Miðvikudagur, 18. nóvember 2020
Krónusamtal Loga og Tobbu Kötu
Síminn hringir hjá Loga sem teflir við páfann í kytru á Austurvelli.
Logi; já, ég er svolítið upptekinn...
Tobba Kata: Upptekinn!!! Ég skyldi halda það, við hvað þá? Að sturta niður samstjórn okkar, ykkar og Pírata eftir kosningarnar í haust?
Logi; Tja, sturta niður, hvað áttu við?
Tobba Kata: Logar ekki á öllum hjá þér? Geiri seðló var að lækka stýrivextina niður fyrir eitt prósent. Minna en eitt fokkings prósent. Hvernig eigum við að selja fólki hugmyndina um vaxtaokur, hávaxtakrónu og ónýta í þokkabót þegar stýrivextir eru undir núlli?
Logi: Tja, er ekki evran með enn lægri vexti. Getum við ekki keyrt á þann punkt?
Tobba Kata: Halló Hafnarfjörður, það eru mínusvextir í Evrópu. Ætlar þú að bjóða þann kost? Veistu hvað það gerði lífeyriskerfinu okkar? Sumir verða utan þings eftir kosningar og fara beint á lífeyri...
Logi; Þú segir nokkuð, verðum við bara ekki að hætta að tala um krónuna?
Tobba Kata: Hvað kæmi í staðinn fyrir ónýta krónuumræðu?
Logi: Nú, loftslagsmál, auðvitað. Sláum tvær flugur í einu höggi. Hótum hamfarakrísu og stelum fylgi af Vinstri grænum.
Tobba Kata: Brilljant Loginn minn, brilljant, þó þú sért með allt niðrum þig.
Logi: Ef þú bara vissir...
Tobba Kata: Heyrðu, ég má ekki vera aðessu, á bókaðan rástíma á Hveragerðisvelli. Verðum í bandi.
Logi sturtar niður. Tjaldið fellur.
![]() |
Önnur stýritæki þróuð ef stýrivextir fara í 0% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2020
70 milljónir hælisleitendur - hve margir til Íslands?
Um 70 milljónir einstaklinga eru hælisleitendur á heimsvísu, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Hver og einn þeirra getur komið til Íslands og krafist alþjóðlegrar verndar.
Áslaug dómsmálaráðherra segir að sérhver umsókn fái ,,réttláta og vandaða málsmeðferð."
Á augabragði getur landið orðið hæli - fyrir alla aðra en Íslendinga.
![]() |
Fjöldi þegar með vernd áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2020
Menntun til góðs eða ills?
Samfélagsólga vestrænna ríkja síðustu ára er rekin til offramboðs af menntuðu fólki sem fær ekki störf við hæfi, segir i frétt Economist.
Annað slagið kemur fram það sjónarmið hér á landi að fólk fái ekki störf er hæfa menntun sinni. Jafnvel örlar á þeirri hugsun að þar sem ríkisvaldið bjóði ungu fólki menntun, og hvetji til hennar, sé ríkið að einhverju marki skuldbundið til að skaffa störf við hæfi að lokinni útskrift.
Fram að háskólanámi þjónar menntakerfið þrennum tilgangi. Í fyrsta lagi að veita einstaklingum tækifæri til þroska, í öðru lagi félagsskap jafnaldra og í þriðja lagi útvega vinnumarkaðnum starfsfólk. Allt eru þetta verðug markmið.
Þegar komið er að háskóla ætti ríkið að láta af öllum tilburðum til að stýra hvort fólk sæki þangað og í hvaða nám. Hvorki ríkið né nokkur annar veit hvernig starfskrafta atvinnulífið þarf eftir áratug eða tvo.
Háskólanám á að vera tilboð til ungs fólks að læra það sem hugurinn stendur til, algjörlega á eigin ábyrgð. Þá verður menntun til góðs en ekki ills.
![]() |
Ný menntastefna til ársins 2030 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2020
Hvað með loftslagið, Vinstri-græn?
Eitt prósent fólks veldur helmingnum af útblæstri allra heimsins þotuhreyfla farþegaflugvéla, segir ný rannsókn. Vinstri grænir, Gréta Thunberg og sálufélagar segja jörðina óðum að verða óbyggilega vegna útblásturs jarðefnaeldsneytis.
Kínaveiran snarfækkar farþegaflugum og flugfélög ramba á barmi gjaldþrots. Skyldi ætla að Vinstri grænir og loftslagsglópar myndu fagna veirubjörgun loftslagsins og viðhalda samdrætti útblásturs.
En, nei, það á að liðka fyrir auknum útblæstri, afnema höft og hindranir.
Er ekkert að marka loftslagsvá Vinstri grænna?
![]() |
Sýnataka á landamærum verður gjaldfrjáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2020
Veiran skaðar dómgreindina mest
Kínaveiran sýnir sig hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, langt umfram þau sem heilbrigðisvandi vegna COVID-19 gefur tilefni til. Efnahagslegar afleiðingar eru alþjóð þegar kunnar. En veiran og vörnin gegn henni ristir dýpra.
Gulli utanríkis segir að í skjóli farsóttar sé alþjóðlegt samsæri gegn fjölmiðlum annars vegar og hins vegar trúfrelsi.
Illt að heyra. Kínaveiran er sem sagt búin að leysa af hólmi loftslagsvá sem mesta ógn mannkyns.
Í gamla daga var þetta einfaldara. Reiði guðs útskýrði bæði Tyrkjaránið og móðuharðindin. Núna er það ýmist manngert veður eða manngerð veira. Þegar alþjóð velur sér jafn ómerkilega óvini er er skammt í raðbilun dómgreindarinnar.
![]() |
Nota faraldur til að koma höggi á fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2020
Síðasta vígi opins samfélags vinstrimanna fallið
Sænska leiðin í farsóttarvörnum, litlar takmarkanir í opnu samfélagi, er fallið. Sænska ríkistjórnin, kratísk eins og hör og bör, hélt úti vin í eyðimörkinni, að áliti sumra hægrimanna, sem ekki skellti í veirulás.
Vinstrimenn eru glettilega samstíga í viðhorfum til sóttvarna. Almennt vilja þeir loka og sumir harðlæsa samfélögum í glímunni við Kínaveirunni, sbr. Nýja-Sjáland. Hægrimenn aftur, sumir hverjir, vilja halda í opið samfélag og einstaklingsfrelsi og gjalda varhug við lokunum. Sigríður Anderssen og Brynjar Níelsen til dæmis. (Innan sviga: íhaldssamir hægrimenn, t.d. skarfurinn ég, eru frekar á lokunar-línunni).
Góðu fréttirnar, einkum fyrir íhaldsmenn, eru að nú þegar vinstrimenn og frjálslyndir játa sig lokunarsinna er brostin ein meginstoð alþjóðahyggju síðustu áratuga. Að frjálst flæði fólks geri heiminn betri. Þvert á móti verður heimurinn verri og því verri sem frjálsræðið er meira. Aukið frjálsræði veit á ábyrgðarleysi, eins og mýmörg dæmi sanna. Frelsi án ábyrgðar er eins og drykkjumaður sem ætlar aðeins að dreypa á víninu. Góður ásetningur endar alltaf með skelfingu, bæði fyrir drykkjumanninn sjálfan og aðstandendur.
![]() |
Átta manna samkomubann í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 16. nóvember 2020
Manngert veður er ímyndun
Síðustu ísöld lauk fyrir tæplega 12 þúsund árum. Á skráðum tíma þekkist rómverska hlýskeiðið, um 200 f. Kr. til 400 e. Kr., miðaldahlýskeiðið frá landnámi Íslands til um 1300 en þá rennur upp litla-ísöld og varir til um 1900.
Allt eru þetta þekktar og viðurkenndar vísindalegar staðreyndir. Önnur þekkt staðreynd, en í hæsta máta óvísindaleg, er að frá áttunda áratug síðustu aldar, þegar tölvur með reiknigetu urðu algengar, dunda sumir sér við þann skáldskap að maðurinn stjórni veðurfari á jörðinni.
Skáldskapurinn er settur fram í reiknilíkönum sem gefa sér þá forsendu að koltvísýringur af mannavöldum hækki hitastig jarðar. Reiknilíkönin eru síðan látin sanna gefna forsendu.
Í viðtengdri frétt er haft eftir Páli Bergþórssyni:
Ljóst er að það eru hlutfallslega afar stutt tímabil sem menn geta almennt haft það gott hér á jörðu. Á ísöldum er Ísland lengst af að mestu þakið snjó og jökli. Þá verðum við að flytja suður.
Á meðan við bíðum eftir því að ,,flytja suður", eftir þúsund ár eða tíu þúsund, skulum við reyna að skilja samhengi hlutanna.
![]() |
Hlýnun seinkar mögulega ísöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 15. nóvember 2020
Ný sjálfstæðisbarátta - Þjóðmálagrein
Mikilvæg grein um fullveldismál birtist í nýju hefti Þjóðmála. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari er höfundur.
Fyrirsögn greinarinnar er ,,Sjálfstæðisbaráttan nýja?". Spurningarmerkið undirstrikar fræðilega og yfirvegaða nálgun höfundar á meginviðfangsefninu, sem er EES-samningurinn.
Grein Arnars Þórs sallar niður í fáránleika sjónarmið ,,mjúkra ESB-sinna" (orð pv, ekki AÞ) sem telja hagsmunum Íslands vel borgið í EES-samningnum.
Ef það er einhver grein sem þið lesið fram að jólum þá ætti það að vera Þjóðmálagrein Arnars Þórs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 15. nóvember 2020
ESB ályktar um ógnina af múslímum
Múslímar aðlagast ekki vestrænum samfélögum, segir i ályktun innanríkisráðherra ríkja Evrópusambandsins, og það leiðir til óhæfuverka einstakra múslíma.
Í ályktuninni segir jafnframt að hælisleitendur skuli læra tungumál nýrra heimkynna og ,,vinna fyrir sér."
Yfirlýsingin er viðurkenning á þekktum staðreyndum er blasa við öllum er vilja vita. Múslímar aðlagast ekki vestrænum samfélögum og þeir koma þangað til að láta velferðarþjónustuna sjá fyrir sér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 14. nóvember 2020
Farsótt, dauði og kreppa
Samfélög eru í spennitreyju vegna Kínaveirunnar. Í einn stað vofir yfir ótímabær dauði tiltölulega fárra, langvinn veikindi nokkru fleiri og álag á heilbrigðiskerfi sem fær þau til að kikna, sum hver. Í annan stað efnahagskreppa sem hlýst af víðtækum lokunum samfélaga.
Allur þorri ríkja á vesturlöndum, ef ekki öll, fara þá leið að bæla veiruna með takmörkunum/lokunum á samfélagslegri starfsemi.
Skýringin er sú að skyldur ríkisvaldsins við líf og heilsu borgaranna gengur framar ræktarsemi við félags- og efnahagskerfið.
Andstæðingar þessarar nálgunar vekja athygli á félagslegum og efnahagslegum kostnaði sóttvarna. En þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að sá kostnaður sé meiri en líf og heilsa þeirra tiltölulega fáu, sem fyrirsjáanlega ættu um sárt að binda við vægar eða engar sóttvarnir.
Veikindi og dauði koma fyrr fram en félagslegar og efnahagslegar afleiðingar sóttvarna. Þar liggur hundurinn grafinn.
![]() |
Herða takmarkanir víða í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)