Guðmundur Andri og moska fyrir kvenhatur

Góða fólkið er orðið að pólitísku hugtaki um fólk tilbúið að segja öðrum fyrir verkum í nafni þeirrar tískuhugmyndafræði sem á upp á pallborðið í það og það skiptið. Eitt einkenni góða fólksins er að lætur fremur stjórnast af óskhyggju en raunsæi.

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur tekur upp hanskann fyrir góða fólkið og býr til andstæðu þess: óða fólkið.

Óða fólkið, segir Guðundur Andri, er á móti moskum og flutningi Vatnsmýrarflugvallar, en góða fólkið er fylgjandi hvorttveggja.

Óða fólkið, segir Guðmundur Andri, er líka múslímsku karlarnir sem niðurlægðu konur í Köln.

En bíðum við: góða fólkið vill sem sagt byggja mosku í Reykjavík til að efla múslímsku trúarmenninguna sem skipar konum á óæðri bekk.

Góða fólkið getur ekki byggt mosku yfir kvenhatur en jafnframt þóst bera kynjajafnrétti fyrir brjósti. Mótsögnin er of augljós til að blekkja aðra en þá hatrömmustu í röðum góða fólksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur Andri ætti til tilbreytingar að fnæsa nú duglega yfir því, að borgarstjórnarmeirihlutinn (sem er örugglega búinn að missa meirihlutafylgi sitt) óvirðir ítrekað og gersamlega þann vilja rúmlega 70% íbúanna að halda flugbrautunum þar sem þær eru. 

Ég hef þegar hvatt hann, sér til upplýsingar og sálarbótar, að lesa þessa frábæru grein eftir Þorkel Ásgeir Jóhannesson flugmann, hún er sú langmest lesna á Moggabloggi síðustu hálfa vikuna:  http://delirius-bubonis.blog.is/.../deliri.../entry/2163501/

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 12:56

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hlýtur að vera erfit fyrir Góða fólkið að sofna á kvöldin, þegar heilinn fer að vinna úr öllu ruglinu sem það hefur látið sér um munn fara yfir daginn. Það er a d segja ef það hefur þá heila yfir höfuð.

Ragnhildur Kolka, 11.1.2016 kl. 13:30

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guðmundur Andri minnist hvergi einu orði á flugvallarmálið né hugtakið góða fólkið, sem er orð sem ætlun annarra er að gera að háðs- og skammaryrði.

Ómar Ragnarsson, 11.1.2016 kl. 15:54

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég sagði (hér ofar) Guðmund ekki minnast á flugvallarmálið í þessari grein sinni (en Páll mun vita um afstöðu GAT í málinu). Ég hvatti bara GAT til að beita sér í flugvallarmálinu með því að leggjast þar á sveif með eindregnum vilja almennings og með flugöryggi í landinu. 

En þú, Ómar, ræðir flugvallarmálið í aths. á vefsíðu Þorkels Ásgeirs, sem ég vísaði á hér ofar. Þú þarft endilega að lesa frábært svar hans til þín11.1.2016 kl. 11:24!

Jón Valur Jensson, 13.1.2016 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband