslímatrú, er ráðandi í Sádí-Arabíu. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams leggja rækt við sömu útgáfu af múslímatrú. Með skefjalausum manndrápum í nafni trúarinnar er Ríki íslams búið að koma óorði á ríkistrú Sáda.
Konungaskipti urðu í Sádi-Arabíu á síðasta ári og undirliggjandi er valdabarátta innan fjölmennrar konungsættar. Sádar eru í verulegum efnahagsvandræðum vega verðlækkana á olíu sem er yfir 80 prósent af útflutningstekjum þeirra.
Hvað gerir trúarríki sem stendur höllum fæti? Jú, það blæs í glæður trúarhita til að safna liði. Og einmitt það gera Sádar og kalla á trúbræður sína í miðausturlöndum sér til hjálpar.
Súnnar og sjítar eru í sömu stöðu og kaþólikkar og mótmælendur í Evrópu í lok miðalda. Bókstafstrúin var ekki lengur límið í samfélaginu og nýjar veraldlegar hugmyndir skoruðu gamla heimsmynd á hólm.
Kristnir börðust innbyrðis á 16. öld og átökin náðu hámarki næstu öld þar á eftir, með þrjátíu ára stríðinu 1618-1648. Trúin sleppti klónum af samfélaginu en aðeins með hávaða og látum. Galdraöldin var kveðjustuna alltumlykjandi kristin. Eitthvað viðlíka er að gerast hjá múslímum.
![]() |
Sómalar slíta tengsl við Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)