Listin í valdabaráttunni

Eftir hrun brast á valdabarátta á Íslandi. Ástæðan er ung stétt manna, bankamenn og útrásarauðmenn, þurrkaðist út nánast á einni nóttu og skildi eftir sig gapandi valdatóm.

Inn í þetta valdatóm sóttu sóttu hópar sem vildu breyta Íslandi eftir sínu höfði. Banka- og útrásarauðmenn breyttu Íslandi í allsherjar vogunarsjóð skópu þar með fordæmi sem aðrir vildu fylgja.

Sigur vinstriflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna, í þingskosningunum 2009 sýndi hvaða öfl höfðu forræði í landinu; háskólafólk, ríkisstarfsmenn og verklýður menningarinnar voru þar áberandi.

Orðfærið sem nýju valdahóparnir höfðu um bændur, sjómenn og aðra sem ekki voru fúsir að smíða Vinstra-Ísland, samþykkja Icesave og flytja fullveldið til Brussel, var oft ekki til fyrirmyndar. Ekki frekar en hróp um listafólk á opinberum starfslaunum er til eftirbreytni.

Tilraun vinstriflokkanna að stokka upp Ísland mistókst og rann endanlega út í sandinn með hrikalegu tapi Samfylkingar og Vinstri grænna vorið 2013.

Valdabaráttan heldur engu að síður áfram og Vilborg Davíðsdóttir fer nærri birtingarmyndar hennar þegar hún segir ólíka hópa

ausa sví­v­irðing­um yfir hverja starfs­stétt fyr­ir sig og nefna hana ill­um nöfn­um eins og afæt­ur, blóðsug­ur, jötulið og skítapakk?

Við mættum alveg temja okkur háttvísari orðfæri í umræðunni. Valdabaráttan endar með málamiðlun. Alveg eins og við þurfum fisk úr sjó og ket að eta værum við ekki Íslendingar án höfunda sem setja lífsstreðið í samhengi.

 


mbl.is Vilborg Davíðsdóttir svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ólíklegt að  metsölu-höfundar sem setja lífsstreðið í samhengi,  hætti að mala gull með verkum sínum þó þeir þyrftu að borga saltið í grautinn sinn sjálfir, en létu ekki skattgreiðendur hjálpa sér við það.

Mér finnst hins vegar sjáfsagt að lyfta aðeins undir rassinn á ungum lítt þekktum og efnilegum listamönnum.

 

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2016 kl. 05:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   "Íslendingar eru hænsn" Elskan hann mágur minn gerði ekki upp á milli okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2016 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband